Annar bardagi Donald Cerrone á aðeins 15 dögum Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. janúar 2015 13:30 Donald Cerrone er einn allra skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Vísir/Getty Í kvöld mætast þeir Donald Cerrone og Benson Henderson í þriðja sinn. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Boston en þetta verður annar bardagi Cerrone á aðeins 15 dögum. Donald ‘Cowboy’ Cerrone ber nafn með rentu en hann er einn allra skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Hann klæðist kúrekastígvélum og gengur með kúrekahatt hvert sem hann fer. Hann er villtur kappi og á milli þess sem hann berst stundar hann klettaklifur, sjóbretti og keyrir um á vélsleðum og mótorhjólum, yfirmönnum UFC til mikils ama. Cerrone barðist síðast þann 3. janúar þegar hann sigraði Myles Jury örugglega. Cerrone var óánægður með bardagann og fannst hann ekki nógu skemmtilegur fyrir áhorfendur. Hann óskaði eftir því að berjast á UFC bardagakvöldinu í Colorado þann 14. febrúar og þótti flestum það full snemmt að berjast svo fljótt aftur. Skömmu eftir bardagann þann 3. janúar var Benson Henderson án andstæðings eftir að upphaflegi andstæðingur hans meiddist. Cerrone bauðst því til að taka bardagann og verða því aðeins 15 dagar á milli bardaga hjá honum. Þetta verður í þriðja sinn sem þeir Henderson og Cerrone mætast en nánar má lesa um fyrri bardaga þeirra hér. Bardaginn í kvöld verður sá sjöundi á innan við 365 dögum hjá Cerrone og er hann einn duglegasti bardagamaðurinn í UFC. Í lok árs 2013 kvaðst Cerrone vera blankur og vildi því fá að berjast eins oft og mögulegt væri. Það hefur gengið vel en Cerrone sigraði alla bardaga sína á síðasta ári og fékk auk þess þrjá frammistöðubónusa (6,5 milljón kr. hver). Iðulega yfirgefur Cerrone ekki borgina þar sem bardaginn fór fram fyrr en hann sé kominn með næsta bardaga. Það stefnir allt í frábært bardagakvöld en þeir Conor McGregor og Dennis Siver mætast í aðalbardaga kvöldsins.Bardaginn fer fram aðfararnótt mánudags og hefst útsending klukkan þrjú um nóttina. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Á Siver möguleika gegn McGregor? Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver. 18. janúar 2015 16:00 Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30 McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45 Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30 UFC 178: Er Alvarez einn besti léttvigtarmaður heims? Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 26. september 2014 16:31 McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sjá meira
Í kvöld mætast þeir Donald Cerrone og Benson Henderson í þriðja sinn. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Boston en þetta verður annar bardagi Cerrone á aðeins 15 dögum. Donald ‘Cowboy’ Cerrone ber nafn með rentu en hann er einn allra skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Hann klæðist kúrekastígvélum og gengur með kúrekahatt hvert sem hann fer. Hann er villtur kappi og á milli þess sem hann berst stundar hann klettaklifur, sjóbretti og keyrir um á vélsleðum og mótorhjólum, yfirmönnum UFC til mikils ama. Cerrone barðist síðast þann 3. janúar þegar hann sigraði Myles Jury örugglega. Cerrone var óánægður með bardagann og fannst hann ekki nógu skemmtilegur fyrir áhorfendur. Hann óskaði eftir því að berjast á UFC bardagakvöldinu í Colorado þann 14. febrúar og þótti flestum það full snemmt að berjast svo fljótt aftur. Skömmu eftir bardagann þann 3. janúar var Benson Henderson án andstæðings eftir að upphaflegi andstæðingur hans meiddist. Cerrone bauðst því til að taka bardagann og verða því aðeins 15 dagar á milli bardaga hjá honum. Þetta verður í þriðja sinn sem þeir Henderson og Cerrone mætast en nánar má lesa um fyrri bardaga þeirra hér. Bardaginn í kvöld verður sá sjöundi á innan við 365 dögum hjá Cerrone og er hann einn duglegasti bardagamaðurinn í UFC. Í lok árs 2013 kvaðst Cerrone vera blankur og vildi því fá að berjast eins oft og mögulegt væri. Það hefur gengið vel en Cerrone sigraði alla bardaga sína á síðasta ári og fékk auk þess þrjá frammistöðubónusa (6,5 milljón kr. hver). Iðulega yfirgefur Cerrone ekki borgina þar sem bardaginn fór fram fyrr en hann sé kominn með næsta bardaga. Það stefnir allt í frábært bardagakvöld en þeir Conor McGregor og Dennis Siver mætast í aðalbardaga kvöldsins.Bardaginn fer fram aðfararnótt mánudags og hefst útsending klukkan þrjú um nóttina. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Á Siver möguleika gegn McGregor? Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver. 18. janúar 2015 16:00 Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30 McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45 Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30 UFC 178: Er Alvarez einn besti léttvigtarmaður heims? Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 26. september 2014 16:31 McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sjá meira
Á Siver möguleika gegn McGregor? Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver. 18. janúar 2015 16:00
Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30
McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45
Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30
UFC 178: Er Alvarez einn besti léttvigtarmaður heims? Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 26. september 2014 16:31
McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00