Stórsigur í réttindabaráttu hinsegin fólks Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. maí 2014 21:30 Austurríki vann öruggan sigur í Eurovison í gær og Ísland náði sínum besta árangri frá árinu 2009. Páll Óskar Hjálmtýsson segir sigur Conchita Wurst vera stórsigur í réttindabaráttu hinsegin fólks. Framlag Íslands í Eurovison í ár, Enga fordóma í flutningi Pollapönk, hlaut 58 stig og niðurstaðan 15. sæti. Góður rómur var gerður af frammistöðu Íslands í keppninni og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. Stigakeppnin var nokkuð spennandi framan af kvöldi en að lokum var það Conchita Wurst frá Austurríki sem stóð uppi sem sigurvegari með alls 290 stig. Sigurinn var öruggur og komu Hollendingar næstir í öðru sæti með 232 stig. Þátttaka Conchitu í Eurovison var ekki óumdeild og höfðu nokkrar þjóðir í austurhluta Evrópu farið fram á að skeggjuðu söngkonunni yrði vísað úr keppni. Sá málflutningur virðist ekki hafa fengið neinn hljómgrunn meðal íbúa Evrópu því Austurríki gjörsigraði símakosninguna. „Sigurinn í gærkvöldi var ekki aðeins sigur minn. Þetta var einnig sigur allra þeirra sem trúa á framtíð án mismununar, framtíð sem byggist á umburðarlyndi og virðingu. Þetta á sér engin landamæri og hefur ekkert að gera með austur og vestur,“ sagði Conchita Wurst.Réttindabaráttan á eftir að harna Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður er himinlifandi með sigur Conchitu. „Með þessum sigri þá tel ég að Conchita Wurst sé að hefja glænýjan og hressandi kapitula í réttindabaráttu hinsegin fólks. Hér eru skilaboðin mjög skýr. Úti í Evrópu, líka Austur-Evrópu, eru einstaklingar sem eru búnir að fá nóg af ofríki og yfirvaldi ákveðins fólks sem finnur hinsegin fólki allt til foráttu,“ segir Páll Óskar. Réttindabarátta hinsegin fólks á eftir að harna að mati Páls Óskar. „Þessi skemmdu epli þau reyna að ríghalda í og verja óverjandi skoðanir sínar. Ég held að það muni ekkert breytast, sérstaklega við svona sigur. Leikar munu bara æsast, baráttan verður harðari ef eitthvað er.“ Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Austurríki vann öruggan sigur í Eurovison í gær og Ísland náði sínum besta árangri frá árinu 2009. Páll Óskar Hjálmtýsson segir sigur Conchita Wurst vera stórsigur í réttindabaráttu hinsegin fólks. Framlag Íslands í Eurovison í ár, Enga fordóma í flutningi Pollapönk, hlaut 58 stig og niðurstaðan 15. sæti. Góður rómur var gerður af frammistöðu Íslands í keppninni og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. Stigakeppnin var nokkuð spennandi framan af kvöldi en að lokum var það Conchita Wurst frá Austurríki sem stóð uppi sem sigurvegari með alls 290 stig. Sigurinn var öruggur og komu Hollendingar næstir í öðru sæti með 232 stig. Þátttaka Conchitu í Eurovison var ekki óumdeild og höfðu nokkrar þjóðir í austurhluta Evrópu farið fram á að skeggjuðu söngkonunni yrði vísað úr keppni. Sá málflutningur virðist ekki hafa fengið neinn hljómgrunn meðal íbúa Evrópu því Austurríki gjörsigraði símakosninguna. „Sigurinn í gærkvöldi var ekki aðeins sigur minn. Þetta var einnig sigur allra þeirra sem trúa á framtíð án mismununar, framtíð sem byggist á umburðarlyndi og virðingu. Þetta á sér engin landamæri og hefur ekkert að gera með austur og vestur,“ sagði Conchita Wurst.Réttindabaráttan á eftir að harna Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður er himinlifandi með sigur Conchitu. „Með þessum sigri þá tel ég að Conchita Wurst sé að hefja glænýjan og hressandi kapitula í réttindabaráttu hinsegin fólks. Hér eru skilaboðin mjög skýr. Úti í Evrópu, líka Austur-Evrópu, eru einstaklingar sem eru búnir að fá nóg af ofríki og yfirvaldi ákveðins fólks sem finnur hinsegin fólki allt til foráttu,“ segir Páll Óskar. Réttindabarátta hinsegin fólks á eftir að harna að mati Páls Óskar. „Þessi skemmdu epli þau reyna að ríghalda í og verja óverjandi skoðanir sínar. Ég held að það muni ekkert breytast, sérstaklega við svona sigur. Leikar munu bara æsast, baráttan verður harðari ef eitthvað er.“
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent