Sport

Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Valli
Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga.

Aníta kom í mark á 2:01.56 mínútum en gamla metið hennar síðan á Meistaramóti Íslands var 2:01,77. Hún bætti því metið um 21 sekúndubrot.

Aníta er bara 19 ára gömul og þetta er því einnig Evrópumót unglinga en það met átti hún líka og hefur nú bætt í tvígang.  

Aníta leiddi allt hlaupið en missti hina rússnesku Yekaterina Poistogova fram úr sér í lokin. Aníta á hinsvegar mikinn þátt í góðum tímum í hennar riðli því hún keyrði upp hraðann í hlaupinu.

Tvær efstu í riðlinum tryggðu sér sæti í undanúrslitunum og því þurfti Aníta ekkert að bíða eftir úrslitunum í öðrum riðlum.

Aníta hleypur síðan í undanúrslitunum á morgun. Það er vonandi að hún hafi ekki sett alltof mikið í hlaupið í dag en þetta leit allt mjög vel út hjá henni.


Tengdar fréttir

Okkar fólk á EM í frjálsum í beinni á Vísi

Aníta Hinriksdóttir og þrír aðrir íslenskir keppendur verða í eldlínunni í dag á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer í Prag í Tékklandi.

Aníta gæti verið nálægt verðlaunapallinum í Prag

Aníta Hinriksdóttir hefur keppni í dag á sínu fjórða stórmóti fullorðinna. Þjálfarinn Gunnar Páll Jóakimsson er bjartsýnn á gengi hennar á EM í Prag og segir Anítu vera reynslunni ríkari frá fyrri stórmótum sínum.

Aníta: Draumurinn að fá boð á Demantamót

Aníta Hinriksdóttir virðist í góðu formi í upphafi nýs árs en hún bætti eigið Íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss á Meistaramóti Íslands í Kaplakrika. Aníta bætti einnig eigið Evrópumet í flokki 19 ára og yngri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×