Sjá einnig: Eyfi og Reynir sakna ekki dansaranna
„Ég held að það hafi verið gott move, fyrirgefið slettuna, að taka inn fleiri bakraddir í staðin fyrir dansarana,“ sagði Eyjólfur tónlistarmaður í Eurovísi í síðustu viku þar sem hann og Reynir voru gestir.
Reynir sagði að hafa tvo dansara skapa hættu á að draga athygli frá Maríu Ólafs á sviðinu.
Vísir spurði lesendur hvað þeim finnst um málið og ekki stóð á svörum. 123 sögðu að það hafi verið röng ákvörðun að láta dansarana víkja en heldur fleirum þótti það rétt, eða 231. Könnunin fór fram nafnlaust en 354 atkvæði bárust.
Hér má hlusta á Eurovísisþáttinn með þeim Eyfa og Reyni: