Fótbolti

Chicharito byrjar í fjarveru Benzema

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Real Madrid hefur staðfest að sóknarmaðurinn Karim Benzema verður ekki með í leik liðsins gegn Atletico Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun.

Benzema er með tognuð liðbönd í hné og verður þar með á meiðslalistanum, rétt eins og Gareth Bale og Luka Modric. Líklegt er að Javier Hernandez taki sæti Benzema í fremstu víglínu

Það eru enn fleiri forföll í liði Real Madrid á morgun þar sem að Brasilíumaðurinn Marcelo tekur út leikbann.

Javier Hernández hefur spilað fimm leiki í Meistaradeildinni á tímabilinu en á enn eftir að skora. Hann var þó aðeins tvisvar í byrjunarliðinu í þessum fimm leikjum og það var í báðum leikjunum á móti Ludogorets Razgrad frá Búlgaríu.

Chicharito hefur alls skorað 5 mörk í 24 leikjum í öllum keppnum með Real Madrid en hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum og stóð sig vel í þeim.

Staðan í viðureigninni er enn markalaus eftir fyrri leikinn en sá síðari fer fram á Santiago Bernabeu á morgun.


Tengdar fréttir

Bale frá í þrjár vikur

Missir af stórslag Real Madrid og Atletico Madrid í Meistaradeildinni í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×