Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2015 11:30 Mynd/Dalkurd.se Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn sænska C-deildarliðið Dalkurd FF eru í áfalli eftir að hafa breytt ferðaáætlunum sínum skömmu fyrir flug Germanwings frá Barcelona til Düsseldorf í gær. Umrædd flugvél fórst í frönsku Ölpunum í gær eins og ítarlega hefur verið fjallað um. 140 manns voru um borð í vélinni og fórust allir. „Við áttum upphaflega að vera í þessu flugi. Við innrituðum okkur með öllum þessum farþegum. Það er súrrealískt,“ sagði Adil Kizil, einn forráðamanna félagsins, í samtali við Aftonbladet. „Þegar við komum á flugvöllinn í Barcelona voru fjögur flug [Germanwings] á leið frá Barcelona á sama tíma - öll á leið norður yfir Alpana.“ Ákveðið var að breyta ferðatilhögun hópsins þar sem biðtíminn í Düsseldorf þótti of langur. Var honum skipt á hinar þrjár vélarnar og komust allir heilir á höldnu heim til Svíþjóðar. „Fjögur flug og við vorum með leikmenn í þremur þeirra. Við skulum bara segja að við höfðum heppnina með okkur,“ sagði Kizil og bætti við að leikmennirnir væru allir í sjokki og að hugur þeirra væri hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið. „Allt þetta fólk sem var í fluginu sem fórst var í innrituninni og þar sem við vorum öll að fara með sama flugfélaginu fórum við öll að sömu hliðunum,“ bætti hann við. Dalkurd er frá Borlänge í Svíþjóð og var stofnað árið 2004 af kúrdískum innflytjendum.Vi sänder våra djupaste kondoleanser till alla de drabbade av dagens hemska tragedi i Frankrike. Må ni vila i frid. #4U9525— Dalkurd FF (@DalkurdFF) March 24, 2015 Fótbolti Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn sænska C-deildarliðið Dalkurd FF eru í áfalli eftir að hafa breytt ferðaáætlunum sínum skömmu fyrir flug Germanwings frá Barcelona til Düsseldorf í gær. Umrædd flugvél fórst í frönsku Ölpunum í gær eins og ítarlega hefur verið fjallað um. 140 manns voru um borð í vélinni og fórust allir. „Við áttum upphaflega að vera í þessu flugi. Við innrituðum okkur með öllum þessum farþegum. Það er súrrealískt,“ sagði Adil Kizil, einn forráðamanna félagsins, í samtali við Aftonbladet. „Þegar við komum á flugvöllinn í Barcelona voru fjögur flug [Germanwings] á leið frá Barcelona á sama tíma - öll á leið norður yfir Alpana.“ Ákveðið var að breyta ferðatilhögun hópsins þar sem biðtíminn í Düsseldorf þótti of langur. Var honum skipt á hinar þrjár vélarnar og komust allir heilir á höldnu heim til Svíþjóðar. „Fjögur flug og við vorum með leikmenn í þremur þeirra. Við skulum bara segja að við höfðum heppnina með okkur,“ sagði Kizil og bætti við að leikmennirnir væru allir í sjokki og að hugur þeirra væri hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið. „Allt þetta fólk sem var í fluginu sem fórst var í innrituninni og þar sem við vorum öll að fara með sama flugfélaginu fórum við öll að sömu hliðunum,“ bætti hann við. Dalkurd er frá Borlänge í Svíþjóð og var stofnað árið 2004 af kúrdískum innflytjendum.Vi sänder våra djupaste kondoleanser till alla de drabbade av dagens hemska tragedi i Frankrike. Må ni vila i frid. #4U9525— Dalkurd FF (@DalkurdFF) March 24, 2015
Fótbolti Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira