Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. maí 2025 18:01 Það var hart barist á grænum vellinum í Grindavík. Vísir/Hulda Margrét Manni færri jafnaði Fjölnir í blálokin í því sem var fyrsti alvöru heimaleikur Grindavíkur í háa herrans tíð. Lokatölur á Stakkavíkurvelli 3-3 og bæði lið enn án sigurs að lokinni 2. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Undanfarið hafa Grindvíkingar unnið að því að gera Stakkavíkurvöll kláran eftir að hafa fengið grænt ljós frá yfirvöldum sem og Knattspyrnusambandi Íslands að öruggt sé að leikir fari þar fram. Þá stefnir körfuboltalið bæjarins á að spila eitthvað af heimaleikjum sínum í Grindavík á næstu leiktíð. Það var því blásið til veislu þegar Fjölnir mætti í heimsókn en gestirnir úr Grafarvogi virtust ekki hafa fengið minnisblaðið um að dagurinn ætti að vera sem eftirminnilegastur fyrir gula Grindvíkinga. Rafael Máni Þrastarson kom gestunum yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Ármann Ingi Finnbogason jafnaði á 9. mínútu og stefndi í sannkallaðan markaleik. Rafael Máni kom gestunum yfir á nýjan leik aðeins fjórum mínútum síðar en það reyndist síðasta mark fyrri hálfleiks, staðan að honum loknum 1-2. Adam Árni Róbertsson steig hins vegar upp í síðari hálfleik og reyndist hetja heimamanna. Hann jafnaði metin á 52. mínútu og skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 65. mínútu leiksins. Hilmar Elís Hilmarsson fékk að líta rauða spjaldið í liði gestanna þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Manni færri gerðu gestirnir sér lítið fyrir og jöfnuðu metin. Þar var að verki varamaðurinn Kristófer Dagur Arnarsson. Lokatölur 3-3 og bæði lið með eitt stig að loknum tveimur umferðum eftir tap í 1. umferð. Þá vann Njarðvík öruggan 5-1 sigur þegar nýliðar Völsungs komu í heimsókn. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net. Fótbolti Lengjudeild karla Grindavík UMF Grindavík Völsungur Tengdar fréttir Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár. 8. maí 2025 11:02 Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. 2. maí 2025 11:30 Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Ungmennafélagið Grindavík mun snúa aftur til Grindavíkur. Munu meistaraflokkar í fótbolta og körfubolta leika leiki sína, allavega að hluta, innan bæjarmarkanna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. 1. maí 2025 17:22 „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Grindvíkingar nýttu margir hverjir sumardaginn fyrsta í sjálfboðaliðastarf á fótboltavelli bæjarins. Ekki hafa farið fram íþróttakappleikir í bænum í um 18 mánuði, en það á að breytast í sumar. 25. apríl 2025 08:02 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Undanfarið hafa Grindvíkingar unnið að því að gera Stakkavíkurvöll kláran eftir að hafa fengið grænt ljós frá yfirvöldum sem og Knattspyrnusambandi Íslands að öruggt sé að leikir fari þar fram. Þá stefnir körfuboltalið bæjarins á að spila eitthvað af heimaleikjum sínum í Grindavík á næstu leiktíð. Það var því blásið til veislu þegar Fjölnir mætti í heimsókn en gestirnir úr Grafarvogi virtust ekki hafa fengið minnisblaðið um að dagurinn ætti að vera sem eftirminnilegastur fyrir gula Grindvíkinga. Rafael Máni Þrastarson kom gestunum yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Ármann Ingi Finnbogason jafnaði á 9. mínútu og stefndi í sannkallaðan markaleik. Rafael Máni kom gestunum yfir á nýjan leik aðeins fjórum mínútum síðar en það reyndist síðasta mark fyrri hálfleiks, staðan að honum loknum 1-2. Adam Árni Róbertsson steig hins vegar upp í síðari hálfleik og reyndist hetja heimamanna. Hann jafnaði metin á 52. mínútu og skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 65. mínútu leiksins. Hilmar Elís Hilmarsson fékk að líta rauða spjaldið í liði gestanna þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Manni færri gerðu gestirnir sér lítið fyrir og jöfnuðu metin. Þar var að verki varamaðurinn Kristófer Dagur Arnarsson. Lokatölur 3-3 og bæði lið með eitt stig að loknum tveimur umferðum eftir tap í 1. umferð. Þá vann Njarðvík öruggan 5-1 sigur þegar nýliðar Völsungs komu í heimsókn. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.
Fótbolti Lengjudeild karla Grindavík UMF Grindavík Völsungur Tengdar fréttir Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár. 8. maí 2025 11:02 Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. 2. maí 2025 11:30 Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Ungmennafélagið Grindavík mun snúa aftur til Grindavíkur. Munu meistaraflokkar í fótbolta og körfubolta leika leiki sína, allavega að hluta, innan bæjarmarkanna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. 1. maí 2025 17:22 „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Grindvíkingar nýttu margir hverjir sumardaginn fyrsta í sjálfboðaliðastarf á fótboltavelli bæjarins. Ekki hafa farið fram íþróttakappleikir í bænum í um 18 mánuði, en það á að breytast í sumar. 25. apríl 2025 08:02 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár. 8. maí 2025 11:02
Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. 2. maí 2025 11:30
Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Ungmennafélagið Grindavík mun snúa aftur til Grindavíkur. Munu meistaraflokkar í fótbolta og körfubolta leika leiki sína, allavega að hluta, innan bæjarmarkanna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. 1. maí 2025 17:22
„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Grindvíkingar nýttu margir hverjir sumardaginn fyrsta í sjálfboðaliðastarf á fótboltavelli bæjarins. Ekki hafa farið fram íþróttakappleikir í bænum í um 18 mánuði, en það á að breytast í sumar. 25. apríl 2025 08:02