Nýja litasamsetningin mun fyrst líta dagsins ljós á föstudaginn. Þá fara fram æfingar fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer um helgina.
Tímabilið hefur byrjað afar illa hjá McLaren, liðið er enn stigalaust eftir fjórar keppnir. Honda vélin um borð er ekki að skila sambærilegu afli og aðrar vélar í Formúlu 1 um þessar mundir.
Liðið vonast til að ná miklum framförum í Barselóna, uppfærslur munu koma bæði fyrir vélina og undirvagn bílsins.
Ron Dennis framkvæmdastjóri McLaren sagði fyrir tímabilið að útlit bílsins gæti breyst á einhverjum tímapunkti. Flestir töldu að McLaren myndi hverfa aftur útlits sem svipaði til hinna sögufrægu hvítu og rauðu bíla sem Ayrton Senna og Alain Prost óku. Kannski vildi McLaren hefja nýjan kafla með nýjum litum en ekki gleyma sér í fornri frægð.
„Nýja útlitið gerir bílinn fallegri álitum, það er ekki einungis hannað fyrir bjarta sólardaga heldur líka með flóðlýstar brautir í huga,“ segðir í tilkynningu frá liðinu.
Revised McLaren-Honda livery to debut at the #SpanishGP. Here's the first official pics, guys. #Stealth pic.twitter.com/KB1TL20tWx
— McLaren (@McLarenF1) May 6, 2015