Apple græddi milljarð á klukkustund ingvar haraldsson skrifar 3. febrúar 2015 11:55 Tim Cook, stórnarformaður Apple, á hlutabréf í Apple að verðmæti 49 milljarða íslenskra króna. vísir/ap Bandaríski tölvurisinn Apple hagnaðist um einn milljarð króna á hverri klukkustund á síðasta ársfjórðungi. Á hverri mínútu hagnaðist fyrirtækið um 18 milljónir króna og um 300 þúsund krónur á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum sem The Daily Mail hefur tekið saman. Í heild hagnaðist fyrirtækið um 2.395 milljarða króna á ársfjórðungnum sem er umtalsvert meira en landsframleiðsla Íslands á öllu árinu 2013 en hún var 1.873 milljarðar. Raunar er þetta mesti hagnaður sem nokkurt fyrirtæki hefur skilað á einum ársfjórðungi. Sjá einnig: Apple skilur keppinautana eftir í rykinuHeildarvirði hlutabréfa í Apple er 84.000 milljarðar króna. Það er meira en landsframleiðsla allra ríkja heimsins að undanskildum þeim 20 ríkustu. Þá á Apple 24.000 milljarða króna í reiðufé. Bandaríska ríkið myndi fá 8000 milljarða króna í ríkiskassann ef Apple myndi greiða hefðbundinn 35 prósent bandarískan fyrirtækjaskatt af erlendum eignum sínum.Sjá einnig: Apple kynnir stærstu breytinguna á iPhone hingað tilHinsvegar greiddi félagið einungis 1 prósent skatt af tekjum sínum í Bretlandi á síðasta ári. Talið er að fyrirtækið hafi selt vörur fyrir 2.000 milljarða króna. Vegna tekjutilfærslna milli landa og skattasamninga við ýmis ríki gaf fyrirtækið upp 19 milljarða króna til skatts í Bretlandi og af því greiddi Apple einungis 220 milljónir í skatt. Tækni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bandaríski tölvurisinn Apple hagnaðist um einn milljarð króna á hverri klukkustund á síðasta ársfjórðungi. Á hverri mínútu hagnaðist fyrirtækið um 18 milljónir króna og um 300 þúsund krónur á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum sem The Daily Mail hefur tekið saman. Í heild hagnaðist fyrirtækið um 2.395 milljarða króna á ársfjórðungnum sem er umtalsvert meira en landsframleiðsla Íslands á öllu árinu 2013 en hún var 1.873 milljarðar. Raunar er þetta mesti hagnaður sem nokkurt fyrirtæki hefur skilað á einum ársfjórðungi. Sjá einnig: Apple skilur keppinautana eftir í rykinuHeildarvirði hlutabréfa í Apple er 84.000 milljarðar króna. Það er meira en landsframleiðsla allra ríkja heimsins að undanskildum þeim 20 ríkustu. Þá á Apple 24.000 milljarða króna í reiðufé. Bandaríska ríkið myndi fá 8000 milljarða króna í ríkiskassann ef Apple myndi greiða hefðbundinn 35 prósent bandarískan fyrirtækjaskatt af erlendum eignum sínum.Sjá einnig: Apple kynnir stærstu breytinguna á iPhone hingað tilHinsvegar greiddi félagið einungis 1 prósent skatt af tekjum sínum í Bretlandi á síðasta ári. Talið er að fyrirtækið hafi selt vörur fyrir 2.000 milljarða króna. Vegna tekjutilfærslna milli landa og skattasamninga við ýmis ríki gaf fyrirtækið upp 19 milljarða króna til skatts í Bretlandi og af því greiddi Apple einungis 220 milljónir í skatt.
Tækni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira