Annar bardagi Donald Cerrone á aðeins 15 dögum Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. janúar 2015 13:30 Donald Cerrone er einn allra skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Vísir/Getty Í kvöld mætast þeir Donald Cerrone og Benson Henderson í þriðja sinn. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Boston en þetta verður annar bardagi Cerrone á aðeins 15 dögum. Donald ‘Cowboy’ Cerrone ber nafn með rentu en hann er einn allra skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Hann klæðist kúrekastígvélum og gengur með kúrekahatt hvert sem hann fer. Hann er villtur kappi og á milli þess sem hann berst stundar hann klettaklifur, sjóbretti og keyrir um á vélsleðum og mótorhjólum, yfirmönnum UFC til mikils ama. Cerrone barðist síðast þann 3. janúar þegar hann sigraði Myles Jury örugglega. Cerrone var óánægður með bardagann og fannst hann ekki nógu skemmtilegur fyrir áhorfendur. Hann óskaði eftir því að berjast á UFC bardagakvöldinu í Colorado þann 14. febrúar og þótti flestum það full snemmt að berjast svo fljótt aftur. Skömmu eftir bardagann þann 3. janúar var Benson Henderson án andstæðings eftir að upphaflegi andstæðingur hans meiddist. Cerrone bauðst því til að taka bardagann og verða því aðeins 15 dagar á milli bardaga hjá honum. Þetta verður í þriðja sinn sem þeir Henderson og Cerrone mætast en nánar má lesa um fyrri bardaga þeirra hér. Bardaginn í kvöld verður sá sjöundi á innan við 365 dögum hjá Cerrone og er hann einn duglegasti bardagamaðurinn í UFC. Í lok árs 2013 kvaðst Cerrone vera blankur og vildi því fá að berjast eins oft og mögulegt væri. Það hefur gengið vel en Cerrone sigraði alla bardaga sína á síðasta ári og fékk auk þess þrjá frammistöðubónusa (6,5 milljón kr. hver). Iðulega yfirgefur Cerrone ekki borgina þar sem bardaginn fór fram fyrr en hann sé kominn með næsta bardaga. Það stefnir allt í frábært bardagakvöld en þeir Conor McGregor og Dennis Siver mætast í aðalbardaga kvöldsins.Bardaginn fer fram aðfararnótt mánudags og hefst útsending klukkan þrjú um nóttina. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Á Siver möguleika gegn McGregor? Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver. 18. janúar 2015 16:00 Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30 McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45 Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30 UFC 178: Er Alvarez einn besti léttvigtarmaður heims? Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 26. september 2014 16:31 McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Sjá meira
Í kvöld mætast þeir Donald Cerrone og Benson Henderson í þriðja sinn. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Boston en þetta verður annar bardagi Cerrone á aðeins 15 dögum. Donald ‘Cowboy’ Cerrone ber nafn með rentu en hann er einn allra skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Hann klæðist kúrekastígvélum og gengur með kúrekahatt hvert sem hann fer. Hann er villtur kappi og á milli þess sem hann berst stundar hann klettaklifur, sjóbretti og keyrir um á vélsleðum og mótorhjólum, yfirmönnum UFC til mikils ama. Cerrone barðist síðast þann 3. janúar þegar hann sigraði Myles Jury örugglega. Cerrone var óánægður með bardagann og fannst hann ekki nógu skemmtilegur fyrir áhorfendur. Hann óskaði eftir því að berjast á UFC bardagakvöldinu í Colorado þann 14. febrúar og þótti flestum það full snemmt að berjast svo fljótt aftur. Skömmu eftir bardagann þann 3. janúar var Benson Henderson án andstæðings eftir að upphaflegi andstæðingur hans meiddist. Cerrone bauðst því til að taka bardagann og verða því aðeins 15 dagar á milli bardaga hjá honum. Þetta verður í þriðja sinn sem þeir Henderson og Cerrone mætast en nánar má lesa um fyrri bardaga þeirra hér. Bardaginn í kvöld verður sá sjöundi á innan við 365 dögum hjá Cerrone og er hann einn duglegasti bardagamaðurinn í UFC. Í lok árs 2013 kvaðst Cerrone vera blankur og vildi því fá að berjast eins oft og mögulegt væri. Það hefur gengið vel en Cerrone sigraði alla bardaga sína á síðasta ári og fékk auk þess þrjá frammistöðubónusa (6,5 milljón kr. hver). Iðulega yfirgefur Cerrone ekki borgina þar sem bardaginn fór fram fyrr en hann sé kominn með næsta bardaga. Það stefnir allt í frábært bardagakvöld en þeir Conor McGregor og Dennis Siver mætast í aðalbardaga kvöldsins.Bardaginn fer fram aðfararnótt mánudags og hefst útsending klukkan þrjú um nóttina. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Á Siver möguleika gegn McGregor? Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver. 18. janúar 2015 16:00 Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30 McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45 Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30 UFC 178: Er Alvarez einn besti léttvigtarmaður heims? Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 26. september 2014 16:31 McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Sjá meira
Á Siver möguleika gegn McGregor? Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver. 18. janúar 2015 16:00
Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30
McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45
Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30
UFC 178: Er Alvarez einn besti léttvigtarmaður heims? Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 26. september 2014 16:31
McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti