Besti leikmaður áströlsku rúgbý-deildarinnar í fyrra hefur ákveðið að reyna að komast í NFL-deildina.
Hinn 27 ára gamli Jarryd Hayne tilkynnti um ákvörðun sína í október síðastliðnum. Hann hefur nú ákveðið að fara til æfinga hjá San Francisco 49ers og var hann formlega tilkynntur sem leikmaður í æfingahópi félagsins í gær.
Meistarar Seattle og Detroit Lions höfðu einnig áhuga en 49ers var til í að lofa honum 13 milljónum króna fyrir að koma og reyna sig hjá félaginu.
Síðan hann tók ákvörðunina í október hefur hann verið að æfa með fyrrum NFL-leikmönnum. Hayne vill verða hlaupari í deildinni.
„Hann þarf að læra mikið. Til að mynda að taka á móti höggum. Ef hann lærir það gæti hann orðið öflugur," sagði Tim Dwight, fyrrum útherji í deildinni, en hann hefur verið að æfa með Hayne.
Getur rúgbý-leikmaður spilað í NFL-deildinni?

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



