Erlent

Samkynhneigð pör á gangbrautarljósum Vínarborgar fyrir Eurovision

Bjarki Ármannsson skrifar
Um 120 gangbrautarljósum hefur verið breytt á þennan hátt.
Um 120 gangbrautarljósum hefur verið breytt á þennan hátt. Vísir/EPA
Gangbrautarljósum við um 120 gangbrautir í Vínarborg hefur verið breytt þannig að þau sýni pör af sama kyni í stað einnar manneskju, líkt og hefð er fyrir. Breytingin er gerð í tilefni Eurovision-söngvakeppninnar, sem haldin verður í borginni í næstu viku.

Líkt og BBC greinir frá á söngvakeppnin sér milljónir aðdáenda um heim allan, ekki síst meðal samkynhneigðra. Þá var sigur klæðskiptingsins Conchita Wurst í keppninni í fyrra túlkaður sem stórsigur fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra.

Borgaryfirvöld í Vín segja að breytingarnar eigi að tákna víðsýni Vínarbúa. Gagnkynhneigð pör birtast einnig á sumum gangbrautarljósunum.

Ekki eru allir sáttir með gjörninginn. Til að mynda sagði fulltrúi hins hægrisinnaða Frelsisflokks Austurríkis (Freiheitliche Partei Österreichs) breytinguna „brjálæði“ og hana kosta pening sem frekar hefði átt að renna til fátækra og atvinnulausra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×