Primera Air segist áskilja sér rétt til að höfða mál gegn ASÍ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2015 19:21 Flugvél frá Primera Air. Vísir/Hörður Stjórnendur Primera Air segja yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands frá því fyrr í dag vera furðulega, óréttmæta og villandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá flugfélaginu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þar segir að ASÍ hafi ekki byggt ályktun sína á neinni sérstakri vitneskju, þekkingu eða staðreyndum.Miðstjórn ASÍ mótmælti í dag harðlega því sem sambandið kallaði aðför Primera Air að réttindum launafólks. Sagði sambandið í ályktun að flugfélagið byggi starfsemi sína frá Íslandi „á grófum félagslegum undirboðum gagnvart áhöfnum þeirra flugvéla sem notaðar eru í rekstri félagsins“. Primera hafnar ásökunum ASÍ og segir sambandið ekki hafa reynt að afla upplýsinga um starfsemina. „ASÍ hefur ekki sett sig í samband við Primera Air hvorki fyrr né síðar til að afla upplýsinga og sætir það furðu að það hafi ekki gerst þegar haft er í huga að skorað er á yfirvöld að stöðva ólögmæta starfsemi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ályktun ASÍ kom fram að um kaup og kjör áhafna Primera Air fari samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum, hvort heldur litið er til laga um starfsmannaleigur eða laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Flugfélagið segist hinsvegar ekki þurfa að greiða starfsfólki sínu laun miðað við kjarasamninga í þeim löndum þar sem bækistöðvar félagsins eru. „Primera flýgur frá mörgum bækistöðvum í 6 löndum til 80 flugvalla og gæti orðið æði flókið ef kaup og kjör fylgdu ávallt bækistöð hverju sinni eins og ASÍ virðist ætla sé venjan í flugrekstri,“ segir í yfirlýsingunni. „Menn geta svo ímyndað sér hvernig stór erlend flugfélög með langdrægari flugvélar um allan heim færu að því að reka sína starfsemi.“ Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að flugfélagið ásakanir ASÍ svo alvarlegar og ærumeiðandi að það áskilji sér rétt til leita réttar síns fyrir dómstólum. Fréttir af flugi Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Stjórnendur Primera Air segja yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands frá því fyrr í dag vera furðulega, óréttmæta og villandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá flugfélaginu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þar segir að ASÍ hafi ekki byggt ályktun sína á neinni sérstakri vitneskju, þekkingu eða staðreyndum.Miðstjórn ASÍ mótmælti í dag harðlega því sem sambandið kallaði aðför Primera Air að réttindum launafólks. Sagði sambandið í ályktun að flugfélagið byggi starfsemi sína frá Íslandi „á grófum félagslegum undirboðum gagnvart áhöfnum þeirra flugvéla sem notaðar eru í rekstri félagsins“. Primera hafnar ásökunum ASÍ og segir sambandið ekki hafa reynt að afla upplýsinga um starfsemina. „ASÍ hefur ekki sett sig í samband við Primera Air hvorki fyrr né síðar til að afla upplýsinga og sætir það furðu að það hafi ekki gerst þegar haft er í huga að skorað er á yfirvöld að stöðva ólögmæta starfsemi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ályktun ASÍ kom fram að um kaup og kjör áhafna Primera Air fari samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum, hvort heldur litið er til laga um starfsmannaleigur eða laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Flugfélagið segist hinsvegar ekki þurfa að greiða starfsfólki sínu laun miðað við kjarasamninga í þeim löndum þar sem bækistöðvar félagsins eru. „Primera flýgur frá mörgum bækistöðvum í 6 löndum til 80 flugvalla og gæti orðið æði flókið ef kaup og kjör fylgdu ávallt bækistöð hverju sinni eins og ASÍ virðist ætla sé venjan í flugrekstri,“ segir í yfirlýsingunni. „Menn geta svo ímyndað sér hvernig stór erlend flugfélög með langdrægari flugvélar um allan heim færu að því að reka sína starfsemi.“ Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að flugfélagið ásakanir ASÍ svo alvarlegar og ærumeiðandi að það áskilji sér rétt til leita réttar síns fyrir dómstólum.
Fréttir af flugi Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent