Í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir sölu hrossakjöts Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2015 13:44 Willy Selten seldi hrossakjöt sem nautakjöt um alla Evrópu. Vísir/AFP Hollenskur karlmaður var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að selja hrossakjöt sem nautakjöt um alla Evrópu. Willy Selten falsaði skjöl um uppruna kjöts í máli sem teygði sig frá hamborgurum í Írlandi til kjötbolla í Ikea og pylsa í Rússlandi. Af 167 sýnum sem tekin voru í sölufyrirtæki Selten reyndust 35 innihalda hrossakjöt, en allar vörurnar voru seldar sem hreint nautakjöt. Þetta er eitt stærsta hneyksli sinnar tegundar í Evrópu og kom fyrst upp árið 2013. Á vef Guardian segir að á árunum 2011 og 2012 hafi Selten selt minnst 336 tonn af hrossakjöti sem nautakjöt. Matvælaeftirlit Hollands lét endurkalla um 50 þúsund tonn af kjöti sem Selten hafði selt sem nautakjöt. Próf voru gerð á gífurlega mikið af kjöti í kjölfari málsins og í ljós kom að ein af hverjum tuttugu máltíðum sem sagðar eru innihalda nautakjöt í Evrópu, innihéldu í raun hrossakjöt. Annað hvort að fullu eða að hluta til. Hér að neðan má annars vegar sjá hvernig svindlið fór fram og hins vegar má sjá í hvaða löndum hrossakjöt fannst í nautakjötsumbúðum.Vísir/GraphicNewsVísir/GraphicNews Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hollenskur karlmaður var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að selja hrossakjöt sem nautakjöt um alla Evrópu. Willy Selten falsaði skjöl um uppruna kjöts í máli sem teygði sig frá hamborgurum í Írlandi til kjötbolla í Ikea og pylsa í Rússlandi. Af 167 sýnum sem tekin voru í sölufyrirtæki Selten reyndust 35 innihalda hrossakjöt, en allar vörurnar voru seldar sem hreint nautakjöt. Þetta er eitt stærsta hneyksli sinnar tegundar í Evrópu og kom fyrst upp árið 2013. Á vef Guardian segir að á árunum 2011 og 2012 hafi Selten selt minnst 336 tonn af hrossakjöti sem nautakjöt. Matvælaeftirlit Hollands lét endurkalla um 50 þúsund tonn af kjöti sem Selten hafði selt sem nautakjöt. Próf voru gerð á gífurlega mikið af kjöti í kjölfari málsins og í ljós kom að ein af hverjum tuttugu máltíðum sem sagðar eru innihalda nautakjöt í Evrópu, innihéldu í raun hrossakjöt. Annað hvort að fullu eða að hluta til. Hér að neðan má annars vegar sjá hvernig svindlið fór fram og hins vegar má sjá í hvaða löndum hrossakjöt fannst í nautakjötsumbúðum.Vísir/GraphicNewsVísir/GraphicNews
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira