Margir af leikmönnum NFL-deildarinnar eru mjög trúaðir og einn sá trúaðasti er Russell Wilson, leikstjórnandi meistara Seattle Seahawks.
Wilson komst á ótrúlegan hátt í Super Bowl-leikinn eftir ótrúlegan endasprett gegn Green Bay Packers.
Ekkert hafði gengið upp framan af í leiknum hjá Wilson og hann kastaði boltanum meðal annars fjórum sinnum í hendur andstæðinganna sem er óvanalegt hjá honum.
Sjá einnig: Kraftaverkaendurkoma Seattle
Wilson kenndi Guði um þessi mistök en þakkaði honum einnig fyrir grátandi í leikslok.
Maðurinn sem varð að sætta sig við tap í þessum leik, Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, var spurður út í Guð og amerískan fótbolta í útvarpsþætti.
„Ég held að Guð sé lítið að spá í útkomu leikja. Honum er annt um fólkið á vellinum. Ég hef enga trú á því að hann sé mikill áhugamaður um amerískan fótbolta," sagði Rodgers.
Guð er ekki áhugamaður um amerískan fótbolta

Tengdar fréttir

Patriots og Seahawks mætast í Super Bowl
New England Patriots og Seattle Seahawks komust í nótt í úrslitaleik ameríska fótboltans og mætast því í Super Bowl eftir tæpar tvær vikur. Þau komust þó á mjög ólíkan hátt í gegnum mótherja sína.

Kraftaverkaendurkoman í Seattle í nótt | Myndband
Seattle Seahawks sýndi í nótt úr hverju meistarar eru gerðir þegar þeir komu til baka á ótrúlegan hátt í leik sínum við Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í NFL-deildinni.

Fóru of snemma og misstu af ótrúlegri endurkomu
Seattle Seahawks er komið í Super Bowl annað árið í röð eftir kraftaverkaendurkomu á móti Green Bay Packers í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt.