Tom Brady byrjar titilvörnina í fjögurra leikja banni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2015 08:30 Tom Brady fagnar titlinum með syni sínum Benjamin. Vísir/Getty Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Brady fór ekki bara í bann því New England Patriot þarf að greiða milljón Bandaríkjadali í sekt og þá missti félagið einnig tvo valrétti þar af annan þeirra í fyrstu umferð nýliðavalsins á næsta ári. Í síðustu viku kom út 243 síðna rannsóknarskýrsla á vegum NFL-deildarinnar um undanúrslitaleik New England Patriots og Indianapolis Colts á síðustu leiktíð sem Patriots-liðið vann 45-7. New England Patriots fór síðan alla leið og vann sinn fyrsta titil í tíu ár. New England Patriots er refstað fyrir að hafa viljandi reynt að svindla með því að láta manninn sem sér um búnað félagsins taka loft úr boltunum eftir að dómararnir höfðu gengið í skugga um að þeir væru löglegir. Minna loft í boltunum átti að auðvelda Tom Brady að ná betra gripi á boltanum. Orðalagið í skýrslunni var samt furðulegt en þar þótti ekki fullsannað að New England Patriots hafi vísvitandi verið að reyna að svindla en að það sé líklegra en ekki að Patriots hafi gert þetta viljandi. Tom Brady missir því að leikjum á móti Pittsburgh, Buffalo, Jacksonville og Dallas en hann mun síðan spila sinn fyrsta leik þegar New England Patriots mætir Indianapolis Colts í fimmtu viku tímabilsins. Fjarvera Tom Brady er mikið áfall fyrir meistara New England Patriots en það vekur vissulega athygli hversu hart NFL-deildin hefur tekið á þessu máli. Mikil fjölmiðaathygli og mörg slæm mál í deildinni að undanförnu á örugglega sinn þátt í því.Vísir/Getty NFL Tengdar fréttir Líklegt að meistararnir hafi svindlað NFL-deildin setti í gang mikla rannsókn á því hvort meistarar New England Patriots hafi svindlað í úrslitakeppninni og nú er búið að skila 243 blaðsíðna skýrslu. 7. maí 2015 14:30 Tom Brady: Skýrslan skemmir ekki Super Bowl-sigurinn Samkvæmt rannsóknarskýrslu um Deflate-gate í undanúrslitum NFL-deildarinnar vissi leikstjórnandi New England Patriots að boltarnir væru linir. 8. maí 2015 16:00 Super Bowl-hetjan fékk pallbílinn sem Tom Brady vann Leikstjórnandinn vildi gefa bakverðinum MVP-bílinn og það hafðist á endanum. 11. febrúar 2015 11:30 Fór frekar á æfingu en í Hvíta húsið Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, fór ekki með liðinu að hitta Barack Obama Bandaríkjaforseta. 29. apríl 2015 23:30 Forráðamenn Colts vissu að Patriots ætlaði að svindla Stóra boltamálið í kringum leik New England Patriots og Indianapolis Colts tröllríður nú öllu í Bandaríkjunum. 8. maí 2015 22:45 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Brady fór ekki bara í bann því New England Patriot þarf að greiða milljón Bandaríkjadali í sekt og þá missti félagið einnig tvo valrétti þar af annan þeirra í fyrstu umferð nýliðavalsins á næsta ári. Í síðustu viku kom út 243 síðna rannsóknarskýrsla á vegum NFL-deildarinnar um undanúrslitaleik New England Patriots og Indianapolis Colts á síðustu leiktíð sem Patriots-liðið vann 45-7. New England Patriots fór síðan alla leið og vann sinn fyrsta titil í tíu ár. New England Patriots er refstað fyrir að hafa viljandi reynt að svindla með því að láta manninn sem sér um búnað félagsins taka loft úr boltunum eftir að dómararnir höfðu gengið í skugga um að þeir væru löglegir. Minna loft í boltunum átti að auðvelda Tom Brady að ná betra gripi á boltanum. Orðalagið í skýrslunni var samt furðulegt en þar þótti ekki fullsannað að New England Patriots hafi vísvitandi verið að reyna að svindla en að það sé líklegra en ekki að Patriots hafi gert þetta viljandi. Tom Brady missir því að leikjum á móti Pittsburgh, Buffalo, Jacksonville og Dallas en hann mun síðan spila sinn fyrsta leik þegar New England Patriots mætir Indianapolis Colts í fimmtu viku tímabilsins. Fjarvera Tom Brady er mikið áfall fyrir meistara New England Patriots en það vekur vissulega athygli hversu hart NFL-deildin hefur tekið á þessu máli. Mikil fjölmiðaathygli og mörg slæm mál í deildinni að undanförnu á örugglega sinn þátt í því.Vísir/Getty
NFL Tengdar fréttir Líklegt að meistararnir hafi svindlað NFL-deildin setti í gang mikla rannsókn á því hvort meistarar New England Patriots hafi svindlað í úrslitakeppninni og nú er búið að skila 243 blaðsíðna skýrslu. 7. maí 2015 14:30 Tom Brady: Skýrslan skemmir ekki Super Bowl-sigurinn Samkvæmt rannsóknarskýrslu um Deflate-gate í undanúrslitum NFL-deildarinnar vissi leikstjórnandi New England Patriots að boltarnir væru linir. 8. maí 2015 16:00 Super Bowl-hetjan fékk pallbílinn sem Tom Brady vann Leikstjórnandinn vildi gefa bakverðinum MVP-bílinn og það hafðist á endanum. 11. febrúar 2015 11:30 Fór frekar á æfingu en í Hvíta húsið Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, fór ekki með liðinu að hitta Barack Obama Bandaríkjaforseta. 29. apríl 2015 23:30 Forráðamenn Colts vissu að Patriots ætlaði að svindla Stóra boltamálið í kringum leik New England Patriots og Indianapolis Colts tröllríður nú öllu í Bandaríkjunum. 8. maí 2015 22:45 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira
Líklegt að meistararnir hafi svindlað NFL-deildin setti í gang mikla rannsókn á því hvort meistarar New England Patriots hafi svindlað í úrslitakeppninni og nú er búið að skila 243 blaðsíðna skýrslu. 7. maí 2015 14:30
Tom Brady: Skýrslan skemmir ekki Super Bowl-sigurinn Samkvæmt rannsóknarskýrslu um Deflate-gate í undanúrslitum NFL-deildarinnar vissi leikstjórnandi New England Patriots að boltarnir væru linir. 8. maí 2015 16:00
Super Bowl-hetjan fékk pallbílinn sem Tom Brady vann Leikstjórnandinn vildi gefa bakverðinum MVP-bílinn og það hafðist á endanum. 11. febrúar 2015 11:30
Fór frekar á æfingu en í Hvíta húsið Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, fór ekki með liðinu að hitta Barack Obama Bandaríkjaforseta. 29. apríl 2015 23:30
Forráðamenn Colts vissu að Patriots ætlaði að svindla Stóra boltamálið í kringum leik New England Patriots og Indianapolis Colts tröllríður nú öllu í Bandaríkjunum. 8. maí 2015 22:45