Erlent

Loftárásir Jórdana „bara upphafið“

Atli Ísleifsson skrifar
Orrutuþotur Jórdaníuhers flugu í gær yfir heimabæ al-Kasasbeh á leið sinni frá Sýrlandi og Írak aftur til jórdönsku höfuðborgarinnar Amman.
Orrutuþotur Jórdaníuhers flugu í gær yfir heimabæ al-Kasasbeh á leið sinni frá Sýrlandi og Írak aftur til jórdönsku höfuðborgarinnar Amman. Vísir/EPA
Utanríkisráðherra Jórdaníu segir að loftárásir Jórdaníuhers á stöðvar ISIS séu „bara upphafið að hefndaraðgerðum“ ríkisins vegna aftöku ISIS-liða á jórdönskum flugmanni sem var brenndur til bana.

Nasser Judeh segir í samtali við CNN að Jórdaníumenn muni leggja allt í sölurnar í herferð sinni gegn ISIS.

Jórdaníuher hafði áður einungis gert árásir á búðir hryðjuverkamanna í Sýrlandi en ráðherrann hefur nú greint frá því að þær nái einnig til Íraks.

ISIS-liðar birtu fyrr í vikunni myndband sem sýnir flugmanninn Moaz al-Kasasbeh brenndan til bana.

Orrutuþotur Jórdaníuhers flugu í gær yfir heimabæ al-Kasasbeh á leið sinni frá Sýrlandi og Írak aftur til jórdönsku höfuðborgarinnar Amman. Var það gert til að hylla hinn látna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×