Fótbolti

Calderon: Vona að Bale verði áfram í herbúðum Real Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bale á ferðinni í leiknum gegn Juventus.
Bale á ferðinni í leiknum gegn Juventus. vísir/getty
Ramon Calderon, fyrrverandi forseti Real Madrid, segir að Gareth Bale eigi að vera áfram í herbúðum liðsins.

Bale, sem er 25 ára, var gagnrýndur harkalega eftir 2-1 tap Madrídinga fyrir Juventus í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fyrradag.

Bale var nær ósýnilegur í leiknum en til marks um það snerti enginn leikmaður Real Madrid boltann sjaldnar en velski kantmaðurinn.

Þrátt fyrir erfiðleika á þessari leiktíð telur Calderon að Bale eigi að halda kyrru fyrir í Madird, en Walesverjinn hefur þrálátlega verið orðaður við t.d. Manchester United að undanförnu.

„Ég vona að hann verði áfram leikmaður Real Madrid,“ sagði Calderon sem gegndi forsetastöðunni hjá félaginu á árunum 2006-09.

„Hann virðist vera ánægður hér en eins og ég hef sagt áður er verðmiðinn á honum vandamálið,“ bætti Calderon við en Bale var keyptur á metfé til Real Madrid frá Tottenham sumarið 2013.


Tengdar fréttir

Ramos: Ég spilaði illa

Varnarmaðurinn var á miðjunni gegn Juventus og átti ekki góðan dag í Meistaradeildartapi.

Enginn fótbolti á Spáni eftir 16. maí

Spænska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að flauta tímabilið af 16. maí næstkomandi en sambandið er mjög ósátt við að þeirra mati yfirgang spænskra stjórnvalda.

Tévez tryggði Juve sigur á Real Madrid | Sjáið mörkin

Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku.

Keane: Bale mætti ekki til leiks

Roy Keane var harðorður í garð Gareths Bale eftir tap Real Madrid fyrir Juventus í Meistaradeildinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×