Ótrúleg og áður óséð tölfræði: Tveir Arsenal-menn áttu enga sendingu Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 08:01 Kai Havertz lék allan leikinn gegn Manchester City en átti þó enga sendingu á samherja. Getty/James Gill Þeir Kai Havertz og Jurriën Timber áttu sinn þátt í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Hvorugur þeirra átti þó eina einustu sendingu á samherja. Timber reyndi alls sex sendingar í leiknum en engin þeirra skilaði sér á samherja. Havertz reyndi fimm sendingar. Um einsdæmi er að ræða í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, eða að minnsta kosti svo langt sem gagnasafn Opta tölfræðiveitunnar nær, frá tímabilinu 2003-04. Þeir Havertz og Timber komu nefnilega ekki inn á sem varamenn heldur léku meira en 89 mínútur í leiknum. Timber var skipt af velli í uppbótartíma en Havertz kláraði leikinn. Jurrien Timber and Kai Havertz failed to complete any of their passes against Man City today 😬They're the first outfield players on record to play 89+ minutes of a Premier League match and not successfully pass to a teammate 🙃#MCIARS pic.twitter.com/Mj1IBb8e53— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2024 Arsenal var í vörn allan seinni hálfleikinn eftir að Leandro Trossard fékk sitt annað gula spjald, og þar með rautt, í blálok fyrri hálfleiks fyrir að tefja að mati dómarans Michael Oliver. Liðið var þá 2-1 yfir, þrátt fyrir að Timber og Havertz hefðu ekki átt eina sendingu á samherja. Þeir fengu svo fá tækifæri til að spila boltanum í seinni hálfleik þegar City var nánast allan tímann með boltann, en jöfnunarmark City kom þó ekki fyrr en á síðustu stundu þegar John Stones tókst að jafna metin. Silva: Aðeins annað liðið vildi spila fótbolta Bernardo Silva, miðjumaður City, var ekki hrifinn af leikstíl Arsenal og sagði eftir leik: „Það var bara eitt lið sem kom til þess að spila fótbolta. Hitt liðið kom til þess að gera eins mikið og hægt væri með leyfi dómarans, því miður. Ég er ánægður með að við skulum alltaf fara á völlinn til þess að vinna hvern einasta leik,“ sagði Silva. Arsenal var aðeins nokkrum sekúndum frá því að verða fyrsta gestaliðið til að fagna sigri á Etihad-leikvanginum síðan Brentford vann þar fyrir tæpum tveimur árum, í nóvember 2022. „Það er kraftaverk að við höfum getað spilað svona í 56 mínútur á Etihad-vellinum, með tíu menn. Það sem við gerðum hérna er ótrúlegt,“ sagði Mikel Arteta stjóri Arsenal. Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Timber reyndi alls sex sendingar í leiknum en engin þeirra skilaði sér á samherja. Havertz reyndi fimm sendingar. Um einsdæmi er að ræða í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, eða að minnsta kosti svo langt sem gagnasafn Opta tölfræðiveitunnar nær, frá tímabilinu 2003-04. Þeir Havertz og Timber komu nefnilega ekki inn á sem varamenn heldur léku meira en 89 mínútur í leiknum. Timber var skipt af velli í uppbótartíma en Havertz kláraði leikinn. Jurrien Timber and Kai Havertz failed to complete any of their passes against Man City today 😬They're the first outfield players on record to play 89+ minutes of a Premier League match and not successfully pass to a teammate 🙃#MCIARS pic.twitter.com/Mj1IBb8e53— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2024 Arsenal var í vörn allan seinni hálfleikinn eftir að Leandro Trossard fékk sitt annað gula spjald, og þar með rautt, í blálok fyrri hálfleiks fyrir að tefja að mati dómarans Michael Oliver. Liðið var þá 2-1 yfir, þrátt fyrir að Timber og Havertz hefðu ekki átt eina sendingu á samherja. Þeir fengu svo fá tækifæri til að spila boltanum í seinni hálfleik þegar City var nánast allan tímann með boltann, en jöfnunarmark City kom þó ekki fyrr en á síðustu stundu þegar John Stones tókst að jafna metin. Silva: Aðeins annað liðið vildi spila fótbolta Bernardo Silva, miðjumaður City, var ekki hrifinn af leikstíl Arsenal og sagði eftir leik: „Það var bara eitt lið sem kom til þess að spila fótbolta. Hitt liðið kom til þess að gera eins mikið og hægt væri með leyfi dómarans, því miður. Ég er ánægður með að við skulum alltaf fara á völlinn til þess að vinna hvern einasta leik,“ sagði Silva. Arsenal var aðeins nokkrum sekúndum frá því að verða fyrsta gestaliðið til að fagna sigri á Etihad-leikvanginum síðan Brentford vann þar fyrir tæpum tveimur árum, í nóvember 2022. „Það er kraftaverk að við höfum getað spilað svona í 56 mínútur á Etihad-vellinum, með tíu menn. Það sem við gerðum hérna er ótrúlegt,“ sagði Mikel Arteta stjóri Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira