Sport

Kolbeini hrint út úr brautinni - hann og Trausti komust ekki áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Höður Gunnarsson.
Kolbeinn Höður Gunnarsson. Vísir/Valli
Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson komust ekki áfram í undanrásum í 400 metra hlaupi á Evrópumóti í frjálsum íþróttum í Prag en þeir voru fyrstu Íslendingarnir til að keppa á mótinu.

Trausti Stefánsson varð í 25. sæti í 400 metra hlaupinu en Kolbeinn Höður Gunnarsson  þurfti að sætta sig við 32. og síðasta sætið af þeim sem kláruðu. Átján tryggðu sér sæti í undanúrslitunum.

Þeir félagar voru báðir nokkuð frá sínu besta en tími Kolbeins er varla marktækur enda var Akureyringnum hreinlega hrint út úr brautinni í miðju hlaupinu.  Spánverjinn Samuel Garcia var sökudólgurinn en hann tryggði sér sæti í undanúrslitunum.

Kolbeinn Höður Gunnarsson varð í neðsta sæti í sínum riðli á 49,21 sekúndum en Íslandsmet hans er 47,59 sekúndur. Kolbeinn missti örugglega meira en sekúndu þegar honum var hrint út úr brautinni í miðju hlaupi en hann hélt þó áfram og kláraði.

Trausti Stefánsson varð í fimmta sæti í sínum riðli en hann kom í mark á 48,28 sekúndum sem er nokkuð frá hans besta sem er hlaup upp á 47,62 sekúndur á dögunum. Tveir fljótustu menn riðilsins komust beint áfram en þeir hlupu á 47,47 sekúndum og 47,56 sekúndum eða undir Íslandsmetinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×