Verkfallið þegar farið að valda skaða að mati heilbrigðisráðherra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. maí 2015 20:46 Heilbrigðisráðherra segir verkfallsaðgerðir BHM þegar farnar að valda skaða. Ekki komi þó til greina að setja lög á verkfallið. Á þeim mánuði sem að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hefur staðið yfir hefur vandinn farið vaxandi. Sjúklingar finna í sífellt meira mæli fyrir áhrifum verkfallsins. Verkfall geislafræðinga, lífendafræðinga og náttúrufræðinga á spítalanum hefur haft hvað mest áhrif á krabbameinsdeildina. Læknar hafa sent fjölmargar beiðnir um undanþágur frá verkfallinu til að gera. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hundrað sjúklingum hafi verið neitað um að komast í myndgreiningarrannsóknir af undanþágunefnd geislafræðinga eða einum þriðja af þeim beiðnum sem hafa borist. „Framkvæmdin á verkfallinu gengur svona í öllum meginatriðum ágætlega að sögn Landspítalans nema vegna samstarfs við undanþágunefnd eins félags og hún virðist vinna með einhverjum allt öðrum hætti heldur en aðrar undanþágunefndir því miður. Það er bara sárt til þess að vita að við getum ekki við framkvæmd svona erfiðs verkfalls búið svo um hnútana að okkar veikasta fólk fái þá umönnun sem að allir Íslendingar vilja veita því,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Kristján Þór segir ljóst að verkfallið mun hafa áhrif á heilsufar þjóðarinnar til lengri tíma litið. „Þetta er þegar farið að valda skaða og það er mjög miður,“ segir Kristján Þór. Hann segir ekki koma til greina að setja lög á verkfallið. „Ég tel að það þurfi ekki lagasetningu til að greiða úr svona mannúðarmáli,“ segir Kristján Þór. Ráðherrann segir lækna ekki sækja um undanþágur nema nauðsyn beri til. „Læknar gera það ekkert nema í algjörum undantekningar tilfellum því að þeir virða að sjálfsögðu rétt stéttarfélags til að vera í verkfalli en ég taldi að það væri sameiginlegur skilningur okkar á því bara hér í íslensku þjóðfélagi að reyna að gera þetta með sem léttbærustum hætti fyrir þá sem þyngstar byrðarnar bera,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir verkfallsaðgerðir BHM þegar farnar að valda skaða. Ekki komi þó til greina að setja lög á verkfallið. Á þeim mánuði sem að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hefur staðið yfir hefur vandinn farið vaxandi. Sjúklingar finna í sífellt meira mæli fyrir áhrifum verkfallsins. Verkfall geislafræðinga, lífendafræðinga og náttúrufræðinga á spítalanum hefur haft hvað mest áhrif á krabbameinsdeildina. Læknar hafa sent fjölmargar beiðnir um undanþágur frá verkfallinu til að gera. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hundrað sjúklingum hafi verið neitað um að komast í myndgreiningarrannsóknir af undanþágunefnd geislafræðinga eða einum þriðja af þeim beiðnum sem hafa borist. „Framkvæmdin á verkfallinu gengur svona í öllum meginatriðum ágætlega að sögn Landspítalans nema vegna samstarfs við undanþágunefnd eins félags og hún virðist vinna með einhverjum allt öðrum hætti heldur en aðrar undanþágunefndir því miður. Það er bara sárt til þess að vita að við getum ekki við framkvæmd svona erfiðs verkfalls búið svo um hnútana að okkar veikasta fólk fái þá umönnun sem að allir Íslendingar vilja veita því,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Kristján Þór segir ljóst að verkfallið mun hafa áhrif á heilsufar þjóðarinnar til lengri tíma litið. „Þetta er þegar farið að valda skaða og það er mjög miður,“ segir Kristján Þór. Hann segir ekki koma til greina að setja lög á verkfallið. „Ég tel að það þurfi ekki lagasetningu til að greiða úr svona mannúðarmáli,“ segir Kristján Þór. Ráðherrann segir lækna ekki sækja um undanþágur nema nauðsyn beri til. „Læknar gera það ekkert nema í algjörum undantekningar tilfellum því að þeir virða að sjálfsögðu rétt stéttarfélags til að vera í verkfalli en ég taldi að það væri sameiginlegur skilningur okkar á því bara hér í íslensku þjóðfélagi að reyna að gera þetta með sem léttbærustum hætti fyrir þá sem þyngstar byrðarnar bera,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira