Vigdís segir Einar hafa farið offari Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. apríl 2015 23:02 Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að þingforseti hafi farið offari þegar hann bað eigendur American Bar í Austurstræti um að taka niður bandaríska fánanna sem blakti fyrir utan staðinn. „Ég er búinn að láta mig hafa það að labba inn á þingflokksskrifstofur Framsóknarflokksins í Moggahöllinni undir blaktandi Evrópufána og aldrei datt mér í hug að kvarta yfir því,“ sagði Vigdís um málið þegar hún var gestur í Íslandi í dag í kvöld.American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna.Sjá einnig: Bandaríski fáninn fjarlægður af American BarFáninn hangir enn uppi inni á staðnum.Facebook/American Bar„Er að gerðarleysið við Austurvöll orðið svona mikið að það þurfi að skipta sér af rekstri fyrirtækja? Ég meina, þetta er bara merki þessa staðar og þeir bara auglýsa sig og sína vöru. Mér finnst þetta svolítið langt seilst, bara út af atvinnufrelsi og svona,“ sagði hún. Vigdís lá ekki á skoðunum sínum á þessu máli og sagði: „Þetta er gengið of langt og ég bara lýsi því yfir að það er búið að fara offari í þessu máli.“ Fleiri þingmenn hafa lýst svipuðum skoðunum á málinu eftir að sagt var frá því í fréttum. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, spurði á Facebook-síðu sinni nú í kvöld hvort við værum ekki orðin full viðkvæm ef bandaríski fáninn utan á veitingastað væri að angra okkur. „Það er ekki eins og maður fyllist bandarískri þjóðerniskennd sönglandi bandaríska þjóðsönginn. Er þetta merki um að menn hvíli ekki nægjanlega vel í Íslendingnum í sér?“ spurði þingkonan.Erum við ekki orðin fullviðkvæm ef bandaríski fáninn utan á veitingastað er farinn að angra okkur? Það er ekki eins og...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Friday, April 17, 2015Forseti Alþingis sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann hefði gengið í málið eftir athugasemdir nokkurra þingmanna. „Það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis,“ sagði Einar. „Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömuleiðis brugðust mjög vel við þessu,“ bætti hann svo við. Alþingi Tengdar fréttir Bandaríski fáninn fjarlægður af American Bar Forseti Alþingis ánægður með ákvörðun eigenda American Bar að fjarlægja bandaríska fánann af húsinu þar sem Alþingi er með skrifstofur og fundarsali. 17. apríl 2015 19:15 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að þingforseti hafi farið offari þegar hann bað eigendur American Bar í Austurstræti um að taka niður bandaríska fánanna sem blakti fyrir utan staðinn. „Ég er búinn að láta mig hafa það að labba inn á þingflokksskrifstofur Framsóknarflokksins í Moggahöllinni undir blaktandi Evrópufána og aldrei datt mér í hug að kvarta yfir því,“ sagði Vigdís um málið þegar hún var gestur í Íslandi í dag í kvöld.American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna.Sjá einnig: Bandaríski fáninn fjarlægður af American BarFáninn hangir enn uppi inni á staðnum.Facebook/American Bar„Er að gerðarleysið við Austurvöll orðið svona mikið að það þurfi að skipta sér af rekstri fyrirtækja? Ég meina, þetta er bara merki þessa staðar og þeir bara auglýsa sig og sína vöru. Mér finnst þetta svolítið langt seilst, bara út af atvinnufrelsi og svona,“ sagði hún. Vigdís lá ekki á skoðunum sínum á þessu máli og sagði: „Þetta er gengið of langt og ég bara lýsi því yfir að það er búið að fara offari í þessu máli.“ Fleiri þingmenn hafa lýst svipuðum skoðunum á málinu eftir að sagt var frá því í fréttum. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, spurði á Facebook-síðu sinni nú í kvöld hvort við værum ekki orðin full viðkvæm ef bandaríski fáninn utan á veitingastað væri að angra okkur. „Það er ekki eins og maður fyllist bandarískri þjóðerniskennd sönglandi bandaríska þjóðsönginn. Er þetta merki um að menn hvíli ekki nægjanlega vel í Íslendingnum í sér?“ spurði þingkonan.Erum við ekki orðin fullviðkvæm ef bandaríski fáninn utan á veitingastað er farinn að angra okkur? Það er ekki eins og...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Friday, April 17, 2015Forseti Alþingis sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann hefði gengið í málið eftir athugasemdir nokkurra þingmanna. „Það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis,“ sagði Einar. „Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömuleiðis brugðust mjög vel við þessu,“ bætti hann svo við.
Alþingi Tengdar fréttir Bandaríski fáninn fjarlægður af American Bar Forseti Alþingis ánægður með ákvörðun eigenda American Bar að fjarlægja bandaríska fánann af húsinu þar sem Alþingi er með skrifstofur og fundarsali. 17. apríl 2015 19:15 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Bandaríski fáninn fjarlægður af American Bar Forseti Alþingis ánægður með ákvörðun eigenda American Bar að fjarlægja bandaríska fánann af húsinu þar sem Alþingi er með skrifstofur og fundarsali. 17. apríl 2015 19:15
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent