Apple græddi milljarð á klukkustund ingvar haraldsson skrifar 3. febrúar 2015 11:55 Tim Cook, stórnarformaður Apple, á hlutabréf í Apple að verðmæti 49 milljarða íslenskra króna. vísir/ap Bandaríski tölvurisinn Apple hagnaðist um einn milljarð króna á hverri klukkustund á síðasta ársfjórðungi. Á hverri mínútu hagnaðist fyrirtækið um 18 milljónir króna og um 300 þúsund krónur á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum sem The Daily Mail hefur tekið saman. Í heild hagnaðist fyrirtækið um 2.395 milljarða króna á ársfjórðungnum sem er umtalsvert meira en landsframleiðsla Íslands á öllu árinu 2013 en hún var 1.873 milljarðar. Raunar er þetta mesti hagnaður sem nokkurt fyrirtæki hefur skilað á einum ársfjórðungi. Sjá einnig: Apple skilur keppinautana eftir í rykinuHeildarvirði hlutabréfa í Apple er 84.000 milljarðar króna. Það er meira en landsframleiðsla allra ríkja heimsins að undanskildum þeim 20 ríkustu. Þá á Apple 24.000 milljarða króna í reiðufé. Bandaríska ríkið myndi fá 8000 milljarða króna í ríkiskassann ef Apple myndi greiða hefðbundinn 35 prósent bandarískan fyrirtækjaskatt af erlendum eignum sínum.Sjá einnig: Apple kynnir stærstu breytinguna á iPhone hingað tilHinsvegar greiddi félagið einungis 1 prósent skatt af tekjum sínum í Bretlandi á síðasta ári. Talið er að fyrirtækið hafi selt vörur fyrir 2.000 milljarða króna. Vegna tekjutilfærslna milli landa og skattasamninga við ýmis ríki gaf fyrirtækið upp 19 milljarða króna til skatts í Bretlandi og af því greiddi Apple einungis 220 milljónir í skatt. Tækni Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríski tölvurisinn Apple hagnaðist um einn milljarð króna á hverri klukkustund á síðasta ársfjórðungi. Á hverri mínútu hagnaðist fyrirtækið um 18 milljónir króna og um 300 þúsund krónur á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum sem The Daily Mail hefur tekið saman. Í heild hagnaðist fyrirtækið um 2.395 milljarða króna á ársfjórðungnum sem er umtalsvert meira en landsframleiðsla Íslands á öllu árinu 2013 en hún var 1.873 milljarðar. Raunar er þetta mesti hagnaður sem nokkurt fyrirtæki hefur skilað á einum ársfjórðungi. Sjá einnig: Apple skilur keppinautana eftir í rykinuHeildarvirði hlutabréfa í Apple er 84.000 milljarðar króna. Það er meira en landsframleiðsla allra ríkja heimsins að undanskildum þeim 20 ríkustu. Þá á Apple 24.000 milljarða króna í reiðufé. Bandaríska ríkið myndi fá 8000 milljarða króna í ríkiskassann ef Apple myndi greiða hefðbundinn 35 prósent bandarískan fyrirtækjaskatt af erlendum eignum sínum.Sjá einnig: Apple kynnir stærstu breytinguna á iPhone hingað tilHinsvegar greiddi félagið einungis 1 prósent skatt af tekjum sínum í Bretlandi á síðasta ári. Talið er að fyrirtækið hafi selt vörur fyrir 2.000 milljarða króna. Vegna tekjutilfærslna milli landa og skattasamninga við ýmis ríki gaf fyrirtækið upp 19 milljarða króna til skatts í Bretlandi og af því greiddi Apple einungis 220 milljónir í skatt.
Tækni Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira