Stórsigur í réttindabaráttu hinsegin fólks Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. maí 2014 21:30 Austurríki vann öruggan sigur í Eurovison í gær og Ísland náði sínum besta árangri frá árinu 2009. Páll Óskar Hjálmtýsson segir sigur Conchita Wurst vera stórsigur í réttindabaráttu hinsegin fólks. Framlag Íslands í Eurovison í ár, Enga fordóma í flutningi Pollapönk, hlaut 58 stig og niðurstaðan 15. sæti. Góður rómur var gerður af frammistöðu Íslands í keppninni og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. Stigakeppnin var nokkuð spennandi framan af kvöldi en að lokum var það Conchita Wurst frá Austurríki sem stóð uppi sem sigurvegari með alls 290 stig. Sigurinn var öruggur og komu Hollendingar næstir í öðru sæti með 232 stig. Þátttaka Conchitu í Eurovison var ekki óumdeild og höfðu nokkrar þjóðir í austurhluta Evrópu farið fram á að skeggjuðu söngkonunni yrði vísað úr keppni. Sá málflutningur virðist ekki hafa fengið neinn hljómgrunn meðal íbúa Evrópu því Austurríki gjörsigraði símakosninguna. „Sigurinn í gærkvöldi var ekki aðeins sigur minn. Þetta var einnig sigur allra þeirra sem trúa á framtíð án mismununar, framtíð sem byggist á umburðarlyndi og virðingu. Þetta á sér engin landamæri og hefur ekkert að gera með austur og vestur,“ sagði Conchita Wurst.Réttindabaráttan á eftir að harna Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður er himinlifandi með sigur Conchitu. „Með þessum sigri þá tel ég að Conchita Wurst sé að hefja glænýjan og hressandi kapitula í réttindabaráttu hinsegin fólks. Hér eru skilaboðin mjög skýr. Úti í Evrópu, líka Austur-Evrópu, eru einstaklingar sem eru búnir að fá nóg af ofríki og yfirvaldi ákveðins fólks sem finnur hinsegin fólki allt til foráttu,“ segir Páll Óskar. Réttindabarátta hinsegin fólks á eftir að harna að mati Páls Óskar. „Þessi skemmdu epli þau reyna að ríghalda í og verja óverjandi skoðanir sínar. Ég held að það muni ekkert breytast, sérstaklega við svona sigur. Leikar munu bara æsast, baráttan verður harðari ef eitthvað er.“ Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Austurríki vann öruggan sigur í Eurovison í gær og Ísland náði sínum besta árangri frá árinu 2009. Páll Óskar Hjálmtýsson segir sigur Conchita Wurst vera stórsigur í réttindabaráttu hinsegin fólks. Framlag Íslands í Eurovison í ár, Enga fordóma í flutningi Pollapönk, hlaut 58 stig og niðurstaðan 15. sæti. Góður rómur var gerður af frammistöðu Íslands í keppninni og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. Stigakeppnin var nokkuð spennandi framan af kvöldi en að lokum var það Conchita Wurst frá Austurríki sem stóð uppi sem sigurvegari með alls 290 stig. Sigurinn var öruggur og komu Hollendingar næstir í öðru sæti með 232 stig. Þátttaka Conchitu í Eurovison var ekki óumdeild og höfðu nokkrar þjóðir í austurhluta Evrópu farið fram á að skeggjuðu söngkonunni yrði vísað úr keppni. Sá málflutningur virðist ekki hafa fengið neinn hljómgrunn meðal íbúa Evrópu því Austurríki gjörsigraði símakosninguna. „Sigurinn í gærkvöldi var ekki aðeins sigur minn. Þetta var einnig sigur allra þeirra sem trúa á framtíð án mismununar, framtíð sem byggist á umburðarlyndi og virðingu. Þetta á sér engin landamæri og hefur ekkert að gera með austur og vestur,“ sagði Conchita Wurst.Réttindabaráttan á eftir að harna Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður er himinlifandi með sigur Conchitu. „Með þessum sigri þá tel ég að Conchita Wurst sé að hefja glænýjan og hressandi kapitula í réttindabaráttu hinsegin fólks. Hér eru skilaboðin mjög skýr. Úti í Evrópu, líka Austur-Evrópu, eru einstaklingar sem eru búnir að fá nóg af ofríki og yfirvaldi ákveðins fólks sem finnur hinsegin fólki allt til foráttu,“ segir Páll Óskar. Réttindabarátta hinsegin fólks á eftir að harna að mati Páls Óskar. „Þessi skemmdu epli þau reyna að ríghalda í og verja óverjandi skoðanir sínar. Ég held að það muni ekkert breytast, sérstaklega við svona sigur. Leikar munu bara æsast, baráttan verður harðari ef eitthvað er.“
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira