Aron Bjarnason: Verið svolítið einmana Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. apríl 2015 09:30 „Mér finnst við vera með spennandi lið. Við höfum getu til að spila skemmtilegan fótbolta og ég held við munum líta betur út eftir hraðmótið,“ segir Aron Bjarnason, einn af nýliðunum í Eyjaliðinu. Fréttablaðið og Vísir spáir ÍBV falli úr deildinni í sumar. Það hefur misst marga góða menn og gengið á undirbúningstímabilinu ekki verið gott. Þar hefur gengið illa að skora. „Mér finnst þetta ekki áhyggjuefni. Á þeim fáu æfingum sem ég hef verið á sé ég gæði í liðinu fram á við,“ segir Aron, en hvað með erlendu leikmennina. Hvernig eru þeir? „Varnarmennirnir frá Noregi finnst mér vera mjög góðir leikmenn. Þeir eru sterkir og góðir í loftinu. Þeir munu nýtast okkur mjög vel. Hollendinginn hef ég ekki séð þar sem ég æfi ekki með liðinu.“Einn í Reykjavík Aron er að klára framhaldsskólanám í Reykjavík og er þess vegna ekki enn fluttur til Eyja. Hann hefur þurft að æfa og halda sér í standi nánast einn í allan vetur. „Ég hef verið einn síðan í janúar. Það er ekkert sérstakt sko. Ég hef verið svolítið einmana en fengið að kíkja stundum á æfingar hjá uppeldisfélagi mínu Þrótti. Það hefur verið að bjarga mér,“ segir Aron. „Ég fer í ræktina og svo hafa landsbyggðarliðin verið að æfa saman auk þess sem ÍBV á einhverja tíma í sporthúsinu. Ég get ekki beðið eftir því að komast til Eyja og æfa við almennilegar aðstæður.“Gefum skít í spána Aron hefur vægast sagt engar áhyggjur af einhverjum spám. Hann telur Eyjaliðið of gott til að falla í ár. „Mér er alveg nákvæmlega sama hvar okkur er spáð. Við teljum okkur vera betri en þetta þannig við gefum skít í þetta. Það er bara þannig,“ segir Aron ákveðinn. Jóhannes Harðarson, Skagamaður, tók við liði ÍBV í vetur. Aron þekkir hann betur en flestir því Jóhannes er frændi hans. „Þó ég sé nú ekki svo gamall hef ég spilað fyrir ansi marga þjálfara í meistaraflokki. Ég sé ekki mikinn mun á því að spila fyrir frænda sinn eða aðra,“ segir Aron, en hvernig þjálfari er Jóhannes? „Hann vill spila boltanum með jörðinni og spila sóknarbolta sem á að skila árangri. Hann er ekkert rosalega harður en þegar þá á við getur hann orðið reiður.“ Sjálfur hefur Aron bullandi trú á sjálfum sér og hann ætlar að láta taka eftir sér í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég vil spila sem mest og ég tel að ef ég fæ að spila get ég gert góða hluti; bæði lagt upp mörk og skorað. Ég get gert helling fyrir liðið,“ segir Aron Bjarnason.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
„Mér finnst við vera með spennandi lið. Við höfum getu til að spila skemmtilegan fótbolta og ég held við munum líta betur út eftir hraðmótið,“ segir Aron Bjarnason, einn af nýliðunum í Eyjaliðinu. Fréttablaðið og Vísir spáir ÍBV falli úr deildinni í sumar. Það hefur misst marga góða menn og gengið á undirbúningstímabilinu ekki verið gott. Þar hefur gengið illa að skora. „Mér finnst þetta ekki áhyggjuefni. Á þeim fáu æfingum sem ég hef verið á sé ég gæði í liðinu fram á við,“ segir Aron, en hvað með erlendu leikmennina. Hvernig eru þeir? „Varnarmennirnir frá Noregi finnst mér vera mjög góðir leikmenn. Þeir eru sterkir og góðir í loftinu. Þeir munu nýtast okkur mjög vel. Hollendinginn hef ég ekki séð þar sem ég æfi ekki með liðinu.“Einn í Reykjavík Aron er að klára framhaldsskólanám í Reykjavík og er þess vegna ekki enn fluttur til Eyja. Hann hefur þurft að æfa og halda sér í standi nánast einn í allan vetur. „Ég hef verið einn síðan í janúar. Það er ekkert sérstakt sko. Ég hef verið svolítið einmana en fengið að kíkja stundum á æfingar hjá uppeldisfélagi mínu Þrótti. Það hefur verið að bjarga mér,“ segir Aron. „Ég fer í ræktina og svo hafa landsbyggðarliðin verið að æfa saman auk þess sem ÍBV á einhverja tíma í sporthúsinu. Ég get ekki beðið eftir því að komast til Eyja og æfa við almennilegar aðstæður.“Gefum skít í spána Aron hefur vægast sagt engar áhyggjur af einhverjum spám. Hann telur Eyjaliðið of gott til að falla í ár. „Mér er alveg nákvæmlega sama hvar okkur er spáð. Við teljum okkur vera betri en þetta þannig við gefum skít í þetta. Það er bara þannig,“ segir Aron ákveðinn. Jóhannes Harðarson, Skagamaður, tók við liði ÍBV í vetur. Aron þekkir hann betur en flestir því Jóhannes er frændi hans. „Þó ég sé nú ekki svo gamall hef ég spilað fyrir ansi marga þjálfara í meistaraflokki. Ég sé ekki mikinn mun á því að spila fyrir frænda sinn eða aðra,“ segir Aron, en hvernig þjálfari er Jóhannes? „Hann vill spila boltanum með jörðinni og spila sóknarbolta sem á að skila árangri. Hann er ekkert rosalega harður en þegar þá á við getur hann orðið reiður.“ Sjálfur hefur Aron bullandi trú á sjálfum sér og hann ætlar að láta taka eftir sér í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég vil spila sem mest og ég tel að ef ég fæ að spila get ég gert góða hluti; bæði lagt upp mörk og skorað. Ég get gert helling fyrir liðið,“ segir Aron Bjarnason.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00