Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 11. maí 2015 10:32 Rúmlega 90% þeirra hjúkrunarfræðinga sem greiddu atkvæði vilja fara í verkfall. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingar hafa með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða samþykkt að fara í verkfall. Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjúkrunarfræðinga lauk á miðnætti og lá niðurstaðan fyrir í morgun. „Það voru 2.146 hjúkrunarfræðingar á kjörskrá og svarhlutfallið var 76,28% og þar af voru 90,65% hjúkrunarfræðinga fylgjandi verkfalli. Þetta er alveg afgerandi svar sem að ég fæ þarna frá mínum félagsmönnum. Við boðum núna verkfall sem að hefst þá aðfaranótt 27. maí. Ótímabundið verkfall sem að stendur þar til að samningar haf náðst,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mikið ber á milli deiluaðila Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif en það nær meðal annars til allra hjúkrunarfræðing sem að starfa hjá ríkinu. „Þetta mun hafa mjög mikil áhrif á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Þetta eru 2.146 hjúkrunarfræðingar sem að fara í verkfall. Undanskildir þeir sem eru þá á undanþágulistum þar sem að við munum ávallt tryggja öryggi sjúklinga í verkfalli en þetta mun hafa gífurlega áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana,“ segir Ólafur. Ólafur segir mikið enn bera á milli deiluaðila. „Það hefur ekkert þokast nær og við höfum ekki fundað síðan við boðuðum til kosningarinnar en það er fundur á morgun með samninganefnd ríksins,“ segir Ólafur G. Skúlason.Landlæknir vill lög á verkfall „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í viðtali við fréttastofu um helgina. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ 11. maí 2015 08:52 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar hafa með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða samþykkt að fara í verkfall. Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjúkrunarfræðinga lauk á miðnætti og lá niðurstaðan fyrir í morgun. „Það voru 2.146 hjúkrunarfræðingar á kjörskrá og svarhlutfallið var 76,28% og þar af voru 90,65% hjúkrunarfræðinga fylgjandi verkfalli. Þetta er alveg afgerandi svar sem að ég fæ þarna frá mínum félagsmönnum. Við boðum núna verkfall sem að hefst þá aðfaranótt 27. maí. Ótímabundið verkfall sem að stendur þar til að samningar haf náðst,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mikið ber á milli deiluaðila Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif en það nær meðal annars til allra hjúkrunarfræðing sem að starfa hjá ríkinu. „Þetta mun hafa mjög mikil áhrif á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Þetta eru 2.146 hjúkrunarfræðingar sem að fara í verkfall. Undanskildir þeir sem eru þá á undanþágulistum þar sem að við munum ávallt tryggja öryggi sjúklinga í verkfalli en þetta mun hafa gífurlega áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana,“ segir Ólafur. Ólafur segir mikið enn bera á milli deiluaðila. „Það hefur ekkert þokast nær og við höfum ekki fundað síðan við boðuðum til kosningarinnar en það er fundur á morgun með samninganefnd ríksins,“ segir Ólafur G. Skúlason.Landlæknir vill lög á verkfall „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í viðtali við fréttastofu um helgina. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ 11. maí 2015 08:52 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ 11. maí 2015 08:52
Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42
Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46