Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Lewis Hamilton, mun væntanlega skrifa undir nýjan samning við Mercedes fyrir helgi.
Það er enginn smá samningur sem hann er að gera því nýi samningurinn mun færa honum 5,5 milljarða í árslaun. Það má fara við og við á Bæjarins bestu fyrir slíkan pening.
„Þetta ætti að klárast í vikunni. Samningurinn er 99,6 prósent klár. Það á ekki eftir að semja um neitt. Bara pappírsvinna," sagði Hamilton.
Hamilton hefur malað gull í Formúlunni síðustu ár og ekki útlit fyrir að hann sé að fara að gefa neitt eftir.
Hamilton búinn að ganga frá risasamningi

Mest lesið








Max svaraði Marko fullum hálsi
Formúla 1


Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“
Íslenski boltinn