Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 11:39 Kaupþingsmennirnir Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson. Vísir Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hefur farið yfir fjölda símtala og samtala í málflutningsræðu sinni í morgun sem spiluð hafa verið við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi seinustu vikur. Bæði er um samtöl milli ákærðu að ræða og á milli ákærðu og vitna í málinu á ákærutímabilinu. Saksóknari hefur túlkað mörg þessi samtala sem svo að þar komi fram áhyggjur ákærðu af því að hlutabréf í Kaupþingi geti lækkað og að þeir hafi viljað koma í veg fyrir það. Þá hefur saksóknari sagt að í tveimur samtölum sé markaðsmisnotkun beinlínis lýst af ákærða Einari Pálma Sigmundssyni sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings. Í öðru samtalinu ræðir Einar Pálmi við innri endurskoðun Kaupþings um viðskipti eigin viðskipta með bréf í bankanum. Einar Pálmi segir þar meðal annars: „Það helgast bara af því að við höfum verið að sjá til þess að bréfin lækki ekki of mikið eða of hratt. [...] Það er ekki út af því að okkur langi svo mikið að kaupa Kaupþing. Alls ekki. [...] Áður en krísan byrjaði 18. júlí [2007] áttum við nánast ekkert í Kaupþingi en nú eigum við marga marga milljarða.“ Hann bætir svo stuttu síðar við að allir bankarnir séu í raun að gera þetta, og vísar þar væntanlega til Landsbankans og Glitnis auk Kaupþings. Viðskiptin séu ekki til þess fallin endilega að hækka hlutabréfin heldur „til að minnka sveiflur.“Stóðu frammi fyrir tveimur kostum Um þessi orð Einars Pálma sagði saksóknari í morgun: „Þarna er Einar Pálmi einfaldlega að lýsa markaðsmisnotkun. Þeir eru ekki að kaupa í Kaupþingi út af því að það eru einhverjar viðskiptalegar forsendur að baki, bara alls ekki. [...] Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008.“ Saksóknari vísaði svo í símtal sem spilað var fyrir dómi og var á milli Einars Pálma og undirmanns hans, Birnis Sæs Björnssonar, sem var starfsmaður eigin viðskipta og er einn af ákærðu í málinu. Í símtalinu segir Einar meðal annars: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum, sagði hann, annars vegar að láta þá bara félagið sunka og það hefði bara verið spírall sem hefði tekið allt með sér. [...] Eða að fara þessa leið, sem er pínu hættuleg og er að reyna að halda genginu sæmilegu.“ Fyrir dómi sagðist Einar hafa haft þessar upplýsingar, um slæmu kostina tvo, frá Ingólfi Helgasyni, forstjóra bankans á Íslandi, og kvaðst hafa skilið hann þannig að eigin viðskipti ættu að vera með öfluga viðskiptavakt í bréfunum og auka seljanleika þeirra.Ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum Þessu er saksóknari ósammála og segir að þarna hafi Einar Pálmi aftur verið að lýsa markaðsmisnotkun. „Það voru ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum heldur er verið að kaupa vegna söluþrýstings og koma í veg fyrir félagið “sunki.” Það getur verið að þetta hafi litið vel út í Excel-skjali, litið vel út fyrir bankann, en þetta er einfaldlega hrein og klár markaðsmisnotkun, virðulegi dómur. Það þurfti að passa upp á sjúklinginn, það þurfti að passa upp á að gengi bréfanna færi ekki niður.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hefur farið yfir fjölda símtala og samtala í málflutningsræðu sinni í morgun sem spiluð hafa verið við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi seinustu vikur. Bæði er um samtöl milli ákærðu að ræða og á milli ákærðu og vitna í málinu á ákærutímabilinu. Saksóknari hefur túlkað mörg þessi samtala sem svo að þar komi fram áhyggjur ákærðu af því að hlutabréf í Kaupþingi geti lækkað og að þeir hafi viljað koma í veg fyrir það. Þá hefur saksóknari sagt að í tveimur samtölum sé markaðsmisnotkun beinlínis lýst af ákærða Einari Pálma Sigmundssyni sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings. Í öðru samtalinu ræðir Einar Pálmi við innri endurskoðun Kaupþings um viðskipti eigin viðskipta með bréf í bankanum. Einar Pálmi segir þar meðal annars: „Það helgast bara af því að við höfum verið að sjá til þess að bréfin lækki ekki of mikið eða of hratt. [...] Það er ekki út af því að okkur langi svo mikið að kaupa Kaupþing. Alls ekki. [...] Áður en krísan byrjaði 18. júlí [2007] áttum við nánast ekkert í Kaupþingi en nú eigum við marga marga milljarða.“ Hann bætir svo stuttu síðar við að allir bankarnir séu í raun að gera þetta, og vísar þar væntanlega til Landsbankans og Glitnis auk Kaupþings. Viðskiptin séu ekki til þess fallin endilega að hækka hlutabréfin heldur „til að minnka sveiflur.“Stóðu frammi fyrir tveimur kostum Um þessi orð Einars Pálma sagði saksóknari í morgun: „Þarna er Einar Pálmi einfaldlega að lýsa markaðsmisnotkun. Þeir eru ekki að kaupa í Kaupþingi út af því að það eru einhverjar viðskiptalegar forsendur að baki, bara alls ekki. [...] Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008.“ Saksóknari vísaði svo í símtal sem spilað var fyrir dómi og var á milli Einars Pálma og undirmanns hans, Birnis Sæs Björnssonar, sem var starfsmaður eigin viðskipta og er einn af ákærðu í málinu. Í símtalinu segir Einar meðal annars: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum, sagði hann, annars vegar að láta þá bara félagið sunka og það hefði bara verið spírall sem hefði tekið allt með sér. [...] Eða að fara þessa leið, sem er pínu hættuleg og er að reyna að halda genginu sæmilegu.“ Fyrir dómi sagðist Einar hafa haft þessar upplýsingar, um slæmu kostina tvo, frá Ingólfi Helgasyni, forstjóra bankans á Íslandi, og kvaðst hafa skilið hann þannig að eigin viðskipti ættu að vera með öfluga viðskiptavakt í bréfunum og auka seljanleika þeirra.Ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum Þessu er saksóknari ósammála og segir að þarna hafi Einar Pálmi aftur verið að lýsa markaðsmisnotkun. „Það voru ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum heldur er verið að kaupa vegna söluþrýstings og koma í veg fyrir félagið “sunki.” Það getur verið að þetta hafi litið vel út í Excel-skjali, litið vel út fyrir bankann, en þetta er einfaldlega hrein og klár markaðsmisnotkun, virðulegi dómur. Það þurfti að passa upp á sjúklinginn, það þurfti að passa upp á að gengi bréfanna færi ekki niður.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19