Stjórnarliðar sprungu á limminu og þinglok í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 22. maí 2015 19:51 Össur Skarphéðinsson segir að forseti Alþingis ætti að íhuga að segja af sér þar sem hann hafi enga stjórn á störfum þingsins. En forseti tilkynnti í dag að starfsáætlun þingsins væri ekki lengur í gildi og ekki lægi fyrir hvenær Alþingi lyki störfum fyrir sumarhlé. Þingmenn hafa nú í hálfan mánuð tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta. Þegar greiða átti atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar í morgun kom í ljós að stjórnarliðar voru í minnihluta í þingsalnum. Frestaði forseti þingsins þá fundi í tíu mínútur til að smala stjórnarþingmönnum í hús og voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra m.a.kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að fella tillögu minnihlutans. Minnihlutinn hélt hins vegar áfram ræðuhöldum um virkjanamálin og að loknu hádegisfundarhléi klukkan tvö gaf forseti Alþingis síðan út yfirlýsingu um að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. „Ég hygg að öllum háttvirtum þingmönnum sé það ljóst að aðstæður eru á margan hátt erfiðar hér í þinginu. Við erum hér að fást við erfitt og snúið mál þar sem ágreiningur er djúpur,“ sagði Einar. Auk virkjanamálanna ætti eftir að afgreiða mörg önnur mikilvæg mál eins og væntanleg frumvörp fjármálaráðherra um afnám hafta. Því væri óljóst hvenær Alþingi lyki störfum. Þetta væru forseta vonbrigði. „En hann verður að lúta veruleikanum og hann er þessi. Það er ekki hægt við þessar aðstæður að ljúka þinginu innan þeirra marka starfsáætlunar sem við höfum unnið eftir fram að þessu,“ sagði Einar. „Hæstvirtur forseti veit ekki einu sinni hvenær á að hafa eldhúsdag. Hann veit ekki hvenær þinginu á að ljúka. Hann veit ekki hvenær þessum fundi á að ljúka,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar. Hann hefði aldrei kynnst annarri eins stöðu á sínum þingferli. Össur sagði að Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og Pál Jóhann Pálsson fulltrúa Framsóknarflokksins í atvinnuveganefnd hefðu haldið þinginu í gíslingu undanfarnar vikur. „Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum! Hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talibanar sem halda þinginu í gíslingu? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa um okkur hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt. Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi,“ sagði Össur Skarphéðinsson. Alþingi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Össur Skarphéðinsson segir að forseti Alþingis ætti að íhuga að segja af sér þar sem hann hafi enga stjórn á störfum þingsins. En forseti tilkynnti í dag að starfsáætlun þingsins væri ekki lengur í gildi og ekki lægi fyrir hvenær Alþingi lyki störfum fyrir sumarhlé. Þingmenn hafa nú í hálfan mánuð tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta. Þegar greiða átti atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar í morgun kom í ljós að stjórnarliðar voru í minnihluta í þingsalnum. Frestaði forseti þingsins þá fundi í tíu mínútur til að smala stjórnarþingmönnum í hús og voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra m.a.kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að fella tillögu minnihlutans. Minnihlutinn hélt hins vegar áfram ræðuhöldum um virkjanamálin og að loknu hádegisfundarhléi klukkan tvö gaf forseti Alþingis síðan út yfirlýsingu um að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. „Ég hygg að öllum háttvirtum þingmönnum sé það ljóst að aðstæður eru á margan hátt erfiðar hér í þinginu. Við erum hér að fást við erfitt og snúið mál þar sem ágreiningur er djúpur,“ sagði Einar. Auk virkjanamálanna ætti eftir að afgreiða mörg önnur mikilvæg mál eins og væntanleg frumvörp fjármálaráðherra um afnám hafta. Því væri óljóst hvenær Alþingi lyki störfum. Þetta væru forseta vonbrigði. „En hann verður að lúta veruleikanum og hann er þessi. Það er ekki hægt við þessar aðstæður að ljúka þinginu innan þeirra marka starfsáætlunar sem við höfum unnið eftir fram að þessu,“ sagði Einar. „Hæstvirtur forseti veit ekki einu sinni hvenær á að hafa eldhúsdag. Hann veit ekki hvenær þinginu á að ljúka. Hann veit ekki hvenær þessum fundi á að ljúka,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar. Hann hefði aldrei kynnst annarri eins stöðu á sínum þingferli. Össur sagði að Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og Pál Jóhann Pálsson fulltrúa Framsóknarflokksins í atvinnuveganefnd hefðu haldið þinginu í gíslingu undanfarnar vikur. „Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum! Hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talibanar sem halda þinginu í gíslingu? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa um okkur hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt. Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi,“ sagði Össur Skarphéðinsson.
Alþingi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira