Fjármálaráðuneytið hafnar því að ráðuneytisstjóri hafi brotið lög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2015 13:24 Fjármálaráðuneytið hafnar því að hafa beint tilmælum til Bankasýslu ríkisins vegna skipunar á stjórnarformanni og frestunar á stjórnarfundi íslensk fjármálafyrirtækis. vísir/anton brink Fjármálaráðuneytið hafnar því að hafa beint tilmælum til Bankasýslu ríkisins vegna skipunar á stjórnarformanni og frestunar á stjórnarfundi íslensk fjármálafyrirtækis. Fram hefur komið að forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, telji að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri, hafi brotið lög þegar hann hafði tvívegis samband við sig og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi. Í skriflegu svari ráðuneytisins segir að þegar sameina átti Sparisjóð Norðurlands og Sparisjóð Bolungarvíkur í júlí í fyrra hafi legið fyrir að óeining væri um sameininguna. Bolvíkingar voru óánægðir með hana og var því hætta á að sameiningin myndi ekki ganga eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, óskaði eftir því við ráðuneytisstjóra að „upplýsingum um óánægju heimamanna yrði komið á framfæri við Bankasýslu ríkisins og leita þyrfti leiða til að tryggja samstöðu um sameiningu þessara tveggja sparisjóða í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki, þar sem segir að stuðla skuli að hagræðingu í fjármálakerfinu, og stefnu Bankasýslunnar.“ Ráðuneytisstjóri hafi því tekið málið upp við þáverandi formann Bankasýslunnar sem og forstjórann og komið sjónarmiðum Bolvíkinga á framfæri. „Í þeim samtölum kom fram að e.t.v. væri möguleiki að seinka boðuðum stjórnarfundi hins sameinaða sparisjóðs ef það mætti verða til að tryggja að sátt gæti orðið um framhald málsins. Ekki var af hálfu ráðuneytisins óskað eftir sérstökum trúnaði um þessi samtöl og því fer fjarri að þessi samtöl hafi falið í sér tilmæli af hálfu ráðuneytisins, enda er sérstaklega kveðið á um veitingu tilmæla frá ráðuneytinu til stofnunarinnar í lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88/2009, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna.“ Í svari ráðuneytisins kemur jafnframt fram að málið hafi verið rætt í þáverandi stjórn Bankasýslunnar. Tengdar fréttir Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15 Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31 Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hafnar því að hafa beint tilmælum til Bankasýslu ríkisins vegna skipunar á stjórnarformanni og frestunar á stjórnarfundi íslensk fjármálafyrirtækis. Fram hefur komið að forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, telji að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri, hafi brotið lög þegar hann hafði tvívegis samband við sig og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi. Í skriflegu svari ráðuneytisins segir að þegar sameina átti Sparisjóð Norðurlands og Sparisjóð Bolungarvíkur í júlí í fyrra hafi legið fyrir að óeining væri um sameininguna. Bolvíkingar voru óánægðir með hana og var því hætta á að sameiningin myndi ekki ganga eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, óskaði eftir því við ráðuneytisstjóra að „upplýsingum um óánægju heimamanna yrði komið á framfæri við Bankasýslu ríkisins og leita þyrfti leiða til að tryggja samstöðu um sameiningu þessara tveggja sparisjóða í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki, þar sem segir að stuðla skuli að hagræðingu í fjármálakerfinu, og stefnu Bankasýslunnar.“ Ráðuneytisstjóri hafi því tekið málið upp við þáverandi formann Bankasýslunnar sem og forstjórann og komið sjónarmiðum Bolvíkinga á framfæri. „Í þeim samtölum kom fram að e.t.v. væri möguleiki að seinka boðuðum stjórnarfundi hins sameinaða sparisjóðs ef það mætti verða til að tryggja að sátt gæti orðið um framhald málsins. Ekki var af hálfu ráðuneytisins óskað eftir sérstökum trúnaði um þessi samtöl og því fer fjarri að þessi samtöl hafi falið í sér tilmæli af hálfu ráðuneytisins, enda er sérstaklega kveðið á um veitingu tilmæla frá ráðuneytinu til stofnunarinnar í lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88/2009, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna.“ Í svari ráðuneytisins kemur jafnframt fram að málið hafi verið rætt í þáverandi stjórn Bankasýslunnar.
Tengdar fréttir Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15 Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31 Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15
Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31
Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10