Sættir sig ekki við að KSÍ kalli hann ofbeldismann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2015 19:00 Ásgeir Magnús Ólafsson hefur sent formanni og framkvæmdastjóra KSÍ bréf þar sem hann lýsir yfir óánægju sinni með störf og framkomu Sigurðar Óla Þorleifssonar, starfsmanns Knattspyrnusambands Íslands, í hans garð. Ásgeir Magnús fór inn á völlinn eftir úrslitaleik FH og Stjörnunnar 4.október síðastliðinn og kippti línuverðaflagginu úr hendi Sigurðar Óla Þorleifssonar, aðstoðardómara leiksins. Hann segist ekki hafa snert Sigurð Óla. „Það var verið að ljúga upp á mig að ég hafi slegið mann og ég sætti mig ekki við það," segir Ásgeir Magnús Ólafsson í viðtali við Íþróttadeild 365 sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Það viðurkenndi ég strax og sagði það í samtali við dómara leiksins daginn eftir þegar við áttum símtal að ég myndi bæta það ef eitthvert tjón hefði orðið á flagginu. Svo fæ ég fréttir um það eins og ég orða í bréfinu að ég hafi átt að hafa slegið manninn. Það er algjörlega rangt og ég get ekki sætt við mig við þessar lygar," segir Ásgeir Magnús. „Þeir segja annað en ég á símtal sem ég vísa í bréfinu mínu. Það símtal átti ég við línuvörðinn Sigurð Óla og tók það fram í upphafi að ég væri að taka símtalið upp. Þar kom fram í fyrstu eða annarri setningu hjá honum að það gæti hafa verið einhver annar en þar var hann kominn inn í öngstræti með sinn málflutning enda er lygi ekki góður málflutningur. Það þarf hann að horfast í augu við," sagði Ásgeir Magnús. Ásgeir Magnús viðurkennir fúslega að hann hafi farið inn á völlinn í óleyfi. „Bréfið mitt snýst ekki um það. Ég viðurkenni allt sem ég gerði það og ég er ekki stoltur af því að hafa farið inn á völlinn og tekið flaggið. Hugsunin hjá mér var bara svipuð því að taka eldspítur af óvita. Það var ekkert annað en táknrænt. Ég er ekki stoltur af því og hefði að sjálfsögðu ekki átt að gera þetta," sagði Ásgeir Magnús. „Ég er búinn að biðja KSÍ afsökunar og biðja FH-inga afsökunar. Ég ætlaði að biðjast afsökunar í samtalinu við línuvörðinn en samtalið leiddi okkur annað og hann sleit því. Hér með vil ég fyrir framan alla þjóðina biðja hann afsökunar á því að hafa tekið af honum flaggið en án þess að snerta hann. Við vitum það báðir að hann er að ljúga í öllu þessu ferli og fleiri eru að ljúga eins og kemur fram í bréfi mínu," sagði Ásgeir Magnús. „Í atvikalýsingu er ítrekað sagt að ég hafi slegið manninn. Í fyrstu var mér sagt að það hafi verið haft eftir fréttamanni sem er alrangt. Það er vegið að fréttamanni og ákveðnum fjölmiðli sem er mjög slæmt," sagði Ásgeir Magnús. „Þú getur gert mistök en þú átt ekki að komast upp með það að ljúga. Ég sætti mig ekki við að vera kallaðir ofbeldismaður," sagði Ásgeir Magnús. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Ásgeir Magnús Ólafsson hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira
Ásgeir Magnús Ólafsson hefur sent formanni og framkvæmdastjóra KSÍ bréf þar sem hann lýsir yfir óánægju sinni með störf og framkomu Sigurðar Óla Þorleifssonar, starfsmanns Knattspyrnusambands Íslands, í hans garð. Ásgeir Magnús fór inn á völlinn eftir úrslitaleik FH og Stjörnunnar 4.október síðastliðinn og kippti línuverðaflagginu úr hendi Sigurðar Óla Þorleifssonar, aðstoðardómara leiksins. Hann segist ekki hafa snert Sigurð Óla. „Það var verið að ljúga upp á mig að ég hafi slegið mann og ég sætti mig ekki við það," segir Ásgeir Magnús Ólafsson í viðtali við Íþróttadeild 365 sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Það viðurkenndi ég strax og sagði það í samtali við dómara leiksins daginn eftir þegar við áttum símtal að ég myndi bæta það ef eitthvert tjón hefði orðið á flagginu. Svo fæ ég fréttir um það eins og ég orða í bréfinu að ég hafi átt að hafa slegið manninn. Það er algjörlega rangt og ég get ekki sætt við mig við þessar lygar," segir Ásgeir Magnús. „Þeir segja annað en ég á símtal sem ég vísa í bréfinu mínu. Það símtal átti ég við línuvörðinn Sigurð Óla og tók það fram í upphafi að ég væri að taka símtalið upp. Þar kom fram í fyrstu eða annarri setningu hjá honum að það gæti hafa verið einhver annar en þar var hann kominn inn í öngstræti með sinn málflutning enda er lygi ekki góður málflutningur. Það þarf hann að horfast í augu við," sagði Ásgeir Magnús. Ásgeir Magnús viðurkennir fúslega að hann hafi farið inn á völlinn í óleyfi. „Bréfið mitt snýst ekki um það. Ég viðurkenni allt sem ég gerði það og ég er ekki stoltur af því að hafa farið inn á völlinn og tekið flaggið. Hugsunin hjá mér var bara svipuð því að taka eldspítur af óvita. Það var ekkert annað en táknrænt. Ég er ekki stoltur af því og hefði að sjálfsögðu ekki átt að gera þetta," sagði Ásgeir Magnús. „Ég er búinn að biðja KSÍ afsökunar og biðja FH-inga afsökunar. Ég ætlaði að biðjast afsökunar í samtalinu við línuvörðinn en samtalið leiddi okkur annað og hann sleit því. Hér með vil ég fyrir framan alla þjóðina biðja hann afsökunar á því að hafa tekið af honum flaggið en án þess að snerta hann. Við vitum það báðir að hann er að ljúga í öllu þessu ferli og fleiri eru að ljúga eins og kemur fram í bréfi mínu," sagði Ásgeir Magnús. „Í atvikalýsingu er ítrekað sagt að ég hafi slegið manninn. Í fyrstu var mér sagt að það hafi verið haft eftir fréttamanni sem er alrangt. Það er vegið að fréttamanni og ákveðnum fjölmiðli sem er mjög slæmt," sagði Ásgeir Magnús. „Þú getur gert mistök en þú átt ekki að komast upp með það að ljúga. Ég sætti mig ekki við að vera kallaðir ofbeldismaður," sagði Ásgeir Magnús. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Ásgeir Magnús Ólafsson hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira