Þórður Steinar: Menn eiga hiklaust að fara til Færeyja Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2015 09:30 Þórður Steinar Hreiðarsson. mynd/skjáskot „Við erum vel gíraðir, búnir að æfa stíft og mikið og erum klárir,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson, miðvörður Vals, um komandi tímabili í Pepsi-deildnini við Vísi. Valur, sem varð Reykjavíkurmeistari, féll úr leik í átta liða úrslitum Lengjubikarsins þegar liðið tapaði, 5-1, fyrir Breiðabliki. Valsliðið hefur, fyrir utan þann leik, spilað ágætlega á undirbúningstímabilinu. Það skoraði mest í sínum riðli í Lengjubikarnum og fékk á sig fæst. „Mestmegnis höfum við verið ánægðir en auðvitað hafa einn eða tveir leikir ekki gengið upp,“ segir Þórður Steinar. „Við förum þannig séð vel í gegnum riðlakeppnina en leikurinn á móti Blikum henti öllu á hvolf. Vegna hans getum við ekki verið jafnsáttir og við vorum og þurfum að halda áfram að fínpússa ákveðna hluti.“ „Pabbi vildi nú meina að við værum ekki að spila í þeim eins og við höfum verið að gera. Mér finnst við vera á skemmtiskokki þegar ég horfi á leikinn aftur. Þetta var ljótur skellur en það verður bara að halda áfram,“ segir Þórður Steinar.Ánægðastur með liðsheildina Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í viðtali á dögunum að Valur væri ekki með nógu gott lið til að berjast um Evrópusæti. Þórður tekur í raun undir það og kippir sér ekkert upp við að Fréttablaðið og Vísir spáir Val sjötta sætinu. „Það er í raun og veru ekki hægt að gera neinar stærri kröfur. Við erum með lið eins og FH, KR, Stjörnuna og Breiðablik sem eru búin að bæta öll svakalega við sig. Ég er smá smeykur við þá en hlakka til að mæta þeim,“ segir Þórður, en hvað er hann ánægðastur með hjá liðinu? „Ég er mjög ánægður með liðsheildina og hvernig menn snúa bökum saman og þjappa sér saman þegar svona hlutir eins og gegn Blikum koma fyrir. Það er ekki farið í rifrildi eða leiðindi heldur setjumst við niður og ræðum málin. Við segjum hvað okkur finnst hafa farið úrskeiðis og svo er reynt að laga það á næstu æfingu,“ segir Þórður Steinar.Ævintýri í Færeyjum Þórður Steinar spilaði eitt sumar í Færeyjum með HB í Þórshöfn þegar Kristján Guðmundsson þjálfaði liðið. Hann fylgist enn með gangi mála þar. „Ég fylgist með því á netinu, en ég hef ekki verið nógu duglegur að hringja og horfa. Þetta er svolítið mikið breytt lið og flestir af mínum félögum farnir,“ segir Þórður. „Þetta var frekar furðulegur hópur þegar ég var þarna. Það var einhver smiður sem hafði búið í Danmörku og svo hætti hann þegar hann komst í landsliðið. Hann var bara í einhverju djóki.“ Hann mælir með að allir leikmenn sem vantar meiri spiltíma fari til Færeyjar. „Þetta var ævintýri og ég mæli með að menn geri þetta hiklaust ef þeir eru að leita sér að spiltíma. Alveg hiklaust að fara til Færeyja,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
„Við erum vel gíraðir, búnir að æfa stíft og mikið og erum klárir,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson, miðvörður Vals, um komandi tímabili í Pepsi-deildnini við Vísi. Valur, sem varð Reykjavíkurmeistari, féll úr leik í átta liða úrslitum Lengjubikarsins þegar liðið tapaði, 5-1, fyrir Breiðabliki. Valsliðið hefur, fyrir utan þann leik, spilað ágætlega á undirbúningstímabilinu. Það skoraði mest í sínum riðli í Lengjubikarnum og fékk á sig fæst. „Mestmegnis höfum við verið ánægðir en auðvitað hafa einn eða tveir leikir ekki gengið upp,“ segir Þórður Steinar. „Við förum þannig séð vel í gegnum riðlakeppnina en leikurinn á móti Blikum henti öllu á hvolf. Vegna hans getum við ekki verið jafnsáttir og við vorum og þurfum að halda áfram að fínpússa ákveðna hluti.“ „Pabbi vildi nú meina að við værum ekki að spila í þeim eins og við höfum verið að gera. Mér finnst við vera á skemmtiskokki þegar ég horfi á leikinn aftur. Þetta var ljótur skellur en það verður bara að halda áfram,“ segir Þórður Steinar.Ánægðastur með liðsheildina Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í viðtali á dögunum að Valur væri ekki með nógu gott lið til að berjast um Evrópusæti. Þórður tekur í raun undir það og kippir sér ekkert upp við að Fréttablaðið og Vísir spáir Val sjötta sætinu. „Það er í raun og veru ekki hægt að gera neinar stærri kröfur. Við erum með lið eins og FH, KR, Stjörnuna og Breiðablik sem eru búin að bæta öll svakalega við sig. Ég er smá smeykur við þá en hlakka til að mæta þeim,“ segir Þórður, en hvað er hann ánægðastur með hjá liðinu? „Ég er mjög ánægður með liðsheildina og hvernig menn snúa bökum saman og þjappa sér saman þegar svona hlutir eins og gegn Blikum koma fyrir. Það er ekki farið í rifrildi eða leiðindi heldur setjumst við niður og ræðum málin. Við segjum hvað okkur finnst hafa farið úrskeiðis og svo er reynt að laga það á næstu æfingu,“ segir Þórður Steinar.Ævintýri í Færeyjum Þórður Steinar spilaði eitt sumar í Færeyjum með HB í Þórshöfn þegar Kristján Guðmundsson þjálfaði liðið. Hann fylgist enn með gangi mála þar. „Ég fylgist með því á netinu, en ég hef ekki verið nógu duglegur að hringja og horfa. Þetta er svolítið mikið breytt lið og flestir af mínum félögum farnir,“ segir Þórður. „Þetta var frekar furðulegur hópur þegar ég var þarna. Það var einhver smiður sem hafði búið í Danmörku og svo hætti hann þegar hann komst í landsliðið. Hann var bara í einhverju djóki.“ Hann mælir með að allir leikmenn sem vantar meiri spiltíma fari til Færeyjar. „Þetta var ævintýri og ég mæli með að menn geri þetta hiklaust ef þeir eru að leita sér að spiltíma. Alveg hiklaust að fara til Færeyja,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00