Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 11:39 Kaupþingsmennirnir Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson. Vísir Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hefur farið yfir fjölda símtala og samtala í málflutningsræðu sinni í morgun sem spiluð hafa verið við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi seinustu vikur. Bæði er um samtöl milli ákærðu að ræða og á milli ákærðu og vitna í málinu á ákærutímabilinu. Saksóknari hefur túlkað mörg þessi samtala sem svo að þar komi fram áhyggjur ákærðu af því að hlutabréf í Kaupþingi geti lækkað og að þeir hafi viljað koma í veg fyrir það. Þá hefur saksóknari sagt að í tveimur samtölum sé markaðsmisnotkun beinlínis lýst af ákærða Einari Pálma Sigmundssyni sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings. Í öðru samtalinu ræðir Einar Pálmi við innri endurskoðun Kaupþings um viðskipti eigin viðskipta með bréf í bankanum. Einar Pálmi segir þar meðal annars: „Það helgast bara af því að við höfum verið að sjá til þess að bréfin lækki ekki of mikið eða of hratt. [...] Það er ekki út af því að okkur langi svo mikið að kaupa Kaupþing. Alls ekki. [...] Áður en krísan byrjaði 18. júlí [2007] áttum við nánast ekkert í Kaupþingi en nú eigum við marga marga milljarða.“ Hann bætir svo stuttu síðar við að allir bankarnir séu í raun að gera þetta, og vísar þar væntanlega til Landsbankans og Glitnis auk Kaupþings. Viðskiptin séu ekki til þess fallin endilega að hækka hlutabréfin heldur „til að minnka sveiflur.“Stóðu frammi fyrir tveimur kostum Um þessi orð Einars Pálma sagði saksóknari í morgun: „Þarna er Einar Pálmi einfaldlega að lýsa markaðsmisnotkun. Þeir eru ekki að kaupa í Kaupþingi út af því að það eru einhverjar viðskiptalegar forsendur að baki, bara alls ekki. [...] Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008.“ Saksóknari vísaði svo í símtal sem spilað var fyrir dómi og var á milli Einars Pálma og undirmanns hans, Birnis Sæs Björnssonar, sem var starfsmaður eigin viðskipta og er einn af ákærðu í málinu. Í símtalinu segir Einar meðal annars: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum, sagði hann, annars vegar að láta þá bara félagið sunka og það hefði bara verið spírall sem hefði tekið allt með sér. [...] Eða að fara þessa leið, sem er pínu hættuleg og er að reyna að halda genginu sæmilegu.“ Fyrir dómi sagðist Einar hafa haft þessar upplýsingar, um slæmu kostina tvo, frá Ingólfi Helgasyni, forstjóra bankans á Íslandi, og kvaðst hafa skilið hann þannig að eigin viðskipti ættu að vera með öfluga viðskiptavakt í bréfunum og auka seljanleika þeirra.Ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum Þessu er saksóknari ósammála og segir að þarna hafi Einar Pálmi aftur verið að lýsa markaðsmisnotkun. „Það voru ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum heldur er verið að kaupa vegna söluþrýstings og koma í veg fyrir félagið “sunki.” Það getur verið að þetta hafi litið vel út í Excel-skjali, litið vel út fyrir bankann, en þetta er einfaldlega hrein og klár markaðsmisnotkun, virðulegi dómur. Það þurfti að passa upp á sjúklinginn, það þurfti að passa upp á að gengi bréfanna færi ekki niður.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hefur farið yfir fjölda símtala og samtala í málflutningsræðu sinni í morgun sem spiluð hafa verið við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi seinustu vikur. Bæði er um samtöl milli ákærðu að ræða og á milli ákærðu og vitna í málinu á ákærutímabilinu. Saksóknari hefur túlkað mörg þessi samtala sem svo að þar komi fram áhyggjur ákærðu af því að hlutabréf í Kaupþingi geti lækkað og að þeir hafi viljað koma í veg fyrir það. Þá hefur saksóknari sagt að í tveimur samtölum sé markaðsmisnotkun beinlínis lýst af ákærða Einari Pálma Sigmundssyni sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings. Í öðru samtalinu ræðir Einar Pálmi við innri endurskoðun Kaupþings um viðskipti eigin viðskipta með bréf í bankanum. Einar Pálmi segir þar meðal annars: „Það helgast bara af því að við höfum verið að sjá til þess að bréfin lækki ekki of mikið eða of hratt. [...] Það er ekki út af því að okkur langi svo mikið að kaupa Kaupþing. Alls ekki. [...] Áður en krísan byrjaði 18. júlí [2007] áttum við nánast ekkert í Kaupþingi en nú eigum við marga marga milljarða.“ Hann bætir svo stuttu síðar við að allir bankarnir séu í raun að gera þetta, og vísar þar væntanlega til Landsbankans og Glitnis auk Kaupþings. Viðskiptin séu ekki til þess fallin endilega að hækka hlutabréfin heldur „til að minnka sveiflur.“Stóðu frammi fyrir tveimur kostum Um þessi orð Einars Pálma sagði saksóknari í morgun: „Þarna er Einar Pálmi einfaldlega að lýsa markaðsmisnotkun. Þeir eru ekki að kaupa í Kaupþingi út af því að það eru einhverjar viðskiptalegar forsendur að baki, bara alls ekki. [...] Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008.“ Saksóknari vísaði svo í símtal sem spilað var fyrir dómi og var á milli Einars Pálma og undirmanns hans, Birnis Sæs Björnssonar, sem var starfsmaður eigin viðskipta og er einn af ákærðu í málinu. Í símtalinu segir Einar meðal annars: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum, sagði hann, annars vegar að láta þá bara félagið sunka og það hefði bara verið spírall sem hefði tekið allt með sér. [...] Eða að fara þessa leið, sem er pínu hættuleg og er að reyna að halda genginu sæmilegu.“ Fyrir dómi sagðist Einar hafa haft þessar upplýsingar, um slæmu kostina tvo, frá Ingólfi Helgasyni, forstjóra bankans á Íslandi, og kvaðst hafa skilið hann þannig að eigin viðskipti ættu að vera með öfluga viðskiptavakt í bréfunum og auka seljanleika þeirra.Ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum Þessu er saksóknari ósammála og segir að þarna hafi Einar Pálmi aftur verið að lýsa markaðsmisnotkun. „Það voru ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum heldur er verið að kaupa vegna söluþrýstings og koma í veg fyrir félagið “sunki.” Það getur verið að þetta hafi litið vel út í Excel-skjali, litið vel út fyrir bankann, en þetta er einfaldlega hrein og klár markaðsmisnotkun, virðulegi dómur. Það þurfti að passa upp á sjúklinginn, það þurfti að passa upp á að gengi bréfanna færi ekki niður.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19