Segir Landsbankann rassskelltan: "Til hvers eru stjórnendum borguð laun?“ ingvar haraldsson skrifar 19. mars 2015 11:48 "Til hvers eru stjórnendum borguð laun?“, spyr Andri Geir Bjarnason, fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbankans, í ljósi þess að erlendir sérfræðingar hafi verið fengnir til að fara yfir rekstur bankans. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir arðsemi bankans undir væntingum. vísir/gva/daníel „Á aðalfundi í gær var Landsbankinn rækilega rassskelltur og stjórn bankans vakin upp af þyrnirósasvefni sínum,“ segir verkfræðingurinn og fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbankans Andri Geir Arinbjarnarson um aðalfund Landsbankans sem fram fór í gær. „Ekki stendur steinn yfir steini af hinni margrómuðu stefnu bankans frá 2010. Stefnu sem hefur dregið hagnað af reglulegum rekstri niður í 5-6%, selt eignir í lokuðu ferli og keypt eina dýrustu lóð landsins við Hörpu undir nýjar aðalstöðvar,“ segir Andri í pistlum sem hann ritar á Eyjunni. Landsbankinn sem er 98 prósent í eigu ríkisins, hagnaðist um tæpa 30 milljarða eftir skatta en 39 milljarða fyrir skatta. Það segir ekki alla söguna því samkvæmt ársreikningi nam virðisrýrnun útlána 20 milljörðum. Þá seldi bankinn alla hluti sína í Valitor Holding hf., Borgun hf., IEI slhf. og 9,9% eignarhlut sinn í Framtakssjóði Íslands slhf á árinu 2014. Því var arðsemi bankans af reglulegri starfsemi hans ekki nema 5 til 6 prósent. Þetta er talsvert undir arðsemi 100 stærstu fyrirtækja á Íslandi árið 2013 en hún var 9 prósent.Arðsemi Landsbankans af reglulegum rekstri var talsvert undir meðalarðsemi stærstu fyrirtækja landsins árið 2013.vísir/vilhelmStaðan slæm skömmu fyrir sölu á hlut ríkisins Andri bendir á að hreinar vaxtatekjur hafi dregist saman um 18 prósent á árinu, launakostnaður hækkað um 10 prósent eða sem svarar til 90.000 króna hækkun á mánuði á hvert stöðugildi. Verkfræðingurinn segir stöðu bankans ekki góða, sérstaklega ekki skömmu áður en ríkið hyggst selja hlut í bankanum. „Því miður hefur Landsbankinn tapað dýrmætum tíma sem samkeppnisaðilar hafa notað vel til að styrkja stöðu sína. Landsbankamenn hafa sofið á verðinum, enda þarf ekki að hafa mikið fyrir hlutunum þegar hægt er að stóla á 20 milljarða króna árlegan hagnað af uppfærslu lánasafna sem keypt voru á „afslætti“,“ segir Andri. Hann bætir við að slíkur tekjustofn sé ekki sjálfbær og því hljóti menn að spyrja sig hvernig brúa eigi tekjutapið þegar uppfærslu á lánasöfnum lýkur og hagnaður af sölu Borgunar, Valitors, Prómens og annarra eigna þurrkast upp. „Hvernig á þá að fjármagna 10% hækkun á launakostnaði,“ spyr Andri.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir arðsemi bankans ekki vera viðunandi.Til hvers eru stjórnendum borguð laun? Þá bendir Andri á að á undanförnum mánuðum hafi verið unnið að endurskoðun á stefnu bankans með erlendu ráðgjafarfyrirtæki. „Það eru alltaf veikleikamerki þegar stjórnir viðurkenna að ráða þurfi ráðgjafa við hlið stjórnenda til að finna tækifæri til úrbóta. Til hvers eru stjórnendum borguð laun? Það er yfirleitt mun ódýrara að ráða stjórnendur með rétta þekkingu og reynslu en að styðjast við ráðgjafa,“ segir Andri. Bankastjórinn segir að auka verði arðsemi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir í skýrslu stjórnar bankans að auka þurfi arðsemi hans, 5-6 prósent arðsemi af reglulegum rekstri sé of lítið. Bankasýsla ríkisins hafði því sett bankanum það markmið að arðsemi af reglubundnum rekstri verði yfir 10 prósent á næstu fjórum árum. Þetta á að gera með lækkun kostnaðar og aukningu þjónustutekna. Borgunarmálið Tengdar fréttir Segir Arion Banka og Landsbankann hafa tapað á virðisbreytingu lána Hafsteinn Gunnar Hauksson segir hagnað bankanna ekki drifinn áfram af virðisbreytingum lánasafna öfugt við það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt fram á Alþingi í gær. 19. febrúar 2015 11:00 Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00 Auka þrír milljarðar í arð frá Landsbankanum Ríkið gerði ráð fyrir 21 milljarði í arð frá bankanum en stefnt er á að greiða 24 milljarða. 27. febrúar 2015 10:03 Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
„Á aðalfundi í gær var Landsbankinn rækilega rassskelltur og stjórn bankans vakin upp af þyrnirósasvefni sínum,“ segir verkfræðingurinn og fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbankans Andri Geir Arinbjarnarson um aðalfund Landsbankans sem fram fór í gær. „Ekki stendur steinn yfir steini af hinni margrómuðu stefnu bankans frá 2010. Stefnu sem hefur dregið hagnað af reglulegum rekstri niður í 5-6%, selt eignir í lokuðu ferli og keypt eina dýrustu lóð landsins við Hörpu undir nýjar aðalstöðvar,“ segir Andri í pistlum sem hann ritar á Eyjunni. Landsbankinn sem er 98 prósent í eigu ríkisins, hagnaðist um tæpa 30 milljarða eftir skatta en 39 milljarða fyrir skatta. Það segir ekki alla söguna því samkvæmt ársreikningi nam virðisrýrnun útlána 20 milljörðum. Þá seldi bankinn alla hluti sína í Valitor Holding hf., Borgun hf., IEI slhf. og 9,9% eignarhlut sinn í Framtakssjóði Íslands slhf á árinu 2014. Því var arðsemi bankans af reglulegri starfsemi hans ekki nema 5 til 6 prósent. Þetta er talsvert undir arðsemi 100 stærstu fyrirtækja á Íslandi árið 2013 en hún var 9 prósent.Arðsemi Landsbankans af reglulegum rekstri var talsvert undir meðalarðsemi stærstu fyrirtækja landsins árið 2013.vísir/vilhelmStaðan slæm skömmu fyrir sölu á hlut ríkisins Andri bendir á að hreinar vaxtatekjur hafi dregist saman um 18 prósent á árinu, launakostnaður hækkað um 10 prósent eða sem svarar til 90.000 króna hækkun á mánuði á hvert stöðugildi. Verkfræðingurinn segir stöðu bankans ekki góða, sérstaklega ekki skömmu áður en ríkið hyggst selja hlut í bankanum. „Því miður hefur Landsbankinn tapað dýrmætum tíma sem samkeppnisaðilar hafa notað vel til að styrkja stöðu sína. Landsbankamenn hafa sofið á verðinum, enda þarf ekki að hafa mikið fyrir hlutunum þegar hægt er að stóla á 20 milljarða króna árlegan hagnað af uppfærslu lánasafna sem keypt voru á „afslætti“,“ segir Andri. Hann bætir við að slíkur tekjustofn sé ekki sjálfbær og því hljóti menn að spyrja sig hvernig brúa eigi tekjutapið þegar uppfærslu á lánasöfnum lýkur og hagnaður af sölu Borgunar, Valitors, Prómens og annarra eigna þurrkast upp. „Hvernig á þá að fjármagna 10% hækkun á launakostnaði,“ spyr Andri.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir arðsemi bankans ekki vera viðunandi.Til hvers eru stjórnendum borguð laun? Þá bendir Andri á að á undanförnum mánuðum hafi verið unnið að endurskoðun á stefnu bankans með erlendu ráðgjafarfyrirtæki. „Það eru alltaf veikleikamerki þegar stjórnir viðurkenna að ráða þurfi ráðgjafa við hlið stjórnenda til að finna tækifæri til úrbóta. Til hvers eru stjórnendum borguð laun? Það er yfirleitt mun ódýrara að ráða stjórnendur með rétta þekkingu og reynslu en að styðjast við ráðgjafa,“ segir Andri. Bankastjórinn segir að auka verði arðsemi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir í skýrslu stjórnar bankans að auka þurfi arðsemi hans, 5-6 prósent arðsemi af reglulegum rekstri sé of lítið. Bankasýsla ríkisins hafði því sett bankanum það markmið að arðsemi af reglubundnum rekstri verði yfir 10 prósent á næstu fjórum árum. Þetta á að gera með lækkun kostnaðar og aukningu þjónustutekna.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Segir Arion Banka og Landsbankann hafa tapað á virðisbreytingu lána Hafsteinn Gunnar Hauksson segir hagnað bankanna ekki drifinn áfram af virðisbreytingum lánasafna öfugt við það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt fram á Alþingi í gær. 19. febrúar 2015 11:00 Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00 Auka þrír milljarðar í arð frá Landsbankanum Ríkið gerði ráð fyrir 21 milljarði í arð frá bankanum en stefnt er á að greiða 24 milljarða. 27. febrúar 2015 10:03 Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Segir Arion Banka og Landsbankann hafa tapað á virðisbreytingu lána Hafsteinn Gunnar Hauksson segir hagnað bankanna ekki drifinn áfram af virðisbreytingum lánasafna öfugt við það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt fram á Alþingi í gær. 19. febrúar 2015 11:00
Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21
Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00
80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00
Auka þrír milljarðar í arð frá Landsbankanum Ríkið gerði ráð fyrir 21 milljarði í arð frá bankanum en stefnt er á að greiða 24 milljarða. 27. febrúar 2015 10:03