Fjármálaráðuneytið hafnar því að ráðuneytisstjóri hafi brotið lög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2015 13:24 Fjármálaráðuneytið hafnar því að hafa beint tilmælum til Bankasýslu ríkisins vegna skipunar á stjórnarformanni og frestunar á stjórnarfundi íslensk fjármálafyrirtækis. vísir/anton brink Fjármálaráðuneytið hafnar því að hafa beint tilmælum til Bankasýslu ríkisins vegna skipunar á stjórnarformanni og frestunar á stjórnarfundi íslensk fjármálafyrirtækis. Fram hefur komið að forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, telji að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri, hafi brotið lög þegar hann hafði tvívegis samband við sig og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi. Í skriflegu svari ráðuneytisins segir að þegar sameina átti Sparisjóð Norðurlands og Sparisjóð Bolungarvíkur í júlí í fyrra hafi legið fyrir að óeining væri um sameininguna. Bolvíkingar voru óánægðir með hana og var því hætta á að sameiningin myndi ekki ganga eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, óskaði eftir því við ráðuneytisstjóra að „upplýsingum um óánægju heimamanna yrði komið á framfæri við Bankasýslu ríkisins og leita þyrfti leiða til að tryggja samstöðu um sameiningu þessara tveggja sparisjóða í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki, þar sem segir að stuðla skuli að hagræðingu í fjármálakerfinu, og stefnu Bankasýslunnar.“ Ráðuneytisstjóri hafi því tekið málið upp við þáverandi formann Bankasýslunnar sem og forstjórann og komið sjónarmiðum Bolvíkinga á framfæri. „Í þeim samtölum kom fram að e.t.v. væri möguleiki að seinka boðuðum stjórnarfundi hins sameinaða sparisjóðs ef það mætti verða til að tryggja að sátt gæti orðið um framhald málsins. Ekki var af hálfu ráðuneytisins óskað eftir sérstökum trúnaði um þessi samtöl og því fer fjarri að þessi samtöl hafi falið í sér tilmæli af hálfu ráðuneytisins, enda er sérstaklega kveðið á um veitingu tilmæla frá ráðuneytinu til stofnunarinnar í lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88/2009, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna.“ Í svari ráðuneytisins kemur jafnframt fram að málið hafi verið rætt í þáverandi stjórn Bankasýslunnar. Tengdar fréttir Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15 Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31 Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hafnar því að hafa beint tilmælum til Bankasýslu ríkisins vegna skipunar á stjórnarformanni og frestunar á stjórnarfundi íslensk fjármálafyrirtækis. Fram hefur komið að forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, telji að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri, hafi brotið lög þegar hann hafði tvívegis samband við sig og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi. Í skriflegu svari ráðuneytisins segir að þegar sameina átti Sparisjóð Norðurlands og Sparisjóð Bolungarvíkur í júlí í fyrra hafi legið fyrir að óeining væri um sameininguna. Bolvíkingar voru óánægðir með hana og var því hætta á að sameiningin myndi ekki ganga eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, óskaði eftir því við ráðuneytisstjóra að „upplýsingum um óánægju heimamanna yrði komið á framfæri við Bankasýslu ríkisins og leita þyrfti leiða til að tryggja samstöðu um sameiningu þessara tveggja sparisjóða í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki, þar sem segir að stuðla skuli að hagræðingu í fjármálakerfinu, og stefnu Bankasýslunnar.“ Ráðuneytisstjóri hafi því tekið málið upp við þáverandi formann Bankasýslunnar sem og forstjórann og komið sjónarmiðum Bolvíkinga á framfæri. „Í þeim samtölum kom fram að e.t.v. væri möguleiki að seinka boðuðum stjórnarfundi hins sameinaða sparisjóðs ef það mætti verða til að tryggja að sátt gæti orðið um framhald málsins. Ekki var af hálfu ráðuneytisins óskað eftir sérstökum trúnaði um þessi samtöl og því fer fjarri að þessi samtöl hafi falið í sér tilmæli af hálfu ráðuneytisins, enda er sérstaklega kveðið á um veitingu tilmæla frá ráðuneytinu til stofnunarinnar í lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88/2009, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna.“ Í svari ráðuneytisins kemur jafnframt fram að málið hafi verið rætt í þáverandi stjórn Bankasýslunnar.
Tengdar fréttir Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15 Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31 Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15
Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31
Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10