Super Bowl-hetjan fékk pallbílinn sem Tom Brady vann Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 11:30 Ekki amalegur pallbíll. mynd/instagramsíða Patriots Þó Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, hafi verið langbesti leikmaðurinn í Super Bowl á dögunum sem Patriots vann, 28-24, í einum besta úrslitaleik sögunnar, þá var engin spurning um hver var hetja Patriots-liðsins. Bakvörðurinn ungi, Malcolm Butler, sem byrjaði leikinn á bekknum, komst inn í síðustu sendingu Russells Wilsons, leikstjórnanda Seattle Seahawks, á ótrúlegan hátt og vann leikinn fyrir New England. Tom Brady var eðlilega kjörinn besti leikmaður Super Bowl eða MVP og fékk fyrir það glænýjan, rauðan Chevrolet Colorado pallbíl. Rosalegar lokamínútur í Super Bowl 49: „Mig langar mikið að gefa Malcolm bílinn. Ég ætla að finna út leið til þess að gera það,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali daginn eftir Ofurskálina. Vandamálin voru aðalega skattalegs eðlis. Brady hefur lítið að gera við 2,6 milljóna króna pallbíl þar sem hann og konan hans, ofurfyrirsætan Gisele Bündchen, eru metin á 410 milljónir dala eða 54 milljarða króna. Brady fékk átta milljónir dala í grunnlaun fyrir síðasta tímabil eða einn milljarð króna á meðan Butler, sem er nýliði, var á lægsta samning sem fyrir finnst í NFL-deildinni. Hann fékk 510 þúsund dali fyrir sín störf eða 67 milljónir króna. Brady varð að ósk sinni í gær þegar Chevrolet-umboð eitt í Boston afhenti Butler pallbílinn við mikla hrifningu leikmannsins unga sem er nú spáð glæstri framtíð í NFL-deildinni. Nú er hann búinn að fá frían bíl og svo er talað um það í Boston að hann muni aldrei þurfa að borga fyrir drykk aftur á bar þar í borg á meðan hann lifir. Alltaf að spara. Tom Brady's Super Bowl MVP Chevy Truck now has a new owner: Malcolm Butler. A photo posted by New England Patriots (@patriots) on Feb 10, 2015 at 2:20pm PST NFL Tengdar fréttir Urðu af hundruðum milljóna vegna lélegustu ákvörðunar íþróttasögunnar Menn eru enn að velta sér upp úr glórulausri ákvörðun Pete Carroll, þjálfara Seattle Seahawks, í Super Bowl-leiknum. 4. febrúar 2015 11:30 Fimm leikmenn sektaðir eftir Super Bowl slagsmálin Fimm leikmenn hafa verið sektaðir vegna hegðunar sinnar í úrslitaleik bandaríska ruðningsins Super Bowl. 7. febrúar 2015 23:30 Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Super Bowl sló áhorfsmet í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn fjölmenntu fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudag til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og New England Patriots í úrslitum ameríska fótboltans. 3. febrúar 2015 22:30 Þjálfari Seattle tók á sig sökina 20 sekúndur á klukkunni, eitt skref eftir í markið og leikhlé inni. Seattle var með einn sterkasta hlaupara deildarinnar tilbúinn að klára leikinn en liðið ákvað að kasta. 2. febrúar 2015 09:57 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Þó Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, hafi verið langbesti leikmaðurinn í Super Bowl á dögunum sem Patriots vann, 28-24, í einum besta úrslitaleik sögunnar, þá var engin spurning um hver var hetja Patriots-liðsins. Bakvörðurinn ungi, Malcolm Butler, sem byrjaði leikinn á bekknum, komst inn í síðustu sendingu Russells Wilsons, leikstjórnanda Seattle Seahawks, á ótrúlegan hátt og vann leikinn fyrir New England. Tom Brady var eðlilega kjörinn besti leikmaður Super Bowl eða MVP og fékk fyrir það glænýjan, rauðan Chevrolet Colorado pallbíl. Rosalegar lokamínútur í Super Bowl 49: „Mig langar mikið að gefa Malcolm bílinn. Ég ætla að finna út leið til þess að gera það,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali daginn eftir Ofurskálina. Vandamálin voru aðalega skattalegs eðlis. Brady hefur lítið að gera við 2,6 milljóna króna pallbíl þar sem hann og konan hans, ofurfyrirsætan Gisele Bündchen, eru metin á 410 milljónir dala eða 54 milljarða króna. Brady fékk átta milljónir dala í grunnlaun fyrir síðasta tímabil eða einn milljarð króna á meðan Butler, sem er nýliði, var á lægsta samning sem fyrir finnst í NFL-deildinni. Hann fékk 510 þúsund dali fyrir sín störf eða 67 milljónir króna. Brady varð að ósk sinni í gær þegar Chevrolet-umboð eitt í Boston afhenti Butler pallbílinn við mikla hrifningu leikmannsins unga sem er nú spáð glæstri framtíð í NFL-deildinni. Nú er hann búinn að fá frían bíl og svo er talað um það í Boston að hann muni aldrei þurfa að borga fyrir drykk aftur á bar þar í borg á meðan hann lifir. Alltaf að spara. Tom Brady's Super Bowl MVP Chevy Truck now has a new owner: Malcolm Butler. A photo posted by New England Patriots (@patriots) on Feb 10, 2015 at 2:20pm PST
NFL Tengdar fréttir Urðu af hundruðum milljóna vegna lélegustu ákvörðunar íþróttasögunnar Menn eru enn að velta sér upp úr glórulausri ákvörðun Pete Carroll, þjálfara Seattle Seahawks, í Super Bowl-leiknum. 4. febrúar 2015 11:30 Fimm leikmenn sektaðir eftir Super Bowl slagsmálin Fimm leikmenn hafa verið sektaðir vegna hegðunar sinnar í úrslitaleik bandaríska ruðningsins Super Bowl. 7. febrúar 2015 23:30 Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Super Bowl sló áhorfsmet í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn fjölmenntu fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudag til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og New England Patriots í úrslitum ameríska fótboltans. 3. febrúar 2015 22:30 Þjálfari Seattle tók á sig sökina 20 sekúndur á klukkunni, eitt skref eftir í markið og leikhlé inni. Seattle var með einn sterkasta hlaupara deildarinnar tilbúinn að klára leikinn en liðið ákvað að kasta. 2. febrúar 2015 09:57 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Urðu af hundruðum milljóna vegna lélegustu ákvörðunar íþróttasögunnar Menn eru enn að velta sér upp úr glórulausri ákvörðun Pete Carroll, þjálfara Seattle Seahawks, í Super Bowl-leiknum. 4. febrúar 2015 11:30
Fimm leikmenn sektaðir eftir Super Bowl slagsmálin Fimm leikmenn hafa verið sektaðir vegna hegðunar sinnar í úrslitaleik bandaríska ruðningsins Super Bowl. 7. febrúar 2015 23:30
Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34
Super Bowl sló áhorfsmet í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn fjölmenntu fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudag til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og New England Patriots í úrslitum ameríska fótboltans. 3. febrúar 2015 22:30
Þjálfari Seattle tók á sig sökina 20 sekúndur á klukkunni, eitt skref eftir í markið og leikhlé inni. Seattle var með einn sterkasta hlaupara deildarinnar tilbúinn að klára leikinn en liðið ákvað að kasta. 2. febrúar 2015 09:57