Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2025 08:32 Kristinn Gunnar Kristinsson varð hlutskarpastur í Bakgarðshlaupinu um helgina. vísir/viktor freyr Kristinn Gunnar Kristinsson hrósaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina. Áhorfendur fögnuðu honum vel og innilega þegar hann kom í mark eftir 43. hring sinn. Kristinn og Mari Järsk stóðu tvö eftir en sú síðarnefnda hætti í miðri braut á 43. hring og því var ljóst að Kristinn væri sigurvegari Bakgarðshlaupsins. „Ég er undrandi. Miðað við hvernig Mari leit út í allan dag og við vorum búin að rúlla mikið saman frá svona 14.-15. hring og búin að vera mikið í sambandi sem við erum venjulega ekki. Ég er kannski hraðari en hún og svo allt í einu fer hún hratt af stað,“ sagði Kristinn. „Við höfum aldrei verið mikið saman en núna æxlaðist það þannig að við vorum mikið saman. Hún aðstoðaði mig og ég vona að ég hafi aðstoðað hana eins og ég gat.“ Kristinn segir að hugurinn hafi farið með hann á ýmsa staði á meðan hlaupinu stóð. „Sjöundi og níundi hringur, þá var ég leiður inni í mér. Mjög skrítið en mér leið samt mjög vel, fannst ég vera sterkur, var að borða en var bara leiður og var bara: Af hverju er ég hérna? Þetta var geðveikt skrítin tilfinning en þetta voru ekki eins mikið af dölum og hefur verið,“ sagði Kristinn. Í þarsíðasta Bakgarðshlaupi hljóp hann 38 hringi og bætti því sitt persónulega met um fimm hringi um helgina. Vildi bæta sig og kominn með þjálfara Í viðtali við Vísi fyrir Bakgarðshlaupið að þessu sinni sagði Kristinn að markmiðið hefði verið að gera betur en síðast. „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu. Ég tók ákvörðun þegar ég byrjaði að hlaupa - ég er búinn að vera í mörgum íþróttum og það er alltaf verið að þrýsta þér að keppa - að gera þetta alltaf fyrir mig. Ef ég hleyp ekki fyrir sjálfan mig og mér finnst leiðinlegt að hlaupa og það er verið að þrýsta á mig að keppa, þá hætti ég,“ sagði Kristinn. Kristinn byrjaði að vinna með þjálfara fyrir Bakgarðshlaupið um helgina og breyttar áherslur hans skiluðu sér. „Ég er með nýsjálenskan þjálfara. Hann einbeitti sér mikið að því að ég ætti að klifra, meira en að hlaupa á sléttu. Í þrjá mánuði tók ég allar interval æfingar og allt þetta í halla,“ sagði Kristinn. „Allt var í halla og í um miðjan eða lok mars var ég bara: Hvað er ég að gera? Ég er ekkert að bæta mig og fannst ekkert vera að gerast því ég var bara í hæð. Þetta var allt í hæð. Síðan kom ein slétt æfing vikuna eftir þar sem ég fann að ég var orðinn mun sterkari og þetta er að skila mér miklu.“ Kristinn, sem er fæddur 1987, byrjaði hlaupa 2018 til að byggja upp þol fyrir klifur og fjallaskíði. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Mari Järsk endaði í 2. sæti í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíðinni um helgina. Á endanum sagði líkaminn stopp. 12. maí 2025 07:32 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Kristinn og Mari Järsk stóðu tvö eftir en sú síðarnefnda hætti í miðri braut á 43. hring og því var ljóst að Kristinn væri sigurvegari Bakgarðshlaupsins. „Ég er undrandi. Miðað við hvernig Mari leit út í allan dag og við vorum búin að rúlla mikið saman frá svona 14.-15. hring og búin að vera mikið í sambandi sem við erum venjulega ekki. Ég er kannski hraðari en hún og svo allt í einu fer hún hratt af stað,“ sagði Kristinn. „Við höfum aldrei verið mikið saman en núna æxlaðist það þannig að við vorum mikið saman. Hún aðstoðaði mig og ég vona að ég hafi aðstoðað hana eins og ég gat.“ Kristinn segir að hugurinn hafi farið með hann á ýmsa staði á meðan hlaupinu stóð. „Sjöundi og níundi hringur, þá var ég leiður inni í mér. Mjög skrítið en mér leið samt mjög vel, fannst ég vera sterkur, var að borða en var bara leiður og var bara: Af hverju er ég hérna? Þetta var geðveikt skrítin tilfinning en þetta voru ekki eins mikið af dölum og hefur verið,“ sagði Kristinn. Í þarsíðasta Bakgarðshlaupi hljóp hann 38 hringi og bætti því sitt persónulega met um fimm hringi um helgina. Vildi bæta sig og kominn með þjálfara Í viðtali við Vísi fyrir Bakgarðshlaupið að þessu sinni sagði Kristinn að markmiðið hefði verið að gera betur en síðast. „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu. Ég tók ákvörðun þegar ég byrjaði að hlaupa - ég er búinn að vera í mörgum íþróttum og það er alltaf verið að þrýsta þér að keppa - að gera þetta alltaf fyrir mig. Ef ég hleyp ekki fyrir sjálfan mig og mér finnst leiðinlegt að hlaupa og það er verið að þrýsta á mig að keppa, þá hætti ég,“ sagði Kristinn. Kristinn byrjaði að vinna með þjálfara fyrir Bakgarðshlaupið um helgina og breyttar áherslur hans skiluðu sér. „Ég er með nýsjálenskan þjálfara. Hann einbeitti sér mikið að því að ég ætti að klifra, meira en að hlaupa á sléttu. Í þrjá mánuði tók ég allar interval æfingar og allt þetta í halla,“ sagði Kristinn. „Allt var í halla og í um miðjan eða lok mars var ég bara: Hvað er ég að gera? Ég er ekkert að bæta mig og fannst ekkert vera að gerast því ég var bara í hæð. Þetta var allt í hæð. Síðan kom ein slétt æfing vikuna eftir þar sem ég fann að ég var orðinn mun sterkari og þetta er að skila mér miklu.“ Kristinn, sem er fæddur 1987, byrjaði hlaupa 2018 til að byggja upp þol fyrir klifur og fjallaskíði. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Mari Järsk endaði í 2. sæti í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíðinni um helgina. Á endanum sagði líkaminn stopp. 12. maí 2025 07:32 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Mari Järsk endaði í 2. sæti í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíðinni um helgina. Á endanum sagði líkaminn stopp. 12. maí 2025 07:32