Trú Böðvar Jónsson skrifar 28. janúar 2015 14:54 Inngangur Áður en reynt er að tala um trú er nauðsynlegt reyna að skilgreina hvað við er átt með orðinu trú. Venjulega þegar trú ber á góma er um að ræða trú á tilvist yfirskilvitlegs máttar í höndum skapara, mótanda, eða afls sem hefur hannað sköpunarverkið í heild sinni og með öllu sem í því er. Til að einfalda okkur umræðu um trúmál höfum við í okkar menningarheimi valið þessum yfirnáttúrulega, yfirskilvitlega mætti nafnið Guð. Vegna þess að við mennirnir getum ekki séð, snert eða skilið Guðdóminn, ekki frekar en málverkið málarann sem málaði það, þá tölum við um trú. Þeir sem eru trúaðir trúa sem sagt á Guð sem þeir hvorki sjá eða heyra en eru samt fullvissir um tilvist hans. Fyrir nokkru rakst ég á ljóð þar sem kona að nafni Ruhíyyíh Rabbani orðar mjög vel það sem ég er að reyna að segja með fátæklegri orðum. Ég birti aðeins hluta úr ljóðinu til að lengja ekki pistlinn um of. Hún kallar ljóðið Það er trú:Það er trú Að ganga þar, hvar enginn stígur fer Að anda þar, sem loft ei nokkurt er Að sjá þar til, er hvergi lýsir ljós Það er trúAð hrópa út í þögnina og næturinnar tómog heyra aldrei bergmálið til baka flytja óm,en trúa samt og trúa, aftur og afturÞað er trú (Þýð: Svanur Gísi Þorkelsson)Einn Guð ein trú Þegar grannt er skoðað þá virðist ljóst að það getur ekki verið nema einn skapari, einn Guð og allar guðlega opinberaðar trúarkenningar geta eingöngu verið frá honum komnar gegnum boðbera hans. Þó að þessar trúarsetningar virðist ólíkar við fyrstu sín þá er ekki óeðlilegt að draga þá ályktun að það stafi fremur en nokkuð annað af þeim ólíku tímum og ólíkum aðstæðum þess fólks sem þessum kenningum var ætlað að leiða til betri vegar. Sú fullyrðing er í framhaldinu nærtæk að í raun sé bara „einn Guð“ og sem afleiðing af því „ein trú“. Segja má að staðfesting þessa kristallist í „Gullnu reglunni“ sem gengur, með svipuðu orðalagi en sömu merkingu, eins og sameinandi rauður þráður gegnum allar opinberaðar trúarkenningar mannkynsins. Sameiginlegt öllum þessum boðberum er, að í því sem þeir létu eftir sig voru skilaboð þess efnis að þeir myndu koma aftur í fyllingu tímans. Þetta þekkja kristnir menn vel úr orðum Krists. En það er líklega forvitnilegt fyrir marga að líta 5000 ár aftur í tímann og skoða hvað um þetta er sagt í elstu trúarritum heimsins þar sem Krishna talar sem boðberi Guðs: „Hvenær sem réttlætinu hallar og ranglætið tekur að ryðja sér til rúms þá opinbera ég sjálfan mig. Ég fæðist öld eftir öld til að viðhalda hinu góða, til þess að uppræta illræðismenn og koma réttlætinu í fastar skorður.“Þegar trúin missir mátt Þegar maður les þessa 5000 ára gömlu tilvitnun spyr maður sig hvernig lítur það út í nútímanum þegar „dyggðum og réttlæti hnignar og spilling og óréttlæti ríkja“? Spurningin er í einföldu máli, hvað gerist þegar trú á Guð er hafnað og áhrif hennar í samfélaginu dofna og jafnvel hverfa? Í ritum yngstu trúar heimsins, ritum bahá‘í trúar, er að finna tilvitnun sem bahá‘íar trúa að svari þessari spurningu. Tilvitnunin hljóðar svo: „Trú er öflugasta tækið til að leggja grunn að reglu í heiminum...... Ef ljós trúarinnar hættir að skína, mun ringulreið og öngþveiti af hljótast og ljós sanngirni, réttlætis, friðar og rósemi deyja út, öfughneigð mannlegs eðlis, niðurlæging mannlegs framferðis, spilling og upplausn mannlegra stofnana birta undir slíkum kringumstæðum sínar verstu hliðar. Mannleg skaphöfn er vanvirt, vongleðin dofnar, taugar agans slakna, rödd samviskunnar þagnar, sómatilfinningin myrkvast og dýpstu kenndir, gleði, friðar og vonar fjara út hægt og hægt.“ (Fyrirheit um heimsfrið: Yfirlýsing Alþjóðlega bahá‘i samfélagsins á Friðarári S.þ. 1985-6)Lokaorð Að fara í stríð á forsendum trúarlegrar óeiningar á ekki rétt á sér því í raun er Guð einn og trúin ein þar sem gullna reglan „það sem þér vijið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra“ gengur eins og grunnstef eða samnefnari gegnum öll trúarrit heimsins. Getum við séð fyrir okkur trúarbragðahöfundana sem færðu okkur þessa gullnu reglu í harðvítugum átökum í andlegum veröldum Guðs? Mér er alla vega ómögulegt að sjá slíkt fyrir mér. En ég á auðvelt með að ímynda mér þá fella tár yfir framferði og gerðum þeirra sem kalla sig fylgjendur þeirra. Að heyja stríð í nafni trúar er og hefur alltaf verið óásættanlegur leikur illra afla.Þegar hugsun um stríð kemur upp,Andæfið henni þá með enn sterkari hugsun um frið.Hatursfullri hugsun verður að eyðameð enn máttugri hugsun um kærleika. (Úr bahai fræðum)Lát manninn sigra reiði með ást,Lát hann sigra illt með góðu,Lát hann sigra græðgi með gjafmildiog lygarann með sannleika (Úr Búddafræðum) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Inngangur Áður en reynt er að tala um trú er nauðsynlegt reyna að skilgreina hvað við er átt með orðinu trú. Venjulega þegar trú ber á góma er um að ræða trú á tilvist yfirskilvitlegs máttar í höndum skapara, mótanda, eða afls sem hefur hannað sköpunarverkið í heild sinni og með öllu sem í því er. Til að einfalda okkur umræðu um trúmál höfum við í okkar menningarheimi valið þessum yfirnáttúrulega, yfirskilvitlega mætti nafnið Guð. Vegna þess að við mennirnir getum ekki séð, snert eða skilið Guðdóminn, ekki frekar en málverkið málarann sem málaði það, þá tölum við um trú. Þeir sem eru trúaðir trúa sem sagt á Guð sem þeir hvorki sjá eða heyra en eru samt fullvissir um tilvist hans. Fyrir nokkru rakst ég á ljóð þar sem kona að nafni Ruhíyyíh Rabbani orðar mjög vel það sem ég er að reyna að segja með fátæklegri orðum. Ég birti aðeins hluta úr ljóðinu til að lengja ekki pistlinn um of. Hún kallar ljóðið Það er trú:Það er trú Að ganga þar, hvar enginn stígur fer Að anda þar, sem loft ei nokkurt er Að sjá þar til, er hvergi lýsir ljós Það er trúAð hrópa út í þögnina og næturinnar tómog heyra aldrei bergmálið til baka flytja óm,en trúa samt og trúa, aftur og afturÞað er trú (Þýð: Svanur Gísi Þorkelsson)Einn Guð ein trú Þegar grannt er skoðað þá virðist ljóst að það getur ekki verið nema einn skapari, einn Guð og allar guðlega opinberaðar trúarkenningar geta eingöngu verið frá honum komnar gegnum boðbera hans. Þó að þessar trúarsetningar virðist ólíkar við fyrstu sín þá er ekki óeðlilegt að draga þá ályktun að það stafi fremur en nokkuð annað af þeim ólíku tímum og ólíkum aðstæðum þess fólks sem þessum kenningum var ætlað að leiða til betri vegar. Sú fullyrðing er í framhaldinu nærtæk að í raun sé bara „einn Guð“ og sem afleiðing af því „ein trú“. Segja má að staðfesting þessa kristallist í „Gullnu reglunni“ sem gengur, með svipuðu orðalagi en sömu merkingu, eins og sameinandi rauður þráður gegnum allar opinberaðar trúarkenningar mannkynsins. Sameiginlegt öllum þessum boðberum er, að í því sem þeir létu eftir sig voru skilaboð þess efnis að þeir myndu koma aftur í fyllingu tímans. Þetta þekkja kristnir menn vel úr orðum Krists. En það er líklega forvitnilegt fyrir marga að líta 5000 ár aftur í tímann og skoða hvað um þetta er sagt í elstu trúarritum heimsins þar sem Krishna talar sem boðberi Guðs: „Hvenær sem réttlætinu hallar og ranglætið tekur að ryðja sér til rúms þá opinbera ég sjálfan mig. Ég fæðist öld eftir öld til að viðhalda hinu góða, til þess að uppræta illræðismenn og koma réttlætinu í fastar skorður.“Þegar trúin missir mátt Þegar maður les þessa 5000 ára gömlu tilvitnun spyr maður sig hvernig lítur það út í nútímanum þegar „dyggðum og réttlæti hnignar og spilling og óréttlæti ríkja“? Spurningin er í einföldu máli, hvað gerist þegar trú á Guð er hafnað og áhrif hennar í samfélaginu dofna og jafnvel hverfa? Í ritum yngstu trúar heimsins, ritum bahá‘í trúar, er að finna tilvitnun sem bahá‘íar trúa að svari þessari spurningu. Tilvitnunin hljóðar svo: „Trú er öflugasta tækið til að leggja grunn að reglu í heiminum...... Ef ljós trúarinnar hættir að skína, mun ringulreið og öngþveiti af hljótast og ljós sanngirni, réttlætis, friðar og rósemi deyja út, öfughneigð mannlegs eðlis, niðurlæging mannlegs framferðis, spilling og upplausn mannlegra stofnana birta undir slíkum kringumstæðum sínar verstu hliðar. Mannleg skaphöfn er vanvirt, vongleðin dofnar, taugar agans slakna, rödd samviskunnar þagnar, sómatilfinningin myrkvast og dýpstu kenndir, gleði, friðar og vonar fjara út hægt og hægt.“ (Fyrirheit um heimsfrið: Yfirlýsing Alþjóðlega bahá‘i samfélagsins á Friðarári S.þ. 1985-6)Lokaorð Að fara í stríð á forsendum trúarlegrar óeiningar á ekki rétt á sér því í raun er Guð einn og trúin ein þar sem gullna reglan „það sem þér vijið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra“ gengur eins og grunnstef eða samnefnari gegnum öll trúarrit heimsins. Getum við séð fyrir okkur trúarbragðahöfundana sem færðu okkur þessa gullnu reglu í harðvítugum átökum í andlegum veröldum Guðs? Mér er alla vega ómögulegt að sjá slíkt fyrir mér. En ég á auðvelt með að ímynda mér þá fella tár yfir framferði og gerðum þeirra sem kalla sig fylgjendur þeirra. Að heyja stríð í nafni trúar er og hefur alltaf verið óásættanlegur leikur illra afla.Þegar hugsun um stríð kemur upp,Andæfið henni þá með enn sterkari hugsun um frið.Hatursfullri hugsun verður að eyðameð enn máttugri hugsun um kærleika. (Úr bahai fræðum)Lát manninn sigra reiði með ást,Lát hann sigra illt með góðu,Lát hann sigra græðgi með gjafmildiog lygarann með sannleika (Úr Búddafræðum)
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun