Sport

Æfði í Suður-Afríku yfir áramótin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Valli
Aníta Hinriksdóttir tók á móti nýju ári hinum megin á hnettinum því lokaundirbúningur hennar fyrir innanhússtímabilið fór fram um mitt sumar þrátt fyrir að það væru mánaðarmótin desember-janúar.

„Við fórum í æfingabúðir til Suður-Afríku yfir áramótin og vorum fram í janúar. Þangað eru að fara margir af bestu millilengdar langhlaupurum í heimi þannig að það var því bæði hvetjandi og gott fyrir hana að vera í því umhverfi," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu.

„Þetta er eitthvað sem við vorum búin að vera að stefna að og þarna var hún að gera sömu hlutina og þeir bestu er að gera. Við eigum alveg örugglega eftir að fara þangað aftur. Það var mjög gott hvatningarlega að vera í þessu umhverfi," segir Gunnar Páll.

Næsta á dagskrá hjá henni er síðan sterkt innanhússmót í Birmingham 21. febrúar. „Það nýtist mjög vel í aðdraganda EM. Hún hefði annars farið á þetta Norðurlandamót sem er um næstu helgi en við ákváðum að taka þetta framyfir af því að þetta er sterkari keppni og enn betri reynsla fyrir hana að keppa á svona stórmóti," segir Gunnar Páll.


Tengdar fréttir

Aníta: Draumurinn að fá boð á Demantamót

Aníta Hinriksdóttir virðist í góðu formi í upphafi nýs árs en hún bætti eigið Íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss á Meistaramóti Íslands í Kaplakrika. Aníta bætti einnig eigið Evrópumet í flokki 19 ára og yngri.

Aníta með glæsilegt Íslandsmet

Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet í 800 metra hlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands innanhús í Kaplakrika í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×