Gunnar: Ekki skref niður á við Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2015 15:21 Gunnar Nielsen, nýr markvörður Stjörnunnar, er byrjaður að æfa með sínu nýja félagi. Hann kom til landsins í dag og var kynntur fjölmiðlum á blaðamannafundi í dag. Gunnar er 28 ára gamall Færeyingur en hann var keyptur frá danska félaginu BK Frem til Blackburn Rovers árið 2007. Þaðan fór hann til Manchester City tveimur árum síðar en fékk þó afar fá tækifæri hjá báðum liðum. Hann spilaði sem lánsmaður í neðri deildunum um skamman tíma og svo með Silkeborg í Danmörku í nokkra mánuði árið 2013 áður en hann samdi við skoska liðið Motherwell. Þar var hann þar til að samningi hans var rift í síðasta mánuði. „Svo virðist sem að fólk á Íslandi finnist það skrýtið að ég sé hingað kominn. Ég var síðast hjá Motherwell og þar gerðist ýmislegt sem ég get ekki rætt núna en þetta er vonandi gott tækifæri fyrir mig að spila aftur reglulega,“ sagði hann við Vísi í dag en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hef líka séð að leikmenn sem standa sig vel hér fá tækifæri hjá erlendum liðum. Íslenskum liðum hefur líka vegnað vel í Evrópukeppnum og íslenska landsliðinu hefur líka gengið vel. Ég lít ekki á þetta sem skref aftur á bak.“ Gunnar segir að markmið sitt á Íslandi sé einfalt. „Ég er hingað kominn til að standa mig vel. Ég verð að vinna fyrir sæti mínu í liðinu eins og allir aðrir leikmenn og vonandi er þetta tækifæri sem ég næ að nýta mér.“ „Ég vil fyrst og fremst fá að spila fullt af leikjum. Vonandi tekst okkur að ná árangri, hvort sem er í deildinni eða Evrópukeppninni.“ Hann segir ótímabært að ræða sína framtíð og hvort að hann stefni á að komast aftur í stóra atvinnumannadeild. „Ég samdi við Stjörnuna út tímabilið og ætla bara að einbeita mér að því til að byrja með. Ég hef verið að í mörg ár, verið hjá stórum félögum og glímt við erfið meiðsli. Ég veit hversu fljótt hlutirnir geta breyst.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Það er pressa í Garðabænum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, segir að það séu gerðar kröfur um árangur í Garðabænum. 4. apríl 2015 22:15 Fyrrum leikmaður Manchester City til Stjörnunnar Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við Gunnar Nielsen, landsliðsmarkmann Færeyja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjörnunni. 4. apríl 2015 14:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Gunnar Nielsen, nýr markvörður Stjörnunnar, er byrjaður að æfa með sínu nýja félagi. Hann kom til landsins í dag og var kynntur fjölmiðlum á blaðamannafundi í dag. Gunnar er 28 ára gamall Færeyingur en hann var keyptur frá danska félaginu BK Frem til Blackburn Rovers árið 2007. Þaðan fór hann til Manchester City tveimur árum síðar en fékk þó afar fá tækifæri hjá báðum liðum. Hann spilaði sem lánsmaður í neðri deildunum um skamman tíma og svo með Silkeborg í Danmörku í nokkra mánuði árið 2013 áður en hann samdi við skoska liðið Motherwell. Þar var hann þar til að samningi hans var rift í síðasta mánuði. „Svo virðist sem að fólk á Íslandi finnist það skrýtið að ég sé hingað kominn. Ég var síðast hjá Motherwell og þar gerðist ýmislegt sem ég get ekki rætt núna en þetta er vonandi gott tækifæri fyrir mig að spila aftur reglulega,“ sagði hann við Vísi í dag en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hef líka séð að leikmenn sem standa sig vel hér fá tækifæri hjá erlendum liðum. Íslenskum liðum hefur líka vegnað vel í Evrópukeppnum og íslenska landsliðinu hefur líka gengið vel. Ég lít ekki á þetta sem skref aftur á bak.“ Gunnar segir að markmið sitt á Íslandi sé einfalt. „Ég er hingað kominn til að standa mig vel. Ég verð að vinna fyrir sæti mínu í liðinu eins og allir aðrir leikmenn og vonandi er þetta tækifæri sem ég næ að nýta mér.“ „Ég vil fyrst og fremst fá að spila fullt af leikjum. Vonandi tekst okkur að ná árangri, hvort sem er í deildinni eða Evrópukeppninni.“ Hann segir ótímabært að ræða sína framtíð og hvort að hann stefni á að komast aftur í stóra atvinnumannadeild. „Ég samdi við Stjörnuna út tímabilið og ætla bara að einbeita mér að því til að byrja með. Ég hef verið að í mörg ár, verið hjá stórum félögum og glímt við erfið meiðsli. Ég veit hversu fljótt hlutirnir geta breyst.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Það er pressa í Garðabænum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, segir að það séu gerðar kröfur um árangur í Garðabænum. 4. apríl 2015 22:15 Fyrrum leikmaður Manchester City til Stjörnunnar Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við Gunnar Nielsen, landsliðsmarkmann Færeyja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjörnunni. 4. apríl 2015 14:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Rúnar Páll: Það er pressa í Garðabænum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, segir að það séu gerðar kröfur um árangur í Garðabænum. 4. apríl 2015 22:15
Fyrrum leikmaður Manchester City til Stjörnunnar Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við Gunnar Nielsen, landsliðsmarkmann Færeyja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjörnunni. 4. apríl 2015 14:00