Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2015 10:57 Bjarki Diego ásamt lögmönnum sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Ernir Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans. Bjarki er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaganna Holt og Desulo sem keyptu hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans á árinu 2008. Bjarki svarar spurningum saksóknara úr vitnastúku en hann er sá fyrsti af ákærðu sem gerir það. Aðrir hafa setið við hlið lögmanns síns. Er Bjarka gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fjármunum bankans í hættu vegna aðkomu sinnar að lánaveitingunum en við upphaf skýrslutökunnar í morgun hafnaði Bjarki þessu alfarið. „Því er ítrekað haldið fram í ákæru að ég hafi komið að því að greiða út lán. Frá því ég kem að þessum lánum þá fara engir peningar út úr bankanum fyrir mína tilstuðlan hvorki með beinum né beinum hætti,” sagði Bjarki. Hann lýsti þessu síðan betur.Telur engin lög hafa verið brotin „Hvernig er upphafið að þessu viðskiptum? Æðstu yfirmenn bankans selja hlutabréfin og við söluna færast þau yfir á vörslureikning kaupandans. Við það myndast skuld á þessum sama vörslureikningi og það myndast krafa sem bankinn á á kaupandann.” Krafa hefði síðan verið bókuð í kerfi fjárstýringar sem var svo greidd til eigin viðskipta bankans. „Það eru því ekki einu sinni hreyfingar milli hæða. Það fór enginn peningur út úr bankanum en þetta kemur hvergi fram í ákæru. Þar er látið að því liggja að peningur hafi farið út úr bankanum.” Sagði hann lánveitingarnar til Holt og Desulo hafi vissulega verið óvenjulegar en þær voru löglegar. Það lægi fyrir í gögnum málsins að lánanefndir bankans hafi samþykkt lánveitingarnar og því hafi engin lög eða reglur verið brotin.Hreiðar, Sigurður og Ingólfur sama sinnis Þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja hann út í lánveitingarnar útskýrði Bjarka betur hvað hefði verið óvenjulegt við þær. Sagði hann að þar sem viðskiptin með hlutabréfin hefðu í raun þegar farið fram þá væri skuldbinding um lán í raun þegar til staðar. Um þetta er ágreiningur þar sem æðstu stjórnendur bankans, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason, telja að hægt hefði verið að vinda ofan af skuldbindingu bankans ef lánanefnd hefði ekki samþykkt að lána fyrir hlutabréfakaupunum. Um þetta sagði Bjarki: „Það er ljóst að það hefur augljóslega stofnast skuldbinding áður. [...] Það er því ekki rétt [að það hefði verið hægt að vinda ofan af viðskiptunum] því það hefði myndast yfirdráttur á vörslureikning þess sem var búinn að kaupa bréfin.”Uppfært klukkan 13: Verjendur Ingólfs Helgasonar gera athugasemdir við það sem Björn Þorvaldsson hélt fram við skýrslutöku í dag, og haft er eftir honum í fréttinni, að Ingólfur hafi sagt að hægt yrði að vinda ofan skuldbindingum bankans vegna fjármögnunar til hlutabréfakaupa. Hið rétta er að Ingólfur hefur aldrei haldið því fram við réttarhöldin og fór saksóknari því með rangt mál í morgun. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Allt nema ristavélin tekið við húsleit Skýrslutaka yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. 5. maí 2015 15:32 Snörp orðaskipti Magnúsar og Björns í dómsal "Það getur ekki verið þannig að það sé ekki hægt að spyrja ákærða af því að hann er með útúrsnúninga,” sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari, í dómsal í dag. 5. maí 2015 21:00 Heyrði nafnið Desulo fyrst í yfirheyrslu Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins. 5. maí 2015 13:41 „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. 5. maí 2015 10:58 Hreiðar Már segir allt rangt í ákærunni á hendur honum Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hélt innblásna ræðu við upphaf skýrslugjafar í héraðsdómi í gær. Sagðist aldrei hafa veitt lán úr Kaupþingi og ekki geta borið ábyrgð á misferli starfsmanna. 5. maí 2015 06:45 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans. Bjarki er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaganna Holt og Desulo sem keyptu hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans á árinu 2008. Bjarki svarar spurningum saksóknara úr vitnastúku en hann er sá fyrsti af ákærðu sem gerir það. Aðrir hafa setið við hlið lögmanns síns. Er Bjarka gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fjármunum bankans í hættu vegna aðkomu sinnar að lánaveitingunum en við upphaf skýrslutökunnar í morgun hafnaði Bjarki þessu alfarið. „Því er ítrekað haldið fram í ákæru að ég hafi komið að því að greiða út lán. Frá því ég kem að þessum lánum þá fara engir peningar út úr bankanum fyrir mína tilstuðlan hvorki með beinum né beinum hætti,” sagði Bjarki. Hann lýsti þessu síðan betur.Telur engin lög hafa verið brotin „Hvernig er upphafið að þessu viðskiptum? Æðstu yfirmenn bankans selja hlutabréfin og við söluna færast þau yfir á vörslureikning kaupandans. Við það myndast skuld á þessum sama vörslureikningi og það myndast krafa sem bankinn á á kaupandann.” Krafa hefði síðan verið bókuð í kerfi fjárstýringar sem var svo greidd til eigin viðskipta bankans. „Það eru því ekki einu sinni hreyfingar milli hæða. Það fór enginn peningur út úr bankanum en þetta kemur hvergi fram í ákæru. Þar er látið að því liggja að peningur hafi farið út úr bankanum.” Sagði hann lánveitingarnar til Holt og Desulo hafi vissulega verið óvenjulegar en þær voru löglegar. Það lægi fyrir í gögnum málsins að lánanefndir bankans hafi samþykkt lánveitingarnar og því hafi engin lög eða reglur verið brotin.Hreiðar, Sigurður og Ingólfur sama sinnis Þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja hann út í lánveitingarnar útskýrði Bjarka betur hvað hefði verið óvenjulegt við þær. Sagði hann að þar sem viðskiptin með hlutabréfin hefðu í raun þegar farið fram þá væri skuldbinding um lán í raun þegar til staðar. Um þetta er ágreiningur þar sem æðstu stjórnendur bankans, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason, telja að hægt hefði verið að vinda ofan af skuldbindingu bankans ef lánanefnd hefði ekki samþykkt að lána fyrir hlutabréfakaupunum. Um þetta sagði Bjarki: „Það er ljóst að það hefur augljóslega stofnast skuldbinding áður. [...] Það er því ekki rétt [að það hefði verið hægt að vinda ofan af viðskiptunum] því það hefði myndast yfirdráttur á vörslureikning þess sem var búinn að kaupa bréfin.”Uppfært klukkan 13: Verjendur Ingólfs Helgasonar gera athugasemdir við það sem Björn Þorvaldsson hélt fram við skýrslutöku í dag, og haft er eftir honum í fréttinni, að Ingólfur hafi sagt að hægt yrði að vinda ofan skuldbindingum bankans vegna fjármögnunar til hlutabréfakaupa. Hið rétta er að Ingólfur hefur aldrei haldið því fram við réttarhöldin og fór saksóknari því með rangt mál í morgun.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Allt nema ristavélin tekið við húsleit Skýrslutaka yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. 5. maí 2015 15:32 Snörp orðaskipti Magnúsar og Björns í dómsal "Það getur ekki verið þannig að það sé ekki hægt að spyrja ákærða af því að hann er með útúrsnúninga,” sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari, í dómsal í dag. 5. maí 2015 21:00 Heyrði nafnið Desulo fyrst í yfirheyrslu Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins. 5. maí 2015 13:41 „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. 5. maí 2015 10:58 Hreiðar Már segir allt rangt í ákærunni á hendur honum Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hélt innblásna ræðu við upphaf skýrslugjafar í héraðsdómi í gær. Sagðist aldrei hafa veitt lán úr Kaupþingi og ekki geta borið ábyrgð á misferli starfsmanna. 5. maí 2015 06:45 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Allt nema ristavélin tekið við húsleit Skýrslutaka yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. 5. maí 2015 15:32
Snörp orðaskipti Magnúsar og Björns í dómsal "Það getur ekki verið þannig að það sé ekki hægt að spyrja ákærða af því að hann er með útúrsnúninga,” sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari, í dómsal í dag. 5. maí 2015 21:00
Heyrði nafnið Desulo fyrst í yfirheyrslu Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins. 5. maí 2015 13:41
„Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. 5. maí 2015 10:58
Hreiðar Már segir allt rangt í ákærunni á hendur honum Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hélt innblásna ræðu við upphaf skýrslugjafar í héraðsdómi í gær. Sagðist aldrei hafa veitt lán úr Kaupþingi og ekki geta borið ábyrgð á misferli starfsmanna. 5. maí 2015 06:45