Patriots og Seahawks mætast í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2015 09:00 Þessir leikmenn New England Patriots voru sáttir í leikslok. Vísir/AP New England Patriots og Seattle Seahawks komust í nótt í úrslitaleik ameríska fótboltans og mætast því í Super Bowl eftir tæpar tvær vikur. Þau komust þó á mjög ólíkan hátt í gegnum mótherja sína. Á meðan New England Patriots vann yfirburðarsigur á Indianapolis Colts 45-7 þá þurftu meistararnir frá síðasta tímabili, Seattle Seahawks, hálfgert kraftaverk til þess að sigrast á Green Bay Packers en sá leikur endaði með 28-22 sigri Seahawks-liðsins eftir framlengingu.Green Bay Packers var 16-0 yfir í hálfleik þar sem sóknarleikur Seattle Seahawks var í molum og leikstjórnandinn Russell Wilson hafði kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér. Staðan var síðan nánast vonlaus þegar Wilson kastaði boltanum frá sér í fjórða sinn og Packers-liðið var 19-7 þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Russell Wilson og Marshawn Lynch skoruðu hinsvegar báðir snertimörk og komu Seattle Seahawks yfir í 22-19 eftir að Brandon Bostick, leikmanni Green Bay Packers, hafði mistekist að grípa tiltölulega einfaldan bolta sem hefði nánast fært hans mönnum sigurinn. Packers-menn náðu hinsvegar að jafna og tryggja sér framlengingu með því að skora vallarmark. Fyrsta sókn Seattle Seahawks í framlengingunni var hinsvegar sannkallað augnakonfekt þar sem Russell Wilson átti tvær frábærar sendingar fram völlinn, þá fyrri upp á 35 jarda á Doug Baldwin og þá síðari upp á 35 jarda á Jermaine Kearse sem skoraði snertimark og tryggði Seattle Seahawks ótrúlegan sigur og sæti í Super Bowl leiknum annað árið í röð.New England Patriots komst í 14-0, var "bara" 17-7 yfir í hálfleik en keyrði yfir Indianapolis Colts liðið í þriðja leikhlutanum sem Patriots vann 21-0. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. LeGarrette Blount, hlaupari New England Patriots, var aðalstjarna kvöldsins en hann skoraði þrjú snertimörk og hljóp alls 148 jarda. New England Patriots skoraði þrjú snertimörk eftir sendingar frá Tom Brady. Bill Belichick, þjálfari New England Patriots, og leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, voru þarna að komast í sjötta sinn í Super Bowl en enginn NFL-þjálfari hefur nú unnið fleiri leiki í úrslitakeppni en Belichick og enginn leikstjórnandi í NFL-sögunni hefur komist oftar í Super Bowl en Brady. Super Bowl leikurinn fer fram í Glendale í Arizona 1. febrúar næstkomandi. NFL Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira
New England Patriots og Seattle Seahawks komust í nótt í úrslitaleik ameríska fótboltans og mætast því í Super Bowl eftir tæpar tvær vikur. Þau komust þó á mjög ólíkan hátt í gegnum mótherja sína. Á meðan New England Patriots vann yfirburðarsigur á Indianapolis Colts 45-7 þá þurftu meistararnir frá síðasta tímabili, Seattle Seahawks, hálfgert kraftaverk til þess að sigrast á Green Bay Packers en sá leikur endaði með 28-22 sigri Seahawks-liðsins eftir framlengingu.Green Bay Packers var 16-0 yfir í hálfleik þar sem sóknarleikur Seattle Seahawks var í molum og leikstjórnandinn Russell Wilson hafði kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér. Staðan var síðan nánast vonlaus þegar Wilson kastaði boltanum frá sér í fjórða sinn og Packers-liðið var 19-7 þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Russell Wilson og Marshawn Lynch skoruðu hinsvegar báðir snertimörk og komu Seattle Seahawks yfir í 22-19 eftir að Brandon Bostick, leikmanni Green Bay Packers, hafði mistekist að grípa tiltölulega einfaldan bolta sem hefði nánast fært hans mönnum sigurinn. Packers-menn náðu hinsvegar að jafna og tryggja sér framlengingu með því að skora vallarmark. Fyrsta sókn Seattle Seahawks í framlengingunni var hinsvegar sannkallað augnakonfekt þar sem Russell Wilson átti tvær frábærar sendingar fram völlinn, þá fyrri upp á 35 jarda á Doug Baldwin og þá síðari upp á 35 jarda á Jermaine Kearse sem skoraði snertimark og tryggði Seattle Seahawks ótrúlegan sigur og sæti í Super Bowl leiknum annað árið í röð.New England Patriots komst í 14-0, var "bara" 17-7 yfir í hálfleik en keyrði yfir Indianapolis Colts liðið í þriðja leikhlutanum sem Patriots vann 21-0. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. LeGarrette Blount, hlaupari New England Patriots, var aðalstjarna kvöldsins en hann skoraði þrjú snertimörk og hljóp alls 148 jarda. New England Patriots skoraði þrjú snertimörk eftir sendingar frá Tom Brady. Bill Belichick, þjálfari New England Patriots, og leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, voru þarna að komast í sjötta sinn í Super Bowl en enginn NFL-þjálfari hefur nú unnið fleiri leiki í úrslitakeppni en Belichick og enginn leikstjórnandi í NFL-sögunni hefur komist oftar í Super Bowl en Brady. Super Bowl leikurinn fer fram í Glendale í Arizona 1. febrúar næstkomandi.
NFL Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira