Ekki annað að sjá en Egyptar hafi lagt sig fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2015 16:32 Strákarnir okkar fögnuðu flottum sigri í gær. Vísir/Eva Björk Karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í gær sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar með 28-25 sigri á Egyptum í lokaleik sínum í riðlinum. Strákarnir okkar höfnuðu í þriðja sæti riðilsins og mæta Dönum á morgun en Egyptar, sem höfnuðu í fjórða sæti riðilsins, mæta Þjóðverjum. Leikurinn gegn Egyptum í gær var skrautlegur. Ísland byrjaði hörmulega og skoraði aðeins eitt mark fyrstu tíu mínútur leiksins. Útlitið var svart og í takti við skelfilegar upphafsmínútur í öðrum leikjum Íslands í Katar að frátöldu jafnteflinu gegn Frökkum. Okkar mönnum tókst hins vegar að snúa við blaðinu og breyta stöðunni úr 4-1, þremur mörkum undir yfir í fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þeim sem þetta skrifar fannst ýmislegt í leik Egypta benda til þess að þeir hefðu ekki áhuga á að vinna leikinn. Besti markvörður Egypta og þeirra besti útileikmaður voru hvíldir framan af leik og upphitun Egypta var óvenjuleg þar sem hópurinn hélt sig í hliðarsal. Það til viðbótar við mikil umskipti í skrýtnum fyrri hálfleik varð til þess að slegið var upp vangaveltu í frétt hér á Vísi hvort Egyptar hefðu áhuga á að vinna leikinn. Ljóst var að tap myndi þýða þægilegri andstæðinga fyrir Egypta í sextán og átta liða úrslitum en ef liðið legði Ísland að velli. Eftir að hafa horft aftur á leikinn í dag er hins vegar erfitt að halda því fram að Egyptar hafi ekki lagt sig fram í leiknum. Það getur verið erfitt fyrir lið að gíra sig upp í leik þar sem ekki er að miklu að keppa og jafnvel betra upp á framhaldið að tapa leiknum. Þá er sömuleiðis ekki óþekkt á stórmóti, þar sem fimm leikir eru spilaðir á níu dögum, að lið nýti leiki sem skipta minna máli til að hvíla menn. Það þýðir þó ekki að aðrir leikmenn liðsins leggi sig ekki fram og geri sitt besta. Hvort Egyptar hafi lagt sig að fullu fram er í raun algjört aukaatriði þótt undirritaður fari ekki ofan af því að tilefni hafi verið til að velta því fyrir sér. Það er mjög sérstök staða fyrir lið að vera í þegar það hentar jafnvel betur að tapa leiknum. Sú staða kemur reglulega upp á stórmótum hvort sem er í fótbolta eða handbolta. Þegar öllu er á botninn hvolft lögðu okkar menn allt í leikinn og uppskáru eftir því. Flottur sigur þar sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var í sérflokki. Það verður spennandi að sjá hvort við getum gert Dönum grikk á og vonandi að Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson verði klárir í slaginn. Áfram Ísland! HM 2015 í Katar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í gær sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar með 28-25 sigri á Egyptum í lokaleik sínum í riðlinum. Strákarnir okkar höfnuðu í þriðja sæti riðilsins og mæta Dönum á morgun en Egyptar, sem höfnuðu í fjórða sæti riðilsins, mæta Þjóðverjum. Leikurinn gegn Egyptum í gær var skrautlegur. Ísland byrjaði hörmulega og skoraði aðeins eitt mark fyrstu tíu mínútur leiksins. Útlitið var svart og í takti við skelfilegar upphafsmínútur í öðrum leikjum Íslands í Katar að frátöldu jafnteflinu gegn Frökkum. Okkar mönnum tókst hins vegar að snúa við blaðinu og breyta stöðunni úr 4-1, þremur mörkum undir yfir í fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þeim sem þetta skrifar fannst ýmislegt í leik Egypta benda til þess að þeir hefðu ekki áhuga á að vinna leikinn. Besti markvörður Egypta og þeirra besti útileikmaður voru hvíldir framan af leik og upphitun Egypta var óvenjuleg þar sem hópurinn hélt sig í hliðarsal. Það til viðbótar við mikil umskipti í skrýtnum fyrri hálfleik varð til þess að slegið var upp vangaveltu í frétt hér á Vísi hvort Egyptar hefðu áhuga á að vinna leikinn. Ljóst var að tap myndi þýða þægilegri andstæðinga fyrir Egypta í sextán og átta liða úrslitum en ef liðið legði Ísland að velli. Eftir að hafa horft aftur á leikinn í dag er hins vegar erfitt að halda því fram að Egyptar hafi ekki lagt sig fram í leiknum. Það getur verið erfitt fyrir lið að gíra sig upp í leik þar sem ekki er að miklu að keppa og jafnvel betra upp á framhaldið að tapa leiknum. Þá er sömuleiðis ekki óþekkt á stórmóti, þar sem fimm leikir eru spilaðir á níu dögum, að lið nýti leiki sem skipta minna máli til að hvíla menn. Það þýðir þó ekki að aðrir leikmenn liðsins leggi sig ekki fram og geri sitt besta. Hvort Egyptar hafi lagt sig að fullu fram er í raun algjört aukaatriði þótt undirritaður fari ekki ofan af því að tilefni hafi verið til að velta því fyrir sér. Það er mjög sérstök staða fyrir lið að vera í þegar það hentar jafnvel betur að tapa leiknum. Sú staða kemur reglulega upp á stórmótum hvort sem er í fótbolta eða handbolta. Þegar öllu er á botninn hvolft lögðu okkar menn allt í leikinn og uppskáru eftir því. Flottur sigur þar sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var í sérflokki. Það verður spennandi að sjá hvort við getum gert Dönum grikk á og vonandi að Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson verði klárir í slaginn. Áfram Ísland!
HM 2015 í Katar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira