Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Árni Sæberg skrifar 29. júlí 2025 13:50 Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. SÝN Forstjóri PCC á Bakka segir Evrópu geta orðið upp á Kína komna hvað framleiðslu kísilmálms verði af boðuðum tollum á kísiljárn og án verndartolla á kísilmálm. Tvö fyrirtæki á Íslandi framleiða kísilmálma, Elkem á Grundartanga, sem framleiðir kísiljárn, og PCC á Bakka, sem framleiðir hreinan kísil. Rekstur PCC hefur raunar verið stöðvaður tímabundið vegna rekstrarörðugleika. Evrópusambandið hefur boðað innflutningstoll í formi lágmarksverðs á kísiljárn, sem hvorki Ísland né Noregur verða undanþegin. Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC, segir tollana munu geta haft mikil áhrif á fyrirtækið. „Nú er það reyndar þannig að það er verið að leggja til verndartolla á kísiljárn en ekki kísilmálm. Hann er í rauninni undanskilinn, það sem við framleiðum á Bakka. Einhverjir myndu halda að það væru jákvæðar fréttir en það er það í rauninni ekki. Af því að verð á kísilmálmi í Evrópu er mjög lágt. Verstu fréttirnar eru að Ísland og Noregur séu undanskilin svona verndarráðstöfunum. Þær eru mjög slæmar, myndi ég segja.“ Framleiðsla gæti lagst af Munurinn á kísiljárni, sem Elkem framleiðir, og kísilmálmi, sem PCC framleiðir, er að kísiljárn inniheldur 25 járn en kísilmálmur PCC er 99 prósent kísill. Kísiljárn er einkum notað til stálframleiðslu en stálframleiðendur geta einnig notað hreinan kísil í framleiðslu sinni. „Þannig að ef það er komið lágmarksverð á kísiljárn þá gætu þeir freistast til að kaupa ódýrari kísilmálm, til dæmis frá Kína, og nota hann í staðinn. Það er hætta á ákveðnum leka að setja kísiljárn á lista en ekki kísilmálm. Verstu fréttirnar eru þær að það eru engar vernarráðstafanir fyrir kísilmálm inn í Evrópu. Þannig að það er óljóst hvernig markaðurinn þar fyrir okkar vörur í framtíðinni. Hvert verðið verður og samkeppnishæfni okkar á Bakka gagnvart innflytjendum utan frá. Af því að það er nokkuð ljóst að ef þetta verður niðurstaðan er ansi hætt við að öll framleiðsla kísilmálma í Evrópu leggist af.“ Kínverjar geti skrúfað fyrir framboðið Kári Marís segir að forsvarsmenn PCC hafi átt í samtali við stjórnvöld hér á landi og að þeir taki undir hvatningu kollega þeirra í Elkem til stjórnvalda. Bregðast þurfi við af fullum krafti. Þá segir hann kísilmálmsframleiðslu innan Evrópusambandsins geta annað tíu prósentum af þörfum sambandsins. „Ef þú bætir við Íslandi og Noregi, sérstaklega Noregi, þá er verið að framleiða fjörutíu til fimmtíu prósent af þörfinni í Evrópu í heild, með Íslandi og Noregi innanborðs. Það er eiginlega það sem er, Noregur er svo stór innflytjandi til Evrópu, það er að okkur skilst ein af ástæðunum fyrir því að þeir telja sig ekki geta skilið Ísland og Noreg út undan. Það er að segja að við getum ekki verið hluti af þessum verndartollum. En þetta er skrýtið, þetta er pólitískt mál, til dæmis að skilja kísilinn út undan, að setja ekki verndartoll á hann.“ Umhverfisslys í uppsiglingu Þá segir hann að verði sambærilegir verndartollar á kísilmálm ekki teknir upp gæti kísilmálmframleiðsla í Evrópu lagst af. Sem væri mjög alvarlegt. „Mengunin við sambærilega framleiðslu í Kína er svona þrisvar sinnum meiri en á Íslandi og í Noregi. Þannig að þetta er mjög slæmt upp á það að gera. En aðallega, dæmin hafa sýnt það, að ef öll svona framleiðsla legst af í álfunni þá ertu kominn algjörlega undir hælinn á Kínverjum. Þá eru þeir að fara að skaffa þér áttatíu, níutíu prósent af því sem þú þarft, eitthvað kæmi frá Brasilíu. Þeir hafa sýnt áður að ef það hentar þeim þá myndu þeir bara skrúfa fyrir útflutninginn á þessum málmum. Eða þeir myndu setja útflutningstolla á ákveðnar vörur, eins og núna síðast þegar Trump var að hóta tollum, þá settu þeir útflutningstolla á ákveðna sjaldgæfa málma.“ Evrópusambandið Kína Norðurþing Skattar og tollar Tengdar fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. 28. júlí 2025 11:47 Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira
Tvö fyrirtæki á Íslandi framleiða kísilmálma, Elkem á Grundartanga, sem framleiðir kísiljárn, og PCC á Bakka, sem framleiðir hreinan kísil. Rekstur PCC hefur raunar verið stöðvaður tímabundið vegna rekstrarörðugleika. Evrópusambandið hefur boðað innflutningstoll í formi lágmarksverðs á kísiljárn, sem hvorki Ísland né Noregur verða undanþegin. Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC, segir tollana munu geta haft mikil áhrif á fyrirtækið. „Nú er það reyndar þannig að það er verið að leggja til verndartolla á kísiljárn en ekki kísilmálm. Hann er í rauninni undanskilinn, það sem við framleiðum á Bakka. Einhverjir myndu halda að það væru jákvæðar fréttir en það er það í rauninni ekki. Af því að verð á kísilmálmi í Evrópu er mjög lágt. Verstu fréttirnar eru að Ísland og Noregur séu undanskilin svona verndarráðstöfunum. Þær eru mjög slæmar, myndi ég segja.“ Framleiðsla gæti lagst af Munurinn á kísiljárni, sem Elkem framleiðir, og kísilmálmi, sem PCC framleiðir, er að kísiljárn inniheldur 25 járn en kísilmálmur PCC er 99 prósent kísill. Kísiljárn er einkum notað til stálframleiðslu en stálframleiðendur geta einnig notað hreinan kísil í framleiðslu sinni. „Þannig að ef það er komið lágmarksverð á kísiljárn þá gætu þeir freistast til að kaupa ódýrari kísilmálm, til dæmis frá Kína, og nota hann í staðinn. Það er hætta á ákveðnum leka að setja kísiljárn á lista en ekki kísilmálm. Verstu fréttirnar eru þær að það eru engar vernarráðstafanir fyrir kísilmálm inn í Evrópu. Þannig að það er óljóst hvernig markaðurinn þar fyrir okkar vörur í framtíðinni. Hvert verðið verður og samkeppnishæfni okkar á Bakka gagnvart innflytjendum utan frá. Af því að það er nokkuð ljóst að ef þetta verður niðurstaðan er ansi hætt við að öll framleiðsla kísilmálma í Evrópu leggist af.“ Kínverjar geti skrúfað fyrir framboðið Kári Marís segir að forsvarsmenn PCC hafi átt í samtali við stjórnvöld hér á landi og að þeir taki undir hvatningu kollega þeirra í Elkem til stjórnvalda. Bregðast þurfi við af fullum krafti. Þá segir hann kísilmálmsframleiðslu innan Evrópusambandsins geta annað tíu prósentum af þörfum sambandsins. „Ef þú bætir við Íslandi og Noregi, sérstaklega Noregi, þá er verið að framleiða fjörutíu til fimmtíu prósent af þörfinni í Evrópu í heild, með Íslandi og Noregi innanborðs. Það er eiginlega það sem er, Noregur er svo stór innflytjandi til Evrópu, það er að okkur skilst ein af ástæðunum fyrir því að þeir telja sig ekki geta skilið Ísland og Noreg út undan. Það er að segja að við getum ekki verið hluti af þessum verndartollum. En þetta er skrýtið, þetta er pólitískt mál, til dæmis að skilja kísilinn út undan, að setja ekki verndartoll á hann.“ Umhverfisslys í uppsiglingu Þá segir hann að verði sambærilegir verndartollar á kísilmálm ekki teknir upp gæti kísilmálmframleiðsla í Evrópu lagst af. Sem væri mjög alvarlegt. „Mengunin við sambærilega framleiðslu í Kína er svona þrisvar sinnum meiri en á Íslandi og í Noregi. Þannig að þetta er mjög slæmt upp á það að gera. En aðallega, dæmin hafa sýnt það, að ef öll svona framleiðsla legst af í álfunni þá ertu kominn algjörlega undir hælinn á Kínverjum. Þá eru þeir að fara að skaffa þér áttatíu, níutíu prósent af því sem þú þarft, eitthvað kæmi frá Brasilíu. Þeir hafa sýnt áður að ef það hentar þeim þá myndu þeir bara skrúfa fyrir útflutninginn á þessum málmum. Eða þeir myndu setja útflutningstolla á ákveðnar vörur, eins og núna síðast þegar Trump var að hóta tollum, þá settu þeir útflutningstolla á ákveðna sjaldgæfa málma.“
Evrópusambandið Kína Norðurþing Skattar og tollar Tengdar fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. 28. júlí 2025 11:47 Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira
Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. 28. júlí 2025 11:47
Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36
Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03