Jöfnuð, frelsi og réttlæti til frambúðar! Sema Erla Serdar skrifar 5. maí 2015 14:54 Þann 5. maí árið 2000 sameinuðust jafnaðarmenn á Íslandi undir formerkjum Samfylkingarinnar. Nú, 15 árum síðar, horfa eflaust margir stoltir um öxl enda hafa margir af draumum þeirra sem komu að stofnun flokksins orðið að veruleika. Þegar leiðir mínar og Samfylkingarinnar – eða réttara sagt ungliðahreyfingar hennar – lágu saman, var Samfylkingin enn á barnsaldri, nýkomin á skólaaldurinn. Þegar ég er spurð að því hvað það var sem dró mig að Samfylkingunni er svarið einfalt og að finna í stefnulýsingu sem samþykkt var á stofnfundi flokksins: „Allir menn eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til þess að öðlast þroska, hagsæld og lífshamingju. Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.Við viljum frelsi einstaklingsins sem frelsi allra einstaklinga, óháð kyni, kynþætti, trúar- og stjórnmálaskoðunum, félagslegum uppruna eða öðrum mun manna.“Mig langaði í samfélag sem byggir á grunngildum jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og réttlæti. Nú er Samfylkingin hins vegar komin á unglingsaldurinn og ég bíð enn eftir slíku samfélagi. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni er að sjá til þess að grundvallar lífsgæði almennings séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er forsenda þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og samkennd verður háværari með hverjum deginum sem líður. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir sterkan jafnaðarmannaflokk á Íslandi og nú. Gildi jafnaðarstefnunnar hafa sjaldan átt meira erindi við Ísland en núna. Það er eðlileg krafa að á Íslandi geti allir lifað mannsæmandi lífi en til þess að það sé hægt verður að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna. Það er eðli jafnaðarstefnunnar að vera í stöðugri þróun en þó eru grunngildi jafnaðarmanna um baráttuna fyrir frelsi, jafnrétti og samstöðu, ávallt þau sömu. „Enginn maður er eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver maður er brot meginlandsins, hluti veraldar“ - því sá er ekki sterkastur sem einn stendur heldur sá sem viðurkennir að framfarir og jöfnuður nást fyrst þegar menn vinna saman. Samfylkingin var stofnuð sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag. Það er mikilvægt að hún tryggi komandi kynslóðum samfélag réttlætis og jöfnuðar, helst áður en við fullorðnumst bæði of mikið. Samfylkingin hefur burði til þess að takast á við það krefjandi verkefni sem fyrir höndum er, í samstarfi við fólkið í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Þann 5. maí árið 2000 sameinuðust jafnaðarmenn á Íslandi undir formerkjum Samfylkingarinnar. Nú, 15 árum síðar, horfa eflaust margir stoltir um öxl enda hafa margir af draumum þeirra sem komu að stofnun flokksins orðið að veruleika. Þegar leiðir mínar og Samfylkingarinnar – eða réttara sagt ungliðahreyfingar hennar – lágu saman, var Samfylkingin enn á barnsaldri, nýkomin á skólaaldurinn. Þegar ég er spurð að því hvað það var sem dró mig að Samfylkingunni er svarið einfalt og að finna í stefnulýsingu sem samþykkt var á stofnfundi flokksins: „Allir menn eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til þess að öðlast þroska, hagsæld og lífshamingju. Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.Við viljum frelsi einstaklingsins sem frelsi allra einstaklinga, óháð kyni, kynþætti, trúar- og stjórnmálaskoðunum, félagslegum uppruna eða öðrum mun manna.“Mig langaði í samfélag sem byggir á grunngildum jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og réttlæti. Nú er Samfylkingin hins vegar komin á unglingsaldurinn og ég bíð enn eftir slíku samfélagi. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni er að sjá til þess að grundvallar lífsgæði almennings séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er forsenda þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og samkennd verður háværari með hverjum deginum sem líður. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir sterkan jafnaðarmannaflokk á Íslandi og nú. Gildi jafnaðarstefnunnar hafa sjaldan átt meira erindi við Ísland en núna. Það er eðlileg krafa að á Íslandi geti allir lifað mannsæmandi lífi en til þess að það sé hægt verður að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna. Það er eðli jafnaðarstefnunnar að vera í stöðugri þróun en þó eru grunngildi jafnaðarmanna um baráttuna fyrir frelsi, jafnrétti og samstöðu, ávallt þau sömu. „Enginn maður er eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver maður er brot meginlandsins, hluti veraldar“ - því sá er ekki sterkastur sem einn stendur heldur sá sem viðurkennir að framfarir og jöfnuður nást fyrst þegar menn vinna saman. Samfylkingin var stofnuð sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag. Það er mikilvægt að hún tryggi komandi kynslóðum samfélag réttlætis og jöfnuðar, helst áður en við fullorðnumst bæði of mikið. Samfylkingin hefur burði til þess að takast á við það krefjandi verkefni sem fyrir höndum er, í samstarfi við fólkið í landinu.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun