Íslenski boltinn

Samherji Ara Freys og Hallgríms samdi við KR

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jacob Schoop er orðinn leikmaður KR.
Jacob Schoop er orðinn leikmaður KR. mynd/ob.dk
KR hefur fengið frekari liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni í fótbolta.

Fram kemur á heimasíðu félagsins í dag að KR er búið að semja við danska leikmanninn Jacob Schoop sem kemur frá OB í Óðinsvéum. Þar var hann samherji íslensku landsliðsmannanna Ara Freys Skúlasonar og Hallgríms Jónassonar.

Schoop er 24 ára gamall örvfættur leikmaður sem sagður er fljótur og útsjónarsamur miðjumaður.

Hann á að baki 61 leik með OB í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var í byrjunarliðinu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en verið varamaður síðan.

Schoop hefur spilað samtals 23 mínútur á seinni hluta tímabilsins í Danmörku og freistar nú gæfunnar í Pepsi-deildinni.

Daninn flýgur til Spánar á morgun og hittir sína nýju liðsfélaga þar sem þeir eru í æfingaferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×