„Kletturinn í hafinu“ kvaddur Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2015 20:00 Útför Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins var gerð frá Hallgrímskirkju í dag að viðstöddum forseta Íslands, ráðherrum og þingmönnum. Enginn maður hefur gengt ráðherraembættum lengur en Halldór en hann sat á Alþingi í rúm þrjátíu ár. Halldór Ásgrímsson lést hinn 18. maí síðast liðinn en hann fæddist á Vopnafirði hinn 8. september árið 1947 og hefði því orðið sextíu og átta ára gamall í haust. Fjölmenni var við jarðarförina en auk eiginkonu, barna og annarra fjölskyldumeðlima og vina mættu forsetahjónin, núverandi og fyrrverandi ráðherrar og þingmenn. Þá mátti sjá sendiherra fjölmargra ríkja við útförina, eins og Bandaríkjanna, Kína og Bretlands enda gengdi Halldór embætti utanríkisráðherra í níu ár þar til hann tók við embætti forsætisráðherra árið 2004 sem hann gengdi til ársins 2006. Þar áður hafði hann verið ráðherra margra málaflokka en hann sat í ráðherrastóli í 19 ár af þeim rúmu þrjátíu árum sem hann sat á Alþingi. Útförin var gerð að hálfu ríkisins og var hin virðulegasta en það var séra Pálmi Matthíasson sem jarðsöng. Í minningarorðum sínum sagði hann Halldór oft hafa verið kallaðan “klettinn í hafinu” bæði af samherjum og andstæðingum í stjórnmálum, enda hafi hann bæði verið traustur maður og fastur fyrir þegar á þurfti að halda. Félagar Halldórs í Oddfellow stóðu heiðursvörð við kistu hans en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra ásamt ráðherrum úr ríkisstjórnum hans og Halldórs og fyrrverandi ráðuneytisstjóri báru kistu hans úr kirkju að lokinni athöfn. Alþingi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Útför Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins var gerð frá Hallgrímskirkju í dag að viðstöddum forseta Íslands, ráðherrum og þingmönnum. Enginn maður hefur gengt ráðherraembættum lengur en Halldór en hann sat á Alþingi í rúm þrjátíu ár. Halldór Ásgrímsson lést hinn 18. maí síðast liðinn en hann fæddist á Vopnafirði hinn 8. september árið 1947 og hefði því orðið sextíu og átta ára gamall í haust. Fjölmenni var við jarðarförina en auk eiginkonu, barna og annarra fjölskyldumeðlima og vina mættu forsetahjónin, núverandi og fyrrverandi ráðherrar og þingmenn. Þá mátti sjá sendiherra fjölmargra ríkja við útförina, eins og Bandaríkjanna, Kína og Bretlands enda gengdi Halldór embætti utanríkisráðherra í níu ár þar til hann tók við embætti forsætisráðherra árið 2004 sem hann gengdi til ársins 2006. Þar áður hafði hann verið ráðherra margra málaflokka en hann sat í ráðherrastóli í 19 ár af þeim rúmu þrjátíu árum sem hann sat á Alþingi. Útförin var gerð að hálfu ríkisins og var hin virðulegasta en það var séra Pálmi Matthíasson sem jarðsöng. Í minningarorðum sínum sagði hann Halldór oft hafa verið kallaðan “klettinn í hafinu” bæði af samherjum og andstæðingum í stjórnmálum, enda hafi hann bæði verið traustur maður og fastur fyrir þegar á þurfti að halda. Félagar Halldórs í Oddfellow stóðu heiðursvörð við kistu hans en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra ásamt ráðherrum úr ríkisstjórnum hans og Halldórs og fyrrverandi ráðuneytisstjóri báru kistu hans úr kirkju að lokinni athöfn.
Alþingi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira