Trúarfordómar og framtíðin Böðvari Jónssyni og Eðvarði T. Jónsyni skrifar 4. maí 2015 13:34 Fólk um allan heim batt miklar og bjartar vonir við árþúsundaskiptin. Fyrirheit æðstu andlegra og veraldlegra leiðtoga mannkyns, til dæmis á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, ýttu sannarlega undir vonir um bjartari, friðsamlegri og lífvænlegri heim, þar sem fátækt, hungri og hörmungum viðráðanlegra sjúkdóma yrðu eytt. Þegar skyggnst er um sviðið í dag virðast margar þessara væntinga hafa brugðist og sú bjartsýni og vongleði sem tengdust þessum tímamótum hafa verið ótímabær enda fátt í ræðu og riti sem maður heyrði eða sá á þessum tíma sem gaf hugmynd um hvernig heimsástandið yrði árið 2015. Að þessu sögðu viljum við vekja athygli á opnu bréfi sem ritað var árið 2002 af æðstu stjórnstofnun bahá’í trúarinnar, Allsherjarhúsi réttvísinnar, og stílað til forsvarsmanna og leiðtoga trúarbragða um allan heim. Þessu bréfi var komið til skila með þeim hætti að sumir fengu það sent en öðrum afhentu bahá‘íar það formlega í sínum heimalöndum. Í bréfinu eru trúarleiðtogarnir hvattir til að leggjast á eitt og taka upp þráðinn frá heimsþingi trúarbragðanna 1893 og hefja af alvöru og einlægni það samtrúarlega starf sem þar var talað fyrir á þeim grunni að Guð sé einn og trúin ein og að engin ein trúarbrögð búi yfir öllum sannleikanum. Í lokamálsgrein bréfsins er því lýst til hvers það muni leiða ef trúarleiðtogarnir taki ekki þeirri áskorun sem í bréfinu felst. Þar segir m.a.: „Með hverjum degi sem líður eykst hættan á því að eldar vaxandi trúarfordóma verði að alheimsbáli með afleiðingum sem enginn getur gert sér í hugarlund. Borgaraleg stjórnvöld geta ekki sigrast hjálparlaust á slíkri hættu. Við ættum ekki heldur að lifa í þeirri blekkingu að hvatning til gagnkvæms umburðarlyndis geti slökkt þá haturselda sem kyntir eru undir því yfirskini að þeir séu Guði þóknanlegir. Kreppan gerir kröfu til þess að trúarleiðtogarnir segi skilið við fortíðina með jafn afgerandi hætti og gerðist þegar samfélaginu opnuðust leiðir til að berjast gegn öðrum og jafn eyðileggjandi fordómum kynþátta-, kynferðis- og þjóðernis. Öll réttlæting á beitingu áhrifa í samviskumálum hlýtur að felast í þjónustu við velferð mannkyns. „Velferð mannkyns, friður og öryggi eru óhugsandi nema og þar til eining þess hefur verið tryggilega grundvölluð.“ (Bahá‘u‘lláh). Eldar trúarfordóma leiða hugann að einkennilegri þverstæðu í sögu mannkynsins: annarsvegar hafa trúarbrögðin verið máttugt framfara- og umbótaafl, hinsvegar hafa þau haldið fylgjendum sínum í helgreipum fáfræði, ótta og niðurlægingar. Þau hafa brætt saman þjóðir og ættbálka í samstæðar menningarheildir eins og gerðist á fyrstu öldum íslam og þau hafa einnig verið notuð eins og svipa á bök milljónanna til að viðhalda mannúðarlausu og óskiljanlegu kenningakerfi eins og í rétttrúnaði miðalda. Hvað veldur því að sama fyrirbærið færir mönnunum slíka blessun og leiðir yfir þá þvílíkan ófarnað? Öll fyrirbæri mannlífs og menningar virðast háð sömu vaxtarlögmálum og gilda í ríki náttúrunnar. Trúarbrögð fæðast og meðan frumkraftur þeirra og lífsmagn býr í þeim, vinna þau sitt einstæða verk á manninum og samfélagi hans en hnignunarmerkin hefjast þegar mannasetningar eru settar ofar hinu opinberaða orði — þegar hinir trúuðu bregða sverðum sínum hver gegn öðrum í stað þess að slíðra þau, eins og Kristur bauð. Þegar þessum „vetri" trúarinnar lýkur, hefst tími endurnýjunar og umsköpunar og innsti veigur allra trúarbragða — rétt breytni og kærleikur til Guðs og manna með öllu sem slíkt felur í sér — rís úr öskunni í nýjum búningi og með nýrri skírskotun. Til að skilja þetta þarf hvorki lærðar útskýringar né guðfræðilegar vangaveltur. Eins og öll mikil sannindi er þessi sannleikur einfaldur og auðskilinn vegna þess að hann er hluti af lífinu sjálfu en ekki mannlegri hugarsmíð. Getur verið að eitthvað slíkt sé að gerast í deiglu samtímans? Það var skoðun sagnfræðingsins og söguheimspekingsins ArnoldToynbees. Hann sagði: „Það er opinber skoðun allra æðri trúarbragða, ekki síst hinna semísku, að ljósið sem skín inn um einkagluggann þeirra sé eina raunverulega ljósið og að systurtrúarbrögð þeirra sitji í rökkrinu, ef ekki í svartamyrkri. Sértrúarhópar innan þessara trúarbragða hafa tekið þessa afstöðu hver gegn öðrum og þegar hin ýmsu trúarsamfélög neitaðu þannig að viðurkenna það sem þeim öllum var sameiginlegt, fá hinir vantrúuðu átyllu til að lasta trúna og hina trúuðu... Við verðum að muna, að ef mennirnir nota ekki tækni sína til að tortíma öllu lífi á jörðinni er mannkynið enn að slíta barnsskónum og mun að öllum líkindum lifa áfram um ótaldar árþúsundir. Í ljósi þessa verður öll hreppapólitík í trúarefnum fáránleg. Annaðhvort ganga hin ýmsu trúarbrögð eða kirkjur hver af annarri dauðri ... ellegar mannkynið finnur lausn í trúarlegri einingu.“ Hér er svo sannarlega komið að kjarna málsins. Þróun samtímaviðburða staðfesta þessa sýn hins merka sagnfræðings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Eðvarð T. Jónsson Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Sjá meira
Fólk um allan heim batt miklar og bjartar vonir við árþúsundaskiptin. Fyrirheit æðstu andlegra og veraldlegra leiðtoga mannkyns, til dæmis á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, ýttu sannarlega undir vonir um bjartari, friðsamlegri og lífvænlegri heim, þar sem fátækt, hungri og hörmungum viðráðanlegra sjúkdóma yrðu eytt. Þegar skyggnst er um sviðið í dag virðast margar þessara væntinga hafa brugðist og sú bjartsýni og vongleði sem tengdust þessum tímamótum hafa verið ótímabær enda fátt í ræðu og riti sem maður heyrði eða sá á þessum tíma sem gaf hugmynd um hvernig heimsástandið yrði árið 2015. Að þessu sögðu viljum við vekja athygli á opnu bréfi sem ritað var árið 2002 af æðstu stjórnstofnun bahá’í trúarinnar, Allsherjarhúsi réttvísinnar, og stílað til forsvarsmanna og leiðtoga trúarbragða um allan heim. Þessu bréfi var komið til skila með þeim hætti að sumir fengu það sent en öðrum afhentu bahá‘íar það formlega í sínum heimalöndum. Í bréfinu eru trúarleiðtogarnir hvattir til að leggjast á eitt og taka upp þráðinn frá heimsþingi trúarbragðanna 1893 og hefja af alvöru og einlægni það samtrúarlega starf sem þar var talað fyrir á þeim grunni að Guð sé einn og trúin ein og að engin ein trúarbrögð búi yfir öllum sannleikanum. Í lokamálsgrein bréfsins er því lýst til hvers það muni leiða ef trúarleiðtogarnir taki ekki þeirri áskorun sem í bréfinu felst. Þar segir m.a.: „Með hverjum degi sem líður eykst hættan á því að eldar vaxandi trúarfordóma verði að alheimsbáli með afleiðingum sem enginn getur gert sér í hugarlund. Borgaraleg stjórnvöld geta ekki sigrast hjálparlaust á slíkri hættu. Við ættum ekki heldur að lifa í þeirri blekkingu að hvatning til gagnkvæms umburðarlyndis geti slökkt þá haturselda sem kyntir eru undir því yfirskini að þeir séu Guði þóknanlegir. Kreppan gerir kröfu til þess að trúarleiðtogarnir segi skilið við fortíðina með jafn afgerandi hætti og gerðist þegar samfélaginu opnuðust leiðir til að berjast gegn öðrum og jafn eyðileggjandi fordómum kynþátta-, kynferðis- og þjóðernis. Öll réttlæting á beitingu áhrifa í samviskumálum hlýtur að felast í þjónustu við velferð mannkyns. „Velferð mannkyns, friður og öryggi eru óhugsandi nema og þar til eining þess hefur verið tryggilega grundvölluð.“ (Bahá‘u‘lláh). Eldar trúarfordóma leiða hugann að einkennilegri þverstæðu í sögu mannkynsins: annarsvegar hafa trúarbrögðin verið máttugt framfara- og umbótaafl, hinsvegar hafa þau haldið fylgjendum sínum í helgreipum fáfræði, ótta og niðurlægingar. Þau hafa brætt saman þjóðir og ættbálka í samstæðar menningarheildir eins og gerðist á fyrstu öldum íslam og þau hafa einnig verið notuð eins og svipa á bök milljónanna til að viðhalda mannúðarlausu og óskiljanlegu kenningakerfi eins og í rétttrúnaði miðalda. Hvað veldur því að sama fyrirbærið færir mönnunum slíka blessun og leiðir yfir þá þvílíkan ófarnað? Öll fyrirbæri mannlífs og menningar virðast háð sömu vaxtarlögmálum og gilda í ríki náttúrunnar. Trúarbrögð fæðast og meðan frumkraftur þeirra og lífsmagn býr í þeim, vinna þau sitt einstæða verk á manninum og samfélagi hans en hnignunarmerkin hefjast þegar mannasetningar eru settar ofar hinu opinberaða orði — þegar hinir trúuðu bregða sverðum sínum hver gegn öðrum í stað þess að slíðra þau, eins og Kristur bauð. Þegar þessum „vetri" trúarinnar lýkur, hefst tími endurnýjunar og umsköpunar og innsti veigur allra trúarbragða — rétt breytni og kærleikur til Guðs og manna með öllu sem slíkt felur í sér — rís úr öskunni í nýjum búningi og með nýrri skírskotun. Til að skilja þetta þarf hvorki lærðar útskýringar né guðfræðilegar vangaveltur. Eins og öll mikil sannindi er þessi sannleikur einfaldur og auðskilinn vegna þess að hann er hluti af lífinu sjálfu en ekki mannlegri hugarsmíð. Getur verið að eitthvað slíkt sé að gerast í deiglu samtímans? Það var skoðun sagnfræðingsins og söguheimspekingsins ArnoldToynbees. Hann sagði: „Það er opinber skoðun allra æðri trúarbragða, ekki síst hinna semísku, að ljósið sem skín inn um einkagluggann þeirra sé eina raunverulega ljósið og að systurtrúarbrögð þeirra sitji í rökkrinu, ef ekki í svartamyrkri. Sértrúarhópar innan þessara trúarbragða hafa tekið þessa afstöðu hver gegn öðrum og þegar hin ýmsu trúarsamfélög neitaðu þannig að viðurkenna það sem þeim öllum var sameiginlegt, fá hinir vantrúuðu átyllu til að lasta trúna og hina trúuðu... Við verðum að muna, að ef mennirnir nota ekki tækni sína til að tortíma öllu lífi á jörðinni er mannkynið enn að slíta barnsskónum og mun að öllum líkindum lifa áfram um ótaldar árþúsundir. Í ljósi þessa verður öll hreppapólitík í trúarefnum fáránleg. Annaðhvort ganga hin ýmsu trúarbrögð eða kirkjur hver af annarri dauðri ... ellegar mannkynið finnur lausn í trúarlegri einingu.“ Hér er svo sannarlega komið að kjarna málsins. Þróun samtímaviðburða staðfesta þessa sýn hins merka sagnfræðings.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun