Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2025 09:24 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. Í gær varð ljóst að einungis 73 þúsund ný störf voru sköpuð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og að 258 þúsund færri störf urðu til í maí og júní en áður hafði verið áætlað. Þykir þetta til marks um hægagang í hagkerfi Bandaríkjanna. Þetta leist Trump ekki á. Forsetinn sakaði yfirmann stofnunarinnar um að birta tilbúna tölfræði í pólitískum tilgangi en hefur þó ekki fært sannanir fyrir máli sínu, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Í færslu á samfélagsmiðli sínum sagðist Trump ætla að skipa einhvern mun hæfari í starfið og kallaði hann einnig eftir því að Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sem Trump hefur gagnrýnt harðlega fyrir að lækka ekki stýrivexti meira, ætti að vera komið frá. Þegar hann var spurður út í af hverju hann hefði sagt Eriku McEntarfer upp sagði Trump: „Af því að ég held að tölurnar hennar séu rangar.“ Hann sakaði hana um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra með því að birta þá jákvæða tölfræði fyrir Joe Biden og Kamölu Harris. „Tölur þessarar konu eru rangar,“ sagði Trump. Forsetinn var einnig spurður út í það hvort aðrir embættismenn sem gæfu út opinber gögn sem Trump litist ekki vel á ættu að óttast um starf sitt sagði Trump að nauðsynlegt væri að treysta þessu fólki. Hagfræðingar og fjárfestar hafa í áratugi treyst opinberum gögnum sem þessum í Bandaríkjunum sem áreiðnalegum og ópólitískum. Skapi slæmt fordæmi Ákvörðun Trumps hefur verið gagnrýnd af fyrrverandi yfirmönnum umræddrar stofnunnar. Þeirra á meðal er William Beach, sem stjórnaði henni undir bæði Joe Biden og Donald Trump. New York Times hefur eftir honum að hann hafi aldrei fundið fyrir nokkrum pólitískum þrýstingi í störfum sínum, frá hvorugri ríkisstjórninni. Annar fyrrverandi yfirmaður stofnunarinnar segir þetta skapa hræðilegt fordæmi og grafa undan trúverðugleika sambærilegra gagna innan stjórnsýslu Bandaríkjanna. Vill lækka stýrivexti um þrjú prósentustig Hagkerfi Bandaríkjanna hefur sent út blendin skilaboð á undanförnum mánuðum. Vinnuveitendur og neytendur hafa lýst yfir kvíða yfir stöðunni en undirliggjandi gögn hafa að mestu verið nokkuð góð. Samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur þó orðið ákveðin breyting þar á í þessari viku. Hagtölur sýni fram á töluverðan samdrátt í neyslu og minni hagvöxt á fyrri helmingi þessa árs. Seðlabankinn hafi svo ekki lækkað stýrivexti og vísaði meðal annars til aukinnar verðbólgu. Sú ákvörðun hefur ekki heldur fallið í kramið hjá Trump en hann hefur lengi verið reiður í garð Jerome Powell, seðlabankastjóra, og ítrekað sagt að hann ætti að stíga til hliðar. Forsetinn hefur kallað eftir því að stýrivextir verði lækkaðir um þrjú prósentustig, en þeir eru nú 4,33 prósent. Trump skipaði Powell í embætti á sínum tíma en hefur ekki heimild í lögum til að víkja honum úr starfi. Í gærkvöldi kallaði Trump eftir því að stjórn Seðlabankans tæki völdin af Powell, ef hann myndi ekki strax lækka stýrivexti duglega. Tveir úr sjö manna stjórn Seðlabankans lýstu því yfir í gær að þeir væru þeirrar skoðunar að tollar Trumps myndu ekki hafa mikil áhrif til lengri tíma og því væri rétt að lækka vexti lítillega, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í gær varð ljóst að einungis 73 þúsund ný störf voru sköpuð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og að 258 þúsund færri störf urðu til í maí og júní en áður hafði verið áætlað. Þykir þetta til marks um hægagang í hagkerfi Bandaríkjanna. Þetta leist Trump ekki á. Forsetinn sakaði yfirmann stofnunarinnar um að birta tilbúna tölfræði í pólitískum tilgangi en hefur þó ekki fært sannanir fyrir máli sínu, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Í færslu á samfélagsmiðli sínum sagðist Trump ætla að skipa einhvern mun hæfari í starfið og kallaði hann einnig eftir því að Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sem Trump hefur gagnrýnt harðlega fyrir að lækka ekki stýrivexti meira, ætti að vera komið frá. Þegar hann var spurður út í af hverju hann hefði sagt Eriku McEntarfer upp sagði Trump: „Af því að ég held að tölurnar hennar séu rangar.“ Hann sakaði hana um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra með því að birta þá jákvæða tölfræði fyrir Joe Biden og Kamölu Harris. „Tölur þessarar konu eru rangar,“ sagði Trump. Forsetinn var einnig spurður út í það hvort aðrir embættismenn sem gæfu út opinber gögn sem Trump litist ekki vel á ættu að óttast um starf sitt sagði Trump að nauðsynlegt væri að treysta þessu fólki. Hagfræðingar og fjárfestar hafa í áratugi treyst opinberum gögnum sem þessum í Bandaríkjunum sem áreiðnalegum og ópólitískum. Skapi slæmt fordæmi Ákvörðun Trumps hefur verið gagnrýnd af fyrrverandi yfirmönnum umræddrar stofnunnar. Þeirra á meðal er William Beach, sem stjórnaði henni undir bæði Joe Biden og Donald Trump. New York Times hefur eftir honum að hann hafi aldrei fundið fyrir nokkrum pólitískum þrýstingi í störfum sínum, frá hvorugri ríkisstjórninni. Annar fyrrverandi yfirmaður stofnunarinnar segir þetta skapa hræðilegt fordæmi og grafa undan trúverðugleika sambærilegra gagna innan stjórnsýslu Bandaríkjanna. Vill lækka stýrivexti um þrjú prósentustig Hagkerfi Bandaríkjanna hefur sent út blendin skilaboð á undanförnum mánuðum. Vinnuveitendur og neytendur hafa lýst yfir kvíða yfir stöðunni en undirliggjandi gögn hafa að mestu verið nokkuð góð. Samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur þó orðið ákveðin breyting þar á í þessari viku. Hagtölur sýni fram á töluverðan samdrátt í neyslu og minni hagvöxt á fyrri helmingi þessa árs. Seðlabankinn hafi svo ekki lækkað stýrivexti og vísaði meðal annars til aukinnar verðbólgu. Sú ákvörðun hefur ekki heldur fallið í kramið hjá Trump en hann hefur lengi verið reiður í garð Jerome Powell, seðlabankastjóra, og ítrekað sagt að hann ætti að stíga til hliðar. Forsetinn hefur kallað eftir því að stýrivextir verði lækkaðir um þrjú prósentustig, en þeir eru nú 4,33 prósent. Trump skipaði Powell í embætti á sínum tíma en hefur ekki heimild í lögum til að víkja honum úr starfi. Í gærkvöldi kallaði Trump eftir því að stjórn Seðlabankans tæki völdin af Powell, ef hann myndi ekki strax lækka stýrivexti duglega. Tveir úr sjö manna stjórn Seðlabankans lýstu því yfir í gær að þeir væru þeirrar skoðunar að tollar Trumps myndu ekki hafa mikil áhrif til lengri tíma og því væri rétt að lækka vexti lítillega, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira