Sport

Ásdís í fimmta sæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ásdís kastar spjótinu.
Ásdís kastar spjótinu. vísir/afp
Spjótkatarinn öflugi, Ásdís Hjálmsdóttir, lenti í fimmta sæti á sterku kastmóti í Þýskalandi, en Morgunblaðið greinir frá þessu á vef sínum í kvöld.

Ásdís kastaði lengst 56,41 metra, en hin köstin voru 55,68 - 54,57 - 55,97 og 56,09. Eitt kastið var dæmt ógilt.

Hún var dálítið frá sínu besta. Ásdís, sem keppir fyrir Ármann, á Íslandsmetið í spjótkasti (600 grömm), en metið er 57,10.

Linda Stahl vann keppnina, en hún kostaði 62,06. Ásdís var ein af tólf sem fengu að taka þátt, en Linda er þýskur spjótkastari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×