Fékk vægt menningarsjokk við opnun Quiz-Up í Kína Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. apríl 2015 21:13 Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. Sjá viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. Þorsteinn segir að gjörbreyta hafi þurft öllu viðmóti leiksins þannig að hann hentaði fyrir Kínamarkað. Öll grafík leiksins er til að mynda allt öðruvísi en í Quiz-Up á Vesturlöndum sem 35 milljónir manna hafa sótt frá því leikurinn kom fyrst út í nóvember árið 2013. Leikurinn er gefinn út í Kína í samstarfi við Tencent Holdings, einn stærsta hluthafa Plain Vanilla. Tencent á og rekur samfélagsmiðillinn WeChat, sem er sá stærsti í Kína en hvorki Facebook né Twitter eru aðgengilegir á Kínamarkaði. Reyndar verða nýjar leiðir í tekjuöflun með útgáfu Quiz-Up, sem mun heita We-Quiz í Kína. Þannig verður notendum leiksins gert kleift að kaupa ýmsar vörur og þjónustu í gegnum leikinn sjálfan. Eins og ýmsar viðbætur við leikinn. Þannig munu notendur geta keypt stafræna ávexti og grænmeti til að grýta í skjá keppinauta í leiknum meðan á leik stendur til að trufla þá meðan þeir svara spurningum innan gefins frests. Á Vesturlöndum hefur helsta tekjumódel leiksins hins vegar grundvallast á samningum við fyrirtæki sem hafa kostað nýja spurningaflokka fyrir leikinn. Plain Vanilla gerði til dæmis samning við HBO um spurningaflokka í tengslum við nýjar seríur af þættinum vinsæla Game of Thrones og sambærilegir samningar hafa verið gerðir við Google og Coca Cola og ESPN á Indlandi í tengslum við umfjöllun um krikket, sem nýtur gríðarlegra vinsælda þar í landi. Þorsteinn sagði í Klinkinu að enn væri þó nokkuð í að Plain Vanilla færi að skila hagnaði og hluthöfum raunverulegri arðsemi en auk stofnenda eru það Tencent Holdings, eins og áður segir, og fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital í Kaliforníu. Game of Thrones Klinkið Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. Sjá viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. Þorsteinn segir að gjörbreyta hafi þurft öllu viðmóti leiksins þannig að hann hentaði fyrir Kínamarkað. Öll grafík leiksins er til að mynda allt öðruvísi en í Quiz-Up á Vesturlöndum sem 35 milljónir manna hafa sótt frá því leikurinn kom fyrst út í nóvember árið 2013. Leikurinn er gefinn út í Kína í samstarfi við Tencent Holdings, einn stærsta hluthafa Plain Vanilla. Tencent á og rekur samfélagsmiðillinn WeChat, sem er sá stærsti í Kína en hvorki Facebook né Twitter eru aðgengilegir á Kínamarkaði. Reyndar verða nýjar leiðir í tekjuöflun með útgáfu Quiz-Up, sem mun heita We-Quiz í Kína. Þannig verður notendum leiksins gert kleift að kaupa ýmsar vörur og þjónustu í gegnum leikinn sjálfan. Eins og ýmsar viðbætur við leikinn. Þannig munu notendur geta keypt stafræna ávexti og grænmeti til að grýta í skjá keppinauta í leiknum meðan á leik stendur til að trufla þá meðan þeir svara spurningum innan gefins frests. Á Vesturlöndum hefur helsta tekjumódel leiksins hins vegar grundvallast á samningum við fyrirtæki sem hafa kostað nýja spurningaflokka fyrir leikinn. Plain Vanilla gerði til dæmis samning við HBO um spurningaflokka í tengslum við nýjar seríur af þættinum vinsæla Game of Thrones og sambærilegir samningar hafa verið gerðir við Google og Coca Cola og ESPN á Indlandi í tengslum við umfjöllun um krikket, sem nýtur gríðarlegra vinsælda þar í landi. Þorsteinn sagði í Klinkinu að enn væri þó nokkuð í að Plain Vanilla færi að skila hagnaði og hluthöfum raunverulegri arðsemi en auk stofnenda eru það Tencent Holdings, eins og áður segir, og fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital í Kaliforníu.
Game of Thrones Klinkið Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira