Handbolti

Geir vann Íslendingaslaginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Geir Sveinsson og lærisveinar í Magdeburg eru í góðum málum í þýsku úrvalsdeildinni, en þeir unnu VfL Gummersbach 33-28 í kvöld.

Gummersbach byrjaði betur, en þegar vörnin small hjá Magdeburg fóru hlutirnir að gerast. Þeir refsuðu með hröðum upphlaupum og staðan 17-14, Magedburg í vil í hálfleik.

Gunnar Steinn Jónsson fékk tækifæri í upphafi síðari hálfleiks í liði Gummersbach og skoraði gott mark. Hann var þó fljótt tekinn útaf eftir það og kom ekkert meira við sögu.

Magdeburg vann svo að lokum fimm marka sigur, 33-28, en liðið situr í fjórða sæti deildarinnar með 33 stig. Gummersbach er í því níunda.

Yves Grafenhorst fór á kostum hjá Magdeburg og skoraði níu mörk, en Raul Santos var markahæstur hjá gestunum með átta mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×